Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Samfylking og Besti flokkur áhugalaus um atvinnumál í Reykjavík

Á borgarstjórnarfundi í gćr kom glögglega í ljós ađ enginn áhugi er hjá Besta flokki og Samfylkingu ađ skođa hvađa áhrif fyrirhugađar breytingar á kvótakerfinu hafa á atvinnumál í borginni. Í tvo mánuđi hefur legiđ fyrir tillaga um ađ borgin geri úttekt á ţessum áhrifum sem meirihlutinn hefur alltaf veriđ frestađ. Mađur spyr sig hvort menn telji ţetta ekki hagsmunamál borgarinnar eđa fyrir hvern ţeir eru ađ vinna?

Eftirfarnadi er fréttatilkynning frá sjálfstćđisfólki í borgarstjórn:

Sjálfstćđisflokkurinn lagđi fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag ţar sem fariđ er fram á úttekt á áhrifum breytinga á fiskveiđistjórnunarkerfinu á atvinnulif í Reykjavík.  Einnig er fariđ fram á ţađ ađ Reykjavíkurborg veiti Alţingi umsögn sína um máliđ međ hliđsjón af hagsmunum Reykjavíkur.

Í umrćđunum í borgarstjórn í dag benti Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstćđisflokksins á ađ tillaga um ţessa úttekt hafi veriđ flutt í borgarráđi í lok júní, en hafi nú veriđ í frestun á ţeim vettvangi í rúmlega tvo mánuđi.  Á sama tíma hafa hagsmunaađilar og mörg sveitarfélög sent Alţingi umsagnir sínar, ţar sem bent er á ýmsa vankanta frumvarpsins og áhrif ţess á uppbyggingu í atvinnulífi og lífskjör í landinu, ţ.m.t. Reykjavík.  Hanna Birna sagđi ţetta ađgerđar- og afstöđuleysi meirihlutans bera  vott um ,,algjört áhugaleysi meirihlutans á brýnu atvinnumáli í Reykjavík, auk ţess ađ vekja upp spurningar um hvort borgaryfirvöld er uppteknari viđ ađ verja áherslur ríkisstjórnarinnar en hagsmuni borgarbúa."
 
Hanna Birna benti einnig á mikilvćgi sjávarútvegs fyrir Reykjavík, en um 20 % aflaverđmćtis kemur til hafnar í Reykjavík.  ,,Sjávarútvegurinn er einn af stođum reykvísks atvinnulífs. Borgaryfirvöldum ber skylda til ađ skođa áhrif ţeirra umfangsmiklu breytinga sem bođađar hafa veriđ og greina hvernig betur verđi á málinu haldiđ.  Sé meirihlutanum alvara međ ţví ađ búa atvinnulífi hér góđ skilyrđi, hlýtur samţykkt slíkrar úttektar ađ vera sjálfsögđ og mikilvćg.  Ađ ţađ taki meirihlutann marga mánuđi ađ afgreiđa slíka tillögu vekur furđu, ber ţess merki ađ meirihlutinn vill ekki rćđa máliđ og skađar međ ţví hagsmuni borgarbúa."


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband