Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

Úttekt á söluferli OR

Eftirfarandi tilkynningu var send frá Sjálfstćđisflokknum í Reykjavík vegna ţess ótrúlega sem átti sér stađ ţegar eignir OR voru seldar í laumi. Tilkynningin var send á fjölmiđla í gćr ađ borgarráđsfundi loknum. 

"Borgarfulltrúar Sjálfstćđisflokksins og Vinstri grćnna óskuđu eftir ţví  á borgarráđsfundi sem var ađ ljúka ađ innri endurskođandi Reykjavíkurborgar og borgarlögmađur fari yfir söluferli vegna eignarhluta í Enex Kína og Envent Holding.  Óskađ er eftir úttektinni ţar sem stađfest hefur veriđ ađ OR seldi eignarhluti í ţessum félögum án auglýsingar og eđlilegra upplýsinga til stjórnarmanna í Orkuveitunni.  

Beiđni borgarfulltrúa Sjálfstćđisflokksins og Vinstri grćnna í heild sinni:

Beiđni um úttekt á vinnubrögđum OR vegna sölu opinberra eigna
 

    Stađfest hefur veriđ ađ OR seldi eignarhlut REI í tveimur félögum (Enex Kína og Envent Holding) án auglýsingar og eđlilegrar upplýsingar til stjórnarmanna í OR og kjörinna fulltrúa.   Ţar sem stjórnendur fyrirtćkis og fulltrúar meirihlutans hafa svarađ fyrir ţessa ađgerđ međ ţeim hćtti ađ ţetta standist alla skođun, samţykktir og reglur, óska borgarráđsfulltrúar Sjálfstćđisflokks og Vinstri [grćn] eftir sérstakri úttekt á sölunni.
     
    Í ţeirri úttekt er óskađ eftir ţví ađ innri endurskođandi skođi ferliđ međ hliđsjón af samţykktri skýrslu stýrihóps um málefni OR og REI; ítrekuđum ábendingum umbođsmanns Alţingis; stjórnsýsluúttekt innri endurskođandi frá september 2008; bókunum og samţykktum eigenda og stjórnar OR um međferđ slíkra ákvarđana; og sérstökum verklagslegum stjórnar OR frá nóvember 2010.  Einnig er óskađ eftir ţví ađ skođađ verđi hvort ćtla megi ađ slíkt ferli án opinberrar auglýsingar hafi skilađ fyrirtćkinu fullnćgjandi verđi fyrir umrćddar eignir.  Mikilvćgt er einnig ađ fram komi hvort ţađ sé ásćttanlegt ađ sömu starfsmenn OR fari fyrir ţví ađ réttlćta og rökstyđja ákvörđunina og tóku hana og framkvćmdu sem stjórnarmenn í dótturfélagi OR.   Ađ auki fylgi úttektinni álit borgarlögmanns á lagalegri stöđu málsins og ţeim skýringum forsvarsmanna OR ađ ekki hefđi veriđ  hćgt ađ vinna máliđ međ öđrum hćtti."


Ótrúlegt - Eignir Orkuveitunnar Enex og Envent Holding seldar í laumi

Grafalvarlegar athugasemdir frá borgarfulltrúum Sjálfstćđisflokksins og borgarfulltrúum Vinstri grćnna viđ ţađ ađ eignir Orkuveitunnar hafi veriđ seldar nánast í laumi komu fram í umrćđum í borgarstjórn rétti í ţessu. Ţetta er ótrúlegt miđađ viđ sögu OR og REI.  Ljóst er ađ meirihlutinn hefur algjörlega hundsađ athugasemdir sem Umbođsmađur Alţingis gerđi um verklag viđ sölu eigna ásamt ţví ađ fara gegn eigin samţykktum í kjölfar ţeirra athugasemda.  

 Algjörlega ljóst er ađ eignir Orkuveitunnar voru seldar án ţess ađ fariđ vćri eftir samţykktum né verklagsreglum.Eftirfarandi er fréttatilkynning borgarfulltrúa Sjálfstćđismanna:


Málefni Orkuveitu Reykjavíkur voru rćdd á borgarstjórnarfundi í dag.  Tilefni umrćđunnar eru upplýsingar um ađ OR hafa selt eignarhluta sinn í Enex Kína og Envent Holding án auglýsingar.   

Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstćđisflokksins í borgarstjórn sagđi máliđ grafalvarlegt og bćri ţess merki ađ hvorki Orkuveitan né meirihlutinn í Reykjavík, hefđi skilning á mikilvćgi ţess ađ fyrirtćkiđ starfi í samrćmi viđ góđa stjórnsýslu og skyldur sínar sem fyrirtćki í almannaeigu.   Hún minnti á ítrekađar samţykktir borgarráđs, borgarstjórnar og stjórnar OR um önnur vinnubrögđ.  Hún minnti borgarstjórn einnig á ábendingar og athugasemdir umbođsmanns Alţingis, ţar sem áform um sölu opinberra eigna án auglýsingar voru átalin og fylgt var eftir međ einróma samţykkt borgarstjórnar um ađ slíkir starfshćttir vćru óásćttanlegir.

    ,,Ţađ sem nú hefur veriđ opinberađ um ţessa sölu er klárlega í algjöru ósamrćmi viđ ţetta allt.  Ţađ er auđvitađ međ hreinum ólíkindum, eftir allt sem á undan er gengiđ í málefnum ţessa fyrirtćkis, ađ ţađ skuli nú selja opinberar eigur almennings án auglýsingar. Ekki ađeins er ţađ í ósamrćmi viđ ţađ jafnrćđi sem verđur ađ gilda viđ sölu opinberra eigna, svo allir áhugasamir geti gert tilbođ, heldur hlýtur ţađ ađ vera í algjörri andstöđu viđ hagsmuni fyrirtćkisins um ađ hámarka söluvirđi eigna fyrirtćkisins. ´´  


Hanna Birna vakti einnig athygli á ţví ađ máliđ hefđi ekki veriđ formlega samţykkt af stjórn OR, undrađist ađ hvorki borgarstjóri né meirihlutinn hefđi tekiđ á ţví međ nokkrum hćtti síđan ţađ varđ opinbert og krafđi borgarstjóra um skýr svör.  ,,Á sínum tíma sakađi Dagur B. Eggertsson stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur um ađ ţađ sem hann kallađi ,,brunaútsölu í bakherbergjum" ţegar til stóđ ađ selja eignir án opinberrar auglýsingar.   Núverandi meirihluti verđur ađ svara ţví hvort síkt er á ferđinni nú.  Ţađ er alfariđ á ábyrgđ borgarstjóra og núverandi meirihluta ađ fylgja eftir samţykktum og verklagsreglum.  Í ţessu tilfelli var ţađ ekki gert, sem krefst nákvćmrar skođunar, skýrra svara og ábyrgđar. "


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband