Styrkir menningar - og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar

Á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 22. janúar s.l. var samþykkt að styðja kröftuglega við ýmis spennandi og metnaðarfull verkefni á sviði menningar og lista árið 2009.

Jafnframt voru samþykktir nýir samstarfssamningar vegna ársins 2009. Þegar eru í gildi rúmlega 40 samstarfssamningar er gerðir voru á fyrri árum og nemur sá stuðningur rúmum 43 m.kr. ár árinu. Til úthlutunar voru nú kr. 40.8 mkr. 

Elektra Ensemble var valinn Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2009 og hlýtur þess vegna styrk sem nemur 1.8 milljónum króna. Hópinn skipa fimm ungir hljóðfæraleikarar sem allir hafa komið fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stundað framhaldsnám erlendis. Hópurinn hefur leikið saman í rúmt ár og er með áhugaverða tónleikaröð í bígerð fyrir árið 2009.  Næst stærstu styrkina  kr. 900.000 hljóta leikhópurinn Lab Loki sem vinnur að uppsetningu leikverksins Ufsagrýlur eftir Sjón og Strengjaleikhúsið til að frumflytja óperuna Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson  í samvinnu við Tónlist fyrir alla. Samtals voru veittir 36 styrkir og 26 samstarfssamningar. Af  stærstu samstarfssamningum fyrir árið 2009 hlýtur Nýlistasafnið 4.8 milljónir, leikhópurinn Vesturport 2.9 milljónir, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 2.8 milljónir og tónlistarhópurinn Caput 2 milljónir.

Menningar- og ferðamálaráð hefur til hliðsjónar tillögur sérstaks faghóps sem skipaður er af aðilum tilnefndum af BÍL (Bandalagi íslenskra listamanna) um hverjir ættu að fá styrki eða hljóta samstarfssamning.  Aðeins voru veittir styrkir til þeirra aðila sem faghópurinn mælti með.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband