Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Eru ljón á veginum? Reynslusögur frumkvöđla

Hlutur kvenna í nýsköpun og frumkvöđlastarfi er mun minni en karla, ţetta er merkilegt og ekki get ég ímyndađ mér ađ hugmyndir eđa sköpunarkraftur kvenna sé nokkuđ lakari en gengur og gerist međal karla. En hvađa ljón eru á veginum? Athyglisvert er ađ fá innsýn inn í sögu ţeirra kvenna sem fetađ hafa braut einkaframtaksins og fylgt sýnum hugmyndum og sýn. Hvađan kom krafturinn til ađ fylgja sýninni, hverjir eru kostir ţess ađ starfa í ţessum fyrirtćkjum miđađ viđ ţađ ađ starfa t.d. hjá ríki eđa bć ađ sambćrilegum störfum.  Endilega komiđ og heyriđ ţessar sögur. 

Hádegisverđarfundur Hvatar, laugardaginn, 24. maí kl. 12:00 – 14:00 í Víkingasal Hótel Loftleiđa – allir velkomnir. Ađgangseyrir 2000,- hádegisverđur innifalinn. Skráning í síma 5151700 eđa í netföngin aslaug@sja.is eđa xd@xd.is - Allir velkomnir.


Dagskrá
12:15 Setning – Áslaug Friđriksdóttir, formađur Hvatar
12:20 Ávarp – Guđfinna S. Bjarnadóttir
12:30 Reynslusaga - Valgerđur Hjartardóttir - Karitas
12:45 Reynslusaga – Unnur Stefánsdóttir, leikskólar heilsustefnunnar
13:00 Reynslusaga – Halla Margrét Jóhannesdóttir og 
                              Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkonur
13:15 Reynslusaga – Rúna Magnúsdóttir – Tengjumst
13:30 Látum verkin tala, Ţóranna Jónsdóttir, Auđi Capital 
13:45 Umrćđur
14:00 Fundi slitiđ


Fundarstjóri verđur Hafdís Jónsdóttir í World Class.

Á međan á fundi stendur verđur borinn fram hádegisverđur:  Sítrusmarineruđ kjúklinga- og grćnmetisspjót međ kryddsalati, ítölsk ostakaka og kaffi. Ađgangseyrir er kr. 2.000,- og er maturinn innifalinn í verđinu.

Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynniđ komu í síma 515 1700  eđa sendiđ tilkynningu um ţátttöku á netfangiđ aslaug@sja.is eđa á xd@xd.is.


Árangur í áföngum - ný tćkifćri í rafrćnni stjórnsýslu

Langar ađ vekja athygli ţessum fundi. Miđvikudaginn 14. maí nk standa sprotafyrirtćkin Sjá og Marimo fyrir hádegisverđarfundi um tćkifćri í rafrćnni stjórnsýslu á Grand Hótel, fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 14:00.

Ljóst er ađ hiđ opinbera ţarf ađ bćta vefţjónustu og vefsamskipti viđ íbúa
landsins verulega ef ná skal markmiđum ríkisstjórnarinnar um Netríkiđ
Ísland, sem nýlega voru kynnt. Einnig er Ísland ađ koma illa út úr
alţjóđlegum samanburđi. Á fundinum verđur fariđ yfir vefútfćrslur sem falla
undir hugtökin rafrćn stjórnsýsla, rafrćn ţjónusta og rafrćnt lýđrćđi.

Fjallađ verđur um ađgengi ađ opinberum upplýsingum og hvađa tćkifćri eru
falin í ađ auđvelda og opna ađkomu einkaađila ađ ţeim. Fariđ verđur yfir
hvernig má nota opinn hugbúnađ eđa vera hluti af slíkri ţróun og hvort til
eru hagkvćmar leiđir til ađ ná miklum árangri á skömmum tíma. 
 
Verđ: 7.900.- kr - Skráning hefst kl. 11:45

 Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:    
 
Ávarp - Guđfinna S. Bjarnadóttir, alţingismađur

 Hvađ gera ţeir bestu í rafrćnni stjórnsýslu?  
- Áslaug Friđriksdóttir, framkvćmdastjóri  Sjá ehf.
 
Opiđ flćđi upplýsinga međ ţjónustumiđađri högun 
- Ari V. Jóhannesson, framkvćmdastjóri Marimo ehf.
 
Gögn og gaman: Opinn ađgangur ađ opinberum gögnum 
- Hjálmar Gíslason,  tćknistjóri Já
 
Útfćrsla á vef Veđurstofunnar, hvernig býr mađur til verđlaunavef? 
- Helgi Borg, verkefnastjóri hjá Veđurstofu Íslands   
 
 Raunnotkun ríkisgagna
- Hugi Ţórđarson, verkefnastjóri hugbúnađarţróunar hjá Umferđarstofu

Fundarstjóri er Helgi Pétursson, 
vef- og útgáfumál - almannatengsl OR 
 
Fundi slitiđ kl. 14:00.


Skráning fer fram á vef Sjá - www.sja.is
<http://www.sja.is/rafraen_stjornsysla> /rafraen_stjornsysla  eđa í gegnum netfangiđ sja@sja.is 

 
 


Fjöldi heimsókna á vef - hvađ er ţađ?

Ég lendi oft í samtölum um hvernig eigi ađ meta gćđi vefja. Langflestir myndu hér nefna ađ best vćri ađ horfa til ţess hversu margir komi inn á vefinn sem er í fćstum tilfellum rétt.

Auđvitađ vilja flestir auglýsendur koma auglýsingunum sínum fyrir á fjölförnum stöđum. Fjöldi heimsókna segir hins vegar lítiđ um hverjir ţađ eru í raun og veru sem heimsćkja vefina, mikilvćgt er ađ gera sér grein fyrir ţví ađ stór hluti heimsókna er oft leitarvélaheimsóknir. En leitarvélarnar fara í gegnum vefina reglulega og nóg er til af ţeim.

Ţá taka vćnan skerf ţeir sem álpast inn á síđuna án ţess ađ hafa nokkurn áhuga á ađ skođa ţađ sem ţar er og velja ađ fara beinustu leiđ út aftur (mćlt međ hugtakinu bounce rate). Ţetta er oftast ekki sá hópur sem eigendur vefjanna eru í raun og veru ađ reyna ađ ná í og ţví er óskiljanlegt ađ svo margir vilji koma heimsóknartölum sínum upp úr öllu valdi án ţess ađ kafa ađeins dýpra í hegđun notendanna eđa í markmiđ eigin vefja.

Ţađ sem skiptir öllu máli er ađ vefurinn sé ađ skila eigendum sínum ţví sem ţeir vilja fá, markmiđin ţurfa ađ liggja fyrir. Markmiđ međ vef geta veriđ mjög misjöfn, gćđi vefjarins felast í ţví hversu vel hann uppfyllir markmiđin.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband