Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Er ríkisstjórninni í nöp viđ atvinnulífiđ?

Í myndbandinu sem vísađ er á hér fyrir neđan kristallast árangursleysi ríkisstjórnarinnar - störfum á Íslandi hefur fćkkađ um 9.900 frá 2007 og fćkkunin í Reykjavík er talin um 8.400 eđa um 85% af heildarfćkkun. Reykjavík er ađ kikna undir álagi vegna atvinnuleysis og ţörf á fjárhagsađstođ. Ríkisstjórnin virđist ekki geta stađiđ viđ neitt eđa hafa engan vilja til ţess. Slóđin á myndbandiđ er http://www.youtube.com/watch?v=KGHCVbJN_R8&feature=plcp


Er öll vitleysan eins?

Í morgun hélt KPMG opinn fund um skattaumhverfi í ferđaţjónustu. Greint var frá könnun sem fyrirtćkiđ gerđi hjá um 35 hótelum sem saman sinna í um 80% af hótelrekstri á landinu.

Athyglisvert var ađ sjá ađ rekstrarafkoma hótela á höfuđborgarsvćđinu er mun minni en hótelanna úti á landi. Taliđ er ađ sterk samkeppni bćđi milli hótela og einnig hótelanna viđ gistingu af öđru tagi hafi ţar mikiđ um ađ segja. Ţá var einnig nefnt ađ einnig gćti ţetta tengst ţví ađ laun vćru lćgri a landsbyggđinni og ađ ţar hefđu menn sveigjanlegra umhverfi t.d. vćri auđveldara ađ loka yfir ákveđiđ tímabil ţegar minnst vćri um ferđamenn.

Könnun KPMG sýnir ađ hćkkun virđisaukans yrđi hrein og klár ađför ađ ferđaţjónustunni!

Niđurstađa fundar KPMG var afar skýr. Verđi hugmyndir ríkisstjórnarinnar um hćkkanir á virđisaukaskatti ađ veruleika  er ekki grundvöllur fyrir óbreyttum rekstri hótelanna sem munu ţá skila tapi. 

Horft var til ţriggja mögulegra dćma um hvernig brugđist yrđi viđ hćkkunum. Allar leiđirnar sýna skýrt og greinilega ađ virđisaukaskattshćkkun á ferđaţjónustuna er enginn kostur og getur jafnvel leitt til ţess ađ ríkissjóđur verđur af meiri tekjum en ţví sem nemur tekjum af hćrri virđisaukaskatti.

 

Hvađ gera borgarfulltrúar Samfylkingar og Besta?

Nú stendur yfir fundur í borgarráđi Reykjavíkurborgar ţar sem rćđa á um áhrif ţessara fyrirhuguđu hćkkana á störfin í borginni. Helsti ráđgjafi borgarráđs er fulltrúi fjármálaráđuneytisins og fróđlegt verđur ađ heyra hvernig menn líta á málin ţar á bć. Munu borgarfulltrúar Samfylkingar og Besta í borginni ekki mótmćla ţví ađ ţessari vitleysu verđi komiđ á. Viđ fulltrúar Sjálfstćđisflokksins bíđum eftir ţví ađ heyra ţau svör. Í ljósi ţess ađ störfum í Reykjavík hefur fćkkađ gríđarlega á undanförnum árum - mun meira en annars stađar á landinu ćttu fulltrúar meirihlutans ekki ađ ţurfa ađ vera ađ velkjast í vafa um svona mál.

 

Atvinnustefna Reykjavíkur í gíslingu

Á borgarráđsfundi sl. fimmtudag ţann 16. ágúst lögđu félagar mínir í borgarstjórnarflokki Sjálfstćđisflokksins fram tillögu um ađ borgarráđ samţykkti eftirfarandi tillögu. Tillögunni var frestađ og fróđlegt verđur ađ sjá hvernig ţví mun lykta. Meirihlutaflokkarnir bóka á ţá leiđ ađ mikilvćgt sé ađ ríki og borg vinni saman ađ ţví ađ skapa ákjósanlegt rekstrarumhverfi í Reykjavík - nokkuđ vel gert! Atvinnustefnan var nú líka samţykkt í fyrra. Nú er spurning hvort ađ Jóhanna hlusti á varaformann sinn úr borginni ţegar hún tekur ákvarđanir, Besti bíđur bara rólegur og vatnsgreiddur á međan.

Tillagan:

"Borgarráđ hvetur ríkisstjórn Íslands til ţess ađ endurskođa áform um skattahćkkanir sem augljóslega munu hafa mjög alvarleg áhrif á rekstrarumhverfi ferđaţjónustunnar og bitna sérstaklega hart á reykvísku atvinnulífi. Reykjavíkurborg er ferđamannaborg og stefnir ađ ţví ađ auka ţátt ferđaţjónustunnar. Í höfuđborginni eru stađsett flest hótel og gistihús landsins og
fjölmörg fyrirtćki byggja afkomu sína á annars konar ţjónustu viđ ferđamenn. Áhugi á uppbyggingu nýrra hótelrýma hefur gefiđ góđa von og endurspeglađ trú á bjarta framtíđ greinarinnar en hćkkun virđisaukaskatts á gistingu úr 7% í 25,5% mun augljóslega setja mörg slík áform í uppnám. Hótel og gistihús starfa í alţjóđlegu samkeppnisumhverfi og hafa takmarkađ svigrúm til ţess ađ fleyta
hćkkunum sem ţessum út í verđlagiđ.

Auk ţess er verđ gistinátta gefiđ út međ löngum fyrirvara og verđur ekki breytt eftir á. Borgarráđ hvetur til samráđs viđ samtök ferđaţjónustunnar og bendir á mikilvćgi upplýsingaöflunar en á ţađ
hefur skort.

Fjármálaráđuneytiđ hefur ţess vegna ekki haft nćgilegar forsendur, ađ ţví er virđist, til ţess ađ meta víđtćk áhrif hćkkunar virđisaukaskatts en skattahćkkun upp á 17,3% á eina skilgreinda atvinnustarfsemi á sér vart fordćmi. Fyrirhugađar skattahćkkanir munu leiđa til lćkkunar tekjuskattsgreiđslna í greininni og veruleg hćtta er á ađ ţćr muni leiđa til aukinna undanskota og skila sér ţannig í óheilbrigđara viđskiptaumhverfi. Borgarráđ bendir sérstaklega á ţann fjölda fólks sem byggir framfćrslu sína og fjölskyldna á störfum sem skapast hafa  ferđaţjónustu en augljóslega mun hćkkun virđisaukaskatts leiđa til samdráttar og uppsagna starfsfólks. "


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband