Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Heilbrigđ félagshyggja

Félagshyggjan hefur snúist upp í andhverfu sína. Stjórn Steingríms og Jóhönnu var stofnuđ undir ţví yfirskini ađ standa vörđ um heimilin. Hiđ ţveröfuga hefur hins vegar átt sér stađ. Ríkisstjórnin lofađi heimilunum umbótum og vernd. Hvorugt hefur skilađ sér. Greiđsluvandinn er gífurlegur en fáar lausnir líta dagsins ljós. Félagshyggja sem byggđ er á sandi leiđir til sundrungar og reiđi og snýst upp í andhverfu sína. Viđ getum ekki haldiđ áfram á ţeirri braut.

Fyrirhyggja er einskis metin.
Eldra fólkiđ fćr ekki ađ njóta sparnađar, sem er ávöxtur ćvitekna ţess, ţegar bćtur almannatrygginga eru harkalega skornar niđur á móti greiđslum úr lífeyrissjóđi. Ţeir, sem unniđ hafa fyrir sér, greitt skatta og iđgjöld í lífeyrissjóđi, standa undir kostnađi viđ ţjónustu fyrir ţá sem ekkert hafa lagt til hliđar. Međ ţessari framkomu er unga fólkinu send ţau skilabođ, ađ ţađ skipti engu máli ađ greiđa í lífeyrissjóđi né sýna fyrirhyggju. Allir sjá hvađa afleiđingar ţetta hefur í för međ sér.

Grundvöllur velferđar er verđmćtasköpun. 
Skattastefna ríkisstjórarinnar skapar ekki verđmćti. Á međan ríkisstjórninni hefur tekist ađ snúa félagshyggjunni upp í andhverfu sína hefur tćkifćrum veriđ sóađ. Grundvöllur velferđar er verđmćtasköpun. Hiđ undarlega hefur gerst á vakt núverandi ríkisstjórnar ađ henni hefur tekist ađ draga máttinn úr atvinnulífinu og efst á blađi virđist vera ađ kćfa grunnframleiđslu og koma í veg fyrir fjölgun starfa.

Stöndum vörđ um velferđina.
Okkur ber ađ sjálfsögđu ađ hjálpa ţeim sem minna mega sín og gćta ţess ađ velferđ ţeirra verđi ekki ógnađ. Ţađ gerum viđ međ ţví ađ efla atvinnulífiđ og skapa verđmćti. Međ ţví móti verđa til fleiri störf, atvinnuleysi minnkar og ríkissjóđur fćr meiri tekjur til ađ halda úti heilbrigđu velferđarkerfi. Standa ţarf vörđ um velferđina međ ţví ađ byggja hana á sterkum stođum. Sjálfstćđismenn hafa ávallt gert ţađ og munu gera ţađ áfram. Verđi andfélagshyggjan hins vegar áfram viđ völd er velferđarkerfiđ okkar í hćttu.


Međ bundiđ fyrir augu

Líklegt er ađ langtímaatvinnuleysi međal ungs fólks skjóti rótum hér á landi ef ekki tekst ađ snúa vörn í sókn. Loforđ um störf hafa veriđ svikin. Biđin eftir fleiri störfum er löng og safnast hefur upp gríđarlegur velferđarvandi. Háalvarlegt er hvernig ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ákveđiđ ađ breiđa yfir ţennan vanda.

Ađ horfast ekki í augu viđ vandann er vont
Ríkisstjórnin hefur ítrekađ haldiđ ţví fram ađ hér sé atvinnuleysi komiđ niđur fyrir sársaukamörk. Ţví er haldiđ fram ađ allt sé ađ komast í eđlilegt horf enda sýni tölur ađ atvinnulausum fćkki. Ţegar nánar er ađ gáđ er ţetta alrangt ţví ađ eftir ađ atvinnulausir hverfa af skrá Vinnumálastofnunar fara ţeir yfir á fjárhagsađstođ sveitarfélaga og eru jafn atvinnulausir eftir sem áđur. Ţetta dregur ekki úr atvinnuleysi eins og ríkisstjórnin lćtur í veđri vaka.

Ađ leyfa honum ađ magnast er verra
 Ţrátt fyrir ábendingar frá sveitarstjórnarmönnum, forystumönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga, ađilum vinnumarkađarins og fleirum hafa stjórnvöld ekki brugđist viđ vandanum. Félagsţjónusta sveitarfélaga er ekki vinnumiđlun samkvćmt lögum. Vinnumiđlun er verkefni ríkisins. Ţeim sem ţurfa á fjárhagsađstođ ađ halda hefur fjölgađ gríđarlega. Ungu fólki langmest. Bćđi ţeim sem hafa ekki lengur rétt til bóta og eins ungu fólki sem aldrei hefur átt rétt á ţeim ţví ţađ finnur ekki starf ađ loknu námi eđa hefur aldrei fengiđ tćkifćri til ađ reyna sig á vinnumarkađi. Ríkissstjórnin heldur áfram feluleiknum og bendir á ađ tölur Vinnumálastofnunar sýni og sanni ađ dregiđ hafi úr atvinnuleysi.

Ađ taka ekki nauđsynlegar ákvarđanir er verst
Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki tekiđ á ţessum vanda. Horft er framhjá honum. Ţar er gert er ráđ fyrir minni kostnađi ríkisins vegna atvinnuleysis en veriđ hefur. Hugmyndir um fjölgun starfa eru óraunhćfar. Í raun er líklegt ađ störfum fćkki vegna aukinna skatta og álagna sem enn á ađ auka. En hvers er líka hćgt ađ vćnta af ţeim sem ganga međ bundiđ fyrir augu?

 

Grein birtist í Morgunblađinu laugardaginn 9. nóvember 2012 


Uppskerubrestur í jafnréttismálum

Ein af ađaláherslumálum ríkisstjórnarinnar eru jafnréttismál. Svo mikil áhersla var lögđ á ţau ađ ástćđa ţótti ađ fćra ţau undir forsćtisráđuneytiđ svo vel skyldi nú gera. Ríkisstjórnin sem telur sig krossbera jafnréttis hefur keppst viđ ađ úttala sig um afrek sín. Stađreyndin er sú ađ ţađ er algjör uppskerubrestur.

Norrćna velferđarstjórnin hefur haft neikvćđ áhrif á laun kvenna
Kynbundinn launamunur hefur vaxiđ í tíđ ríkisstjórnarinnar. Hann hafđi áđur minnkađ frá árinu 2000 en hefur nú aukist á ný og mest innan stjórnsýslunnar. Fram hefur komiđ ađ opinberir starfsmenn eru langţreyttir á ađgerđarleysi stjórnvalda og vilja ađgerđir en ekki fleiri fundi.

 

Ríkisstjórnin hefur ekki getađ framfylgt sínum eigin jafnréttislögum
Samţykkt voru jafnréttislög. Ţví miđur hafa tveir ráđherrar núverandi ríkisstjórnar gerst sekir um ađ hafa brotiđ ţessi lög. Í ályktun Femínistafélags Íslands sagđi međal annars »Úrskurđurinn hlýtur ađ teljast áfall fyrir ríkisstjórn sem hefur talađ djarflega og af metnađi í jafnréttismálum.

 

Jafnrétti í fćđingarorlofi í stórhćttu
Sjálfstćđisflokkurinn leiddi í gegn gífurlega miklar jafnréttisumbćtur, og jafnvel ţćr mestu sem orđiđ hafa hérlendis á síđustu áratugum međ fćđingarorlofslögunum sem samţykkt voru 2000. Lögin voru sett á til ađ koma til móts viđ breytt viđhorf til hlutverka og verkaskiptingar kvenna og karla. Markmiđ var ađ konur geti tekiđ jafnan ţátt í launavinnu sem og öđrum störfum utan heimilis til jafns viđ karla og forsenda ţess er ađ foreldrar skipti međ sér umönnun barna sinna. Megintilgangur var einnig ađ fćra feđrum rétt á meiri samvistum viđ börn sín. Í tíđ núverandi ríkisstjórnar hefur fćđingarorlofiđ veriđ skert fjórum sinnum. Körlum sem taka fćđingarorlof fćkkar. Forgangsröđun ţessa verkefnis er ekki meiri en svo.

 

Sjálfstćđisflokkurinn mun sinna jafnréttismálum komist hann ađ til ţess. Hins vegar mun hann ekki nota ţau sem skrautfjađrir eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert.


Aukinn kraft í nýsköpun

Drifkraftur nýsköpunar á sér frekar stađ hjá einkaađilum en hinu opinbera. Hins vegar ćtti nýsköpun ađ eiga jafn vel heima í opinberum rekstri. Hugtakiđ nýsköpun vísar til breytinga. Hćgt er ađ tala um nýsköpun ţegar verulegar breytingar verđa á afurđum, ađferđum eđa skipulagi. Markmiđin međ nýsköpun geta veriđ ólík. Ţau geta fjallađ um nýjungar og viđbćtur en eins sparnađ í rekstri og skilvirkni í ţjónustu.

Nýsköpun er háđ ţví ađ stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til ađ prófa nýjar hugmyndir og leiđir. Starfsumhverfiđ, viđhorf og menning innan fyrirtćkjanna geta ţar skipt sköpum. Nauđsynlegt er ađ rekstrarumhverfi opinberra stofnana gefi rými til nýsköpunar.

Ekki er nćgilegt rými fyrir nýsköpun innan opinberrar ţjónustu. Ţetta á sérstaklega viđ um velferđar- og menntageirann. Hugsjónafólk sem vill gera tilraunir til ađ reka öđruvísi ţjónustu fer gjarnan út í einkarekstur enda hentar ríkisramminn illa eđa alls ekki. Gott dćmi er Hjallastefnan. Ţar hefur hugsjónafólk haldiđ út fyrir rammann til ađ reka ţjónustu á annan hátt en hefđbundiđ er. Mörg dćmi eru um ađ einkaađilar, sjálfseignarstofnanir eđa samtök taki ađ sér ađ sjá um ţjónustu á hendi ríkisins.

Nefna má Sóltún sem Öldungur hf. rekur og sinnir ţjónustu viđ aldrađa, en ţar hefur mikiđ frumkvöđlastarf veriđ unniđ viđ ađ innleiđa nýja nálgun í ţjónustu. Heilbrigđisţjónustan í Salahverfi í Kópavogi hefur einnig veriđ rekin af einkaađila í nokkur ár međ sóma og fyrirtćkiđ Karitas sinnir sérhćfđri heimaţjónustu fyrir langveika međ ţví markmiđi ađ efla slíka ţjónustu og styrkja.

Ákveđin stífni hefur einkennt viđbrögđ viđ ţessari ţróun. Nú er hins vegar ekki hćgt ađ horfa fram hjá ţví ađ bćđi notendur og stjórnendur kalla á breytingar. Hagsmunasamtök fatlađra eru á einu máli um ađ efla beri vald notenda. Notendur eigi ađ stjórna hvernig ţjónusta er veitt í stađ ţess ađ opinberir starfsmenn hafi ţau völd í hendi sér. Aldrađir hafa látiđ í sér heyra og telja á sér brotiđ af ţví ađ ţeir hafa ekki tćkifćri til ađ velja sjálfir um ţađ hvernig, hvenćr og hver veitir ţeim ţjónustu. Athyglisvert var einnig ađ sjá í fréttum um daginn ađ heimilislćknar telja ađ starfsumhverfiđ hér á landi sé ekki nógu ađlađandi, of stíft og henti ţeim illa. Ţeir komi flestir frá Norđurlöndunum, ţar sem ţeir hafi mun meiri tćkifćri til ađ hafa áhrif á eigiđ starfsumhverfi. Ţví sé hćtta á flótta úr greininni. Allt í kringum okkur spretta upp vísbendingar um ađ ţađ kerfi sem viđ nú rekum verđi ađ taka meiri breytingum.

Aukinn sveigjanleiki í opinberum rekstri er nauđsynlegur og ađkallandi. Vald ţarf ađ fćrast til stjórnenda og notenda og stífir rammar ţurfa ađ heyra sögunni til. Höldum nýsköpuninni ekki í skefjum. Gefum henni aukinn kraft.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband