Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2009 | 02:42
12 sjálfstæðiskonur í framboði í Reykjavík
Tólf konur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þær gefa körlunum ekkert eftir og eiga allar fullt erindi í baráttuna. Oft hefur því verið slegið fram að konur þrífist ekki innan Sjálfstæðisflokksins en þetta sýnir annað. Alveg ljóst er að Sjálfstæðismenn hafa þann valkost að velja konur til verka. Ekki eru allar búnar að tilkynna um hvaða sæti þær muni óska eftir en nokkrar hafa þó lýst því yfir.
2. sæti - Jórunn Frímannsdóttir Jensen, borgarfulltrúi
2.-3. sæti - Ólöf Nordal, alþingismaður
3. sæti - Ásta Möller, alþingismaður
2. - 4. sæti - Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður,
4. sæti - Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur,
4. - 5. sæti - Gréta Ingþórsdóttir, MA nemi og fv. aðstoðarmaður ráðherra
5. sæti - Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur
5. sæti - Sigríður Finsen, hagfræðingur
5. - 6. sæti - Grazyna Mar Okuniewska, hjúkrunarfræðingur
Eitt af efstu sætunum:
Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður
Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og útflytjandi
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
Geir gefur ekki kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.2.2009 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2009 | 11:55
Svarti listinn - óaðgengilegir vefir
Blindrafélagið hefur gefið út "Svarta listann" sem er listi yfir óaðgengilega vefi. Vefir eiga að vera aðgengilegir blindum og lítið þarf að leggja á sig til að koma til móts við þá. Þeir sem eitthvað í veffræðum kunna vita að þetta margborgar sig og er ein af grunnleiðunum til að ná inn svokallaðri "organic" traffík inn á vefinn. Hér er listinn, smelltu hér til að lesa um málið á vef Blindrafélagsins:
Óaðgengilegir vefir samkvæmt ábendingum notenda:
Opinberir vefir:
- Alþingi - www.althingi.is
- Vinnumálastofnun - www.vinnumalastofnun.is
- Neytendasamtökin - http://www.ns.is
- Námsmatsstofnun - www.namsmat.is
- Biskupsstofa - http://kirkjan.is/stjornsysla/
- Janfréttisstofa - www.jafnretti.is
- Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra - www.shh.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 15:31
Menning er málið
Þetta er glæsileg niðurstaða og segir okkur að við eigum mikla og góða möguleika í að auka hér ferðaþjónustu. Alveg ljóst er að menningin hér laðar að ferðamenn. Loftbrú er dæmi um vel heppnað samstarf til að efla íslenska tónlist. Loftbrú er samstarf Reykjavíkurborgar, Icelandair, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Félag hljómplötuframleiðenda (FHF) og frábært dæmi um hvað hægt er að gera fyrir íslenska tónlistarmenn.
Íslenska tónlistin selur landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 10:04
Góðar ferðamálafréttir - ferðmenn opna veskin
Ferðamennska getur skilað Íslendingum verulegum verðmætum og okkur skylt að sinna henni eins og best verður á tímum eins og nú. Höfuðborgarstofa sér um samstarf á vettvangi ferðamála fyrir Reykjavíkurborg. Nú er svo komið að metfjöldi ferðamanna heimsótti Upplýsingamiðstöð ferðamanna á haustmánuðum, en Höfuðborgarstofa rekur miðstöðina. Eftirfarandi upplýsingar koma frá Höfuðborgarstofu:
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík tók á móti 30% fleiri gestum í september, október og nóvember 2008 ef bornir eru saman mánuðir milli ára 2007 og 2008. Desembermánuður sló hins vegar öll fyrri met um aukinn gestafjölda með 43% fjölgun heimsókna miðað við 2007. Þrátt fyrir að fjölgun erlendra ferðamanna yfir allt árið 2008 hafi verið minni en undanfarin áratug, eða um 3% í stað um það bil 8% fjölgun að jafnaði sl. 10 ár samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu, virðist sem þeir leiti meira til upplýsingamiðstöðva og bóki þar sínar ferðir, gistingu og aðra þjónustu. Er það í takt við þá þróun í ferðaþjónustu, bæði hérlendis og annarstaðar, að ferðamenn verða sífellt sjálfstæðari í sinni skipulagningu auk þess sem þeir eru hvatvísari í sínum ferðakaupum og kaupa til að mynda helgarferð með afar skömmum fyrirvara ef hún gefst á hagstæðu verði.
Starfsfólk upplýsingamiðstöðvarinnar telur að óvenju mikið sé um erlenda ferðamenn um þessar mundir, á árstíma sem alla jafna er fremur rólegur í ferðaþjónustu. Þeir séu spenntir fyrir hefðbundnum kynnisferðum, svo sem í Bláa lónið og á Gullfoss og Geysi. Einnig er mikið spurt um norðurljósin og ýmsar ferðir þeim tengdar. Þá er einnig mikið spurt um söfn og sýningar af ýmsu tagi, lifandi tónlist, veitingastaði, sundlaugar og heimsóknir í heilsulindir. Ennfremur seljast dýrari ferðir, svo sem jeppaferðir með fáa farþega, betur nú en oft áður og að fólk setji verðlagið síður fyrir sig.
Endurgreiðsla á virðisauka til erlendra ferðamanna jókst að sama skapi gríðarlega og því ljóst að sala á ýmsum vörum til þessa hóps hefur aukist mikið. Endurgreiðsla Iceland Refund í upplýsingamiðstöðinni í október og nóvember jókst að meðaltali um 194% milli ára 2007 og 2008. Í takt við metfjölda í upplýsingamiðstöðinni í desember varð alger sprengja í endurgreiðslu virðisauka til erlendra ferðamanna í þeim mánuði eða 400% og því líklegt að töluvert margir hafi keypt jólagjafir í borginni áður en haldið var heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 18:26
Samfylkingin og stormurinn
"SUS harmar tilgangslaus stjórnarslit
Samband ungra sjálfstæðismanna harmar þá ömurlegu atburðarás sem orðið hefur til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mun fara frá völdum. Ljóst er að málefnalegur ágreiningur varð ekki til þess að fella samstarfið. Ótrúlega óskammfeilin kröfugerð Samfylkingarinnar á hendur Sjálfstæðisflokknum á síðustu dögum er augljós fyrirsláttur. Hið raunverulega markmið Samfylkingarinnar var að knýja fram stjórnarslit. Þetta gerist jafnvel þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi fallist á að boðað yrði til kosninga 9. maí.
Það er forystu Geirs H. Haarde að þakka að tjónið af kerfishruni bankanna varð ekki meira en raunin hefur orðið. Með aðgerðum í kringum hrun bankanna var tryggt að eðlileg viðskipti gætu áfram átt sér stað í landinu og rask af völdum þessara hamfara var lágmarkað. Þetta skipti höfuðmáli fyrstu dagana eftir hrunið. Síðan hefur markvisst verið unnið að áætlunum um endurreisn fjármálakerfisins í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga og stofnanir. Traust tök Geirs H. Haarde á þeim stóru málum sem þurfti að bregðast við hafa verið þjóðinni til happs, en hafa verður í huga að umfang vandans er líklega án fordæmis í heiminum á friðartíma. Í þessu ljósi munu aðgerðir Geirs H. Haarde verða metnar þegar fram líða stundir.
Sú taugaveiklun og ístöðuleysi sem Samfylkingin hefur sýnt á síðustu vikum er uggvekjandi fyrir íslenskt samfélag. Ástand þjóðmála er grafalvarlegt og heimurinn allur stefnir í alvarlega efnahagslægð. Við þær aðstæður verður mörgum órótt og stoðir samfélagsins svigna undan því álagi sem hvílir á einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Undir þessu álagi hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins staðið. Geir H. Haarde hefur sýnt að aldrei myndi hann skorast undan þeirri skyldu sem hann tók að sér sem forsætisráðherra og um heilindi hans hefur aldrei nokkur þurft að efast. Samfylkingin reyndist hins vegar vera sú kvísl sem fyrst brotnaði undan storminum þrátt fyrir að standa í miklu skjóli af forsætisráðherra.
Á meðan forystumenn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa unnið að uppbyggingu þá hefur stór hluti Samfylkingarinnar beint kröftum sínum í innbyrðis sundrungu og taugaveiklun. Því miður hefur Samfylkingin brugðist þjóðinni og sjálfri sér með þeirri tækifærismennsku og klækjum sem nú hafa hrakið þjóðina út í tilgangslaus stjórnarskipti og pólitíska óvissu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ráðrúm til að hefjast handa við að vekja enn á ný traust á að frelsi einstaklingsins til orðs og æðis sé hornsteinn mannvænlegs samfélags og að Ísland eigi að vera bæði frjálst og opið.
f.h. stjórnar SUS
Þórlindur Kjartansson"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 23:08
Styrkir menningar - og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar
Á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 22. janúar s.l. var samþykkt að styðja kröftuglega við ýmis spennandi og metnaðarfull verkefni á sviði menningar og lista árið 2009.
Jafnframt voru samþykktir nýir samstarfssamningar vegna ársins 2009. Þegar eru í gildi rúmlega 40 samstarfssamningar er gerðir voru á fyrri árum og nemur sá stuðningur rúmum 43 m.kr. ár árinu. Til úthlutunar voru nú kr. 40.8 mkr.
Elektra Ensemble var valinn Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2009 og hlýtur þess vegna styrk sem nemur 1.8 milljónum króna. Hópinn skipa fimm ungir hljóðfæraleikarar sem allir hafa komið fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stundað framhaldsnám erlendis. Hópurinn hefur leikið saman í rúmt ár og er með áhugaverða tónleikaröð í bígerð fyrir árið 2009. Næst stærstu styrkina kr. 900.000 hljóta leikhópurinn Lab Loki sem vinnur að uppsetningu leikverksins Ufsagrýlur eftir Sjón og Strengjaleikhúsið til að frumflytja óperuna Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson í samvinnu við Tónlist fyrir alla. Samtals voru veittir 36 styrkir og 26 samstarfssamningar. Af stærstu samstarfssamningum fyrir árið 2009 hlýtur Nýlistasafnið 4.8 milljónir, leikhópurinn Vesturport 2.9 milljónir, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 2.8 milljónir og tónlistarhópurinn Caput 2 milljónir.
Menningar- og ferðamálaráð hefur til hliðsjónar tillögur sérstaks faghóps sem skipaður er af aðilum tilnefndum af BÍL (Bandalagi íslenskra listamanna) um hverjir ættu að fá styrki eða hljóta samstarfssamning. Aðeins voru veittir styrkir til þeirra aðila sem faghópurinn mælti með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 15:51
Raunveruleg samstaða
Ráðgjafarstofa Hvatar er einstaklega gott framtak sem sýnir raunverulega samstöðu. Gaman að segja frá því að þessu framtaki er einkar vel tekið og ég hvet fólk á að nýta sér tækifærið á að hitta svo breiðan hóp fagfólks og sérfræðinga.
Ókeypis ráðgjöf vegna efnahagsástandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Langar að kynna fyrir ykkur frábært framtak Hvatar félags sjálfstæðiskvenna.
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík býður landsmönnum upp á ókeypis ráðgjöf. Félagið hefur safnað saman fagaðilum og sérfræðingum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að leiðbeina fólki vegna ástandsins sem skapast hefur.
Fagaðilar og sérfræðingar veita ráðgjöf um:
Velferðamál - Almannaatryggingar - Skattamál - Atvinnuleysistryggingar - Fjármál heimila - Félagsmál - Sálræn ráðgjöf
Einnig verða úrræði ríkisstjórnarinnar kynnt og hvernig almenningur getur nýtt sér þau.
Pólskumælandi og enskumælandi á svæðinu. Aðgengi fyrir fatlaða.
Nánari upplýsingar www.xd.is
Opið hús milli kl: 10-17 föstudaginn 5. og laugardaginn 6. desember a Skúlagötu 51 (gengið inn Skúlagötumegin)
Allir velkomnir
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2008 | 10:35
Kappræður Guðlaugs og Ögmundar í kvöld
Vek athygli á þessum fundi:
GUÐLAUGUR ÞÓR OG ÖGMUNDUR JÓNASSON TAKA ÞÁTT Í KAPPRÆÐUM
Kappræður verða milli stjórnmálamannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra og Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns VG, í kvöld fimmtudagskvöldið 27. nóvember í Öskju, húsnæði náttúrufræðideildar Háskóla Íslands og hefst fundurinn kl.20
Umræðuefni kvöldsins verður Icesave - IMF - ESB og framtíð íslenskra efnahagsmála.
Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Fundurinn er haldinn á vegum Varðar, fulltrúafélags sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 01:45
Miðborgin, miðborgarkortin og félagið Miðborg Reykjavíkur
Í morgun hélt félagið Miðborg Reykjavíkur fund fyrir aðila sem sinna verslun og þjónustu í miðborginni. Gestur fundarins var Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og kynnti starf samtakanna fyrir þeim sem sóttu fundinn. Á eftir spunnust umræður um ýmisar hugmyndir sem lúta að betri miðborg og jóladagskrá miðborgarinnar. Ljóst er að miklilvægt er að skapa gott samstarf milli aðila í miðborginni til að nýta tækifæri sem best, þetta má til dæmis gera með því að ná sátt um ákveðna opnunartíma þar sem allir sem mögulega geta leggjast á eitt um samræmda tíma. Markaðssetning félagsins sem lýtur að því að hvetja til verslunar í miðborginni nýtist þá einnig best. Aðilum í verslun og þjónustu í miðborginni sem vilja taka þátt í að vinna að sameiginlegum hagsmunum er bent á að hafa samband við Miðborg Reykjavíkur, sjá nánar á vefnum www.midborgin.is
Læt hér fylgja færslu sem var áður birt svona til upplýsinga:
Mjög mikilvægt er að við Reykvíkingar hugum að miðborginni. Miðborgin er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og við hljótum öll að eiga það sameiginlegt að vilja halda því afli eins sterku og á verður kosið. Oft heyrast raddir um að nóg sé komið að því að huga að miðborginni og meira þurfi að gera fyrir önnur hverfi í borginni sem á eflaust oft rétt á sér en engu að síður eru það hagsmunir allra sem hér búa að miðborgin sé þannig að sómi sé að því að fá ferðamenn heim.
Í þessum töluðu/skrifuðu orðum vinna aðilar í ferðaþjónustu þar á meðal Reykjavíkurborg að því að auka ferðamannastrauminn. Fyrir liggur að mikill áhugi hefur verið á því að sækja landið heim en margir hafa gefið þá skýringu að of dýrt sé að dvelja hér og því sæki þeir frekar annað í ferðalög. Nú er auðvitað lag að fá þennan hóp til að nýta tækifærið og koma á meðan gengið er þeim hagstætt.
Flestar miðborgir eru þess eðlis að þar er að finna helstu menningarverðmæti viðkomandi svæðis sem vekur athygli þeirra sem koma til að skoða land og þjóð. Afar brýnt er því að sinna þessum verðmætum, vekja athygli á hvar þau er að finna og auðvelda aðgengi að þeim. Engu að síður er verslun og þjónusta í miðborgum ekki síður nauðsynleg til að viðhalda því mannlífi sem þarf til að auka krafta aðdráttaraflsins. Eins brýnt er því að sinna því verkefni að hlúa að verslun í miðborginni.
Langar svo að vekja athygli á miðborgarkortunum sem hægt er að lesa um á þessum vef www.midborgin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)