Áslaug Friðriksdóttir

Áslaug Friðriksdóttir

Áslaug útskrifaðist með MSc gráðu í vinnusálfræði frá The University of Hertfordshire, Englandi árið 1995. Hún er einnig með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands síðan 1992. Einn hluti vinnusálfræðinnar eru samskipti manns og tölvu. Áslaug er ein af stofnendum SJÁ ehf.


Fyrir tíma Sjá starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Íslensku vefstofunni og tók þar þátt í þróun og smíði margra frumgerða íslenskra vefja. Á árunum 1996 - 2000 starfaði hún sem sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu og sá þar um upplýsingaöflun og úrvinnslu tölulegra gagna, ásamt því að vinna að málefnum fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga. Áslaug hefur mikla reynslu af verkefnastjórn, stefnumótun, notendaprófunum og úttektum á vefjum og kerfum.


Frá því 2006 hefur Áslaug verið varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verið formaður Hvatar félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Hún situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins síðan á landsfundi 2007.


Á árabilinu 2004 - 2007 var Áslaug í stjórn Foreldra - og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og fór með formennsku árin 2005-6 og 2006-7. 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Áslaug María Friðriksdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband