Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Flóknara og dýrara kerfi

Seint í gćrkvöldi var fjárhagsáćtlun Reykjavíkur fyrir áriđ 2014 samţykkt. Hér er bókun okkar sem fylgdi í kjölfariđ. 

Of mikil skattheimta, skuldasöfnun og útţensla kerfisins á kostnađ almennings er ţađ sem stendur upp úr ţegar litiđ er yfir verk meirihluta Besta flokks og Samfylkingar á kjörtímabilinu. Enda ţótt meirihlutinn hafi ekki taliđ sig eiga annarra kosta völ en ađ draga gjaldskrárhćkkanir til baka er fjárhagsáćtlun 2014 engin undantekning. Eitt fyrsta verk vinstri meirihlutans var ađ leggja hámarksútsvar á Reykvíkinga og hćkka ýmsar ađrar álögur. Sú skattahćkkun er nú fest enn frekar í sessi.

Sífellt vaxandi kostnađur sýnir ađ ađhald og ráđdeild skortir í rekstri Reykjavíkurborgar. Fjórar viđamiklar breytingar hafa veriđ gerđar á stjórnskipulagi borgarinnar frá árinu 2010, sem hafa leitt til flóknara og dýrara kerfis.

Á síđasta kjörtímabili var borgarsjóđur rekinn međ rekstrarafgangi ţrátt fyrir mikla erfiđleika í efnahagslífi ţjóđarinnar á síđari helmingi ţess. Frá  ţví núverandi meirihluti tók viđ völdum í borgarstjórn, hefur borgarsjóđur hins vegar veriđ rekinn međ halla.

Ţađ er áhyggjuefni fyrir alla borgarbúa ađ frá árinu 2010 hafa hreinar skuldir borgarsjóđs tvöfaldast. Ađ međaltali er skuldaaukning hreinna skulda 6,5 milljarđar á ári, eđa 750 ţúsund krónur á hverja klukkustund frá ţví ađ Samfylking og Besti flokkur mynduđu meirihluta í borgarstjórn.  Skuldir hafa aukist um meira en 26 milljarđa eđa 115% og enn hyggst meirihlutinn halda áfram á braut skuldasöfnunar. Samkvćmt fjárhagsáćtlun 2014 mun borgin auka enn frekar skuldir sínar og skuldbindingar á nćsta ári.

Núverandi meirihluti hefur lagt mikla áherslu á ađ sćkja stöđugt meira fé til borgarbúa og ganga á ráđstöfunartekjur ţeirra, fremur en ađ líta sér nćr og hagrćđa í kerfinu. Ţessar miklu hćkkanir á kjörtímabilinu hafa kostađ međalfjölskyldu í Reykjavík 403 ţúsund krónur á ári.

Ţađ frumvarp ađ fjárhagsáćtlun, sem meirihlutinn lagđi fram í lok október, byggđist á gjaldskrárhćkkunum er áttu sér ekki hliđstćđu međal annarra sveitarfélaga. Talsmenn launafólks bentu á ađ gjaldskrárhćkkanirnar hefđu bitnađ harđast á barnafjölskyldum, öryrkjum og einstćđum foreldrum. Borgarfulltrúar Sjálfstćđisflokksins gagnrýndu gjaldskrárhćkkanirnar og viđbrögđ í samfélaginu viđ málflutningi ţeirra voru mjög sterk. Í framhaldi af ţessu hefur meirihluti borgarstjórnar dregiđ gjaldskrárhćkkanir til baka. Í stađ ţess ađ bregđast viđ međ ţví ađ hagrćđa í kerfinu vegna minni tekna, eru framlög til málaflokka aukin og afleiđingunum fleytt inn í framtíđina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband