Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

Skattar og gjöld hćkka langt umfram ţörf

Til fjölmiđla
Frá borgarstjórnarflokki Sjálfstćđisflokksins

Taprekstur í borginni annađ áriđ í röđ
- ţrátt fyrir skatta- og gjaldskrárhćkkanir meirihlutans

 

Ţetta er annađ áriđ sem meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar hefur haft tćkifćri til ţess ađ setja alfariđ mark sitt á borgarreksturinn.  Og annađ áriđ í röđ er taprekstur í borginni sem gefur til kynna ađ ađhald í rekstri borgarinnar sé ábótavant.

 

Samanlögđ rekstrarniđurstađa áranna 2011 og 2012 í A- hluta ársreikningsins er neikvćđ um 2,8 milljarđa króna. En samanlögđ rekstrarniđurstađa tveggja ára ţar á undan ţegar fyrrverandi meirihluti var viđ stjórn var jákvćđ um 4,7 milljarđa króna.  Á tímabili núverandi meirihluta hefur ađhaldiđ veriđ ófullnćgjandi og kerfiđ vaxiđ á kostnađ borgarbúa međ skatta- og gjaldskrárhćkkunum. Auk ţess hćkka skuldir borgarsjóđs um 2,8 milljarđa.
 
Lítiđ sem ekkert hefur veriđ hagrćtt í kerfinu, ţvert á móti eykst kostnađur og ekkert hefur bólađ á ţví átaki í hagrćđingu sem meirihlutinn stefndi ađ viđ upphaf kjörtímabilsins. Hinsvegar hefur meirihlutinn hćkkađ skatta og gjöld langt umfram ţörf en skattheimta var 2,1 milljarđi hćrri áriđ 2012 en upphaflega fjarhagsáćtlun gerđi ráđ fyrir. 

 

Auknar álögur kosta fjölskyldu 800 ţúsund á kjörtímabilinu

 

Fulltrúar Sjálfstćđisflokksins hafa tekiđ saman dćmi um 5 manna fjölskyldu međ međallaun sem á litla íbúđ og ţarf ađ greiđa skatta og gjöld í Reykjavík. Ţessi fjölskylda mun í lok ársins hafa greitt 800 ţúsund krónur umfram ţađ sem hún hefđi gert án hćkkana núverandi meirihluta frá árinu 2010.   Ţess má geta ađ á árunum 2010 – 2013 hefur vísitala neysluverđs hćkkađ um 13% en hćkkanir á ţjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Skattar og gjöld borgarinnar hafa ţví á ţessu sama tímabili hćkkađ um 7% umfram vísitölu.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrú Sjálfstćđisflokksins gagnrýndi stefnu meirihlutans í rekstri borgarinnar á borgarstjórnarfundi í dag:

 

„Ţađ er auđvelt ađ stjórna međ ţví ađ taka stöđugt fé af fjölskyldum og fyrirtćkjum í borginni. Mun skynsamlegra, sanngjarnara og farsćlla hefđi veriđ ađ nýta ţađ svigrúm sem til ađ hagrćđa í kerfinu og auđvelda almenningi ađ takast á viđ erfiđa tíma.  Ţannig á borgarstjórn Reykjavíkur ekki ađ nýta óvćntar skatttekjur upp á 2,1 milljarđ til ađ ţenja út eigiđ kerfi heldur til ađ lćkka álögur á heimilin í borginni.”

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband