26.4.2009 | 22:37
Sjálfstæðismenn og konur
Það eru góðar fréttir að nú sé nær jafnt fylgi kvenna og karla á þingi. Við sjálfstæðismenn höfum ekki nýtt kynjakvóta eða aðrar slíkar leiðir til jákvæðrar mismununar og berjumst enn við að jafna hlut kvenna án þess og maður veltir fyrir sér hversu lengi sá bardagi muni standa. Konur leita síður eftir efstu sætum á listum í prófkjörunum, margar nefna að prófkjörin henti þeim ekki. Þetta veldur því að þær komast síður að og ekki vann lítill undirbúningstími með okkur í þetta sinn.
Hið gleðilega eru dæmin þar sem þetta er ekki svo t.d. nú í suður kjördæmi og í Kraganum þar sem konur náðu góðum árangri.
Þetta er hins vegar ekki nógu gott, 3 kvenmannslaus kjördæmi:
Reykjavík norður - engin kona - tveir karlar
Reykjavík Suður - 1 kona - 2 karlar
Suðvest - 2 konur - 2 karlar
Norðvest - engin kona - 2 karlar
Norðaust engin kona - 2 karlar
Suður - 2 konur - 1 karl
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2009 | 23:26
Samfylking og Vinstri græn enda á að fara leið Sjálfstæðisflokksins
Það er ótrúlegt að ríkisstjórnarflokkarnir geti ekki gefið kjósendum skýrari svör. Meira að segja gekk Jóhanna svo langt að tala um vinstri flokkana en ekki bara sinn eiginn flokk í lokaorðum sínum á RÚV í kvöld eins og hún væri farin að leiða báða flokkana!
Vinstri græn vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um, ef Samfylking nær að hafa sitt í gegn væri það hrein svik við kjósendur vg.
Á endanum verður leið Sjálfstæðisflokks farin - þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn og svo aftur um samninginn sjálfan.
Það er með ólíkindum hvað Samfylkingin hefur getað falið sig á bak við Evrópumálin í þessari kosningabaráttu og nánast komið sér hjá því að leggja fram aðgerðir til uppbyggingar. Kaupin með Evrópusamningnum skila okkur engu á meðan heimsbyggðin er undirlögð af kreppunni.
Ekkert samkomulag um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2009 | 00:11
Snör og heiðarleg viðbrögð
Skilað til lögaðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
7.4.2009 | 18:21
Uppbygging og endurgerð sögufrægra húsa í Reykjavík
Í dag samþykkti borgarstjórn tillögu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um sérstakt átaksverkefni til að endurgera og byggja upp sögufræg eldri hús og mannvirki í Reykjavík.
Þetta finnst mér frábært og jákvætt verkefni. Verkefnið byggir á Halland-verkefninu sem ættað er frá Svíþjóð og miðar að því meginmarkmiði að treysta menningarauð borgarinnar. Með verkefninu geta skapast störf, samhliða því að hægt er að auka á menntun og reynslu fagstétta á borð við arkitekta, verkfræðinga og iðnaðarmenn við endurgerð gamalla íslenskra mannvirkja.
Meira um málið:
"Óskar Bergsson, formaður borgarráðs segir átak við endurgerð gamalla húsa styðja við áætlanir Reykjavíkurborgar um að hefja mannaflsfrekar framkvæmdir, til að sporna við frekari þróun atvinnuleysis. Í hópi þeirra 12.000 einstaklinga sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu er fjöldi iðnaðarmanna, arkitekta, verkfræðinga og annarra er hafa starfað í byggingariðnaði á Íslandi. Varðveisla gamalla húsa og/eða mannvirkja skapar möguleika á störfum fyrir þessar starfsstéttir, auk þess sem varðveislan hefur menningarsögulegt gildi og mun án efa auka aðdráttarafl borgarinnar sem ferðamannaborgar enn frekar.
Reykjavíkurborg hefur þegar aflað verðmætra upplýsinga um gömul hús og varðveislugildi þeirra með þeim fjölmörgu húsakönnunum sem framkvæmdar hafa verið í grónum hverfum á undanförnum árum. Reykjavíkurborg mun leita samstarfs við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins um verkefnið og skipa stýrihóp í apríl sem mun útfæra aðgerðaráætlun vegna verkefnisins. Stýrihópurinn verði meðal annars skipaður fulltrúum frá Reykjavíkurborg, Vinnumálastofnun, Samtökum iðnaðarins og Meistarasambandi byggingarmanna.
Reykjavíkurborg mun líta til reynslu annarra, sérstaklega til Halland verkefnisins sem er af sænskum uppruna en hefur verið útfært í Litháen, Póllandi og Rússlandi og er í þróun á Ítalíu um þessar mundir, meðal annars í samstarfi við háskólann í Feneyjum. "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2009 | 22:30
Stjórnarskráin - málþóf eða lýðræði?
Tek undir með Emil Erni Kristjánssyni sem dregur fram nokkur orð sem voru látin falla síðast þegar ræddar vou breytingar á stjórnarskránni, vorið 2007:
Össur Skarphéðinsson: Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og það er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál.
Kolbrún Halldórsdóttir: Eins og ég sagði finnst mér þetta vera óðagot og mér þykir það mjög miður því að hér er verið að fjalla um afar víðtækt og mikilvægt mál sem ég held að þjóðin verðskuldi að fái betri umfjöllun um en hér virðist eiga að fást.
Ögmundur Jónasson: Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa.
Nú vilja þessir hinir sömu afgreiða áhyggjur sjálfstæðismanna sem málþóf!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2009 | 21:49
Illugi hefur gert hreint fyrir sínum dyrum
Stoðabréfin úr Sjóði 9 að mestu töpuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2009 | 15:00
Nýjar leiðir Hönnu Birnu í gerð fjárhagsáætlunar
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lagði fram endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 í dag. Það sem einkennir endurskoðunina er að farnar eru alveg nýjar leiðir í hagræðinugnni. Ljóst er að Hanna Birna og Óskar Bergsson hafa leitt þetta starf afar farsællega og náð víðfeðmu samráði, samstarfi og einhug meðal borgarfulltrúa og starfsmanna en á þriðja þúsund starfsmenn tóku þátt í þessari vinnu.
Fram kemur að síðan í janúar þegar fyrir lá að mæta mikilli hagræðingu ákvað fólk að vinna saman. Starfsfólk Reykjavíkurborgar ásamt borgarfulltrúum fóru á hugmyndafundi þvert á svið og deildir og fjöldi manns eða allt að 1500 hugmyndir komu frá starfsfólki um hagræðingu í rekstri borgarinnar. Út úr þessu skila sér 300 umbótaverkefni sem miðað að því að loka fjárhagsáætlun hallalausri.
Einmitt í þessu er Dagur B. Eggertsson í ræðustóli að í fyrsta lagi að reyna að gera hugmyndina að sinni (margur telur mig sig), í öðru lagi að allt sé ómögulegt þar sem svo mikil óvissa ríki að líklegt sé að tekjur séu ofmetnar og útgjöld vanmetin, og í þriðja lagi að mjög líklegt sé að tillögurnar séu alls ekki tillögur starfsmanna fyrst hann veit ekki nákvæmlega hvaða tillaga er hvað. Mér finnst að Dagur eigi frekar að fagna þessu heldur en að vera að rífa niður svo gott starf með ekki betri röksemdarfærslum. Svo er alveg með ólíkindum hvað hann getur verið lengi að tala um örfá atriði, held að hann rugli hlustendur bara í ríminu með þessum seinagangi.
Þeir sem hafa áhuga á borgarmálum geta hlustað á fundina í gegnum vef Reykjavíkurborgar og þar er hlekkur sem smellt er á til að hlusta á útsendingu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2009 | 14:39
Ný kynslóð tekur við - sterk forysta í stafni
Nýr formaður Bjarni Benediktsson hlaut sigur úr býtum í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðismanna í gær. Ný kynslóð hefur þá tekið við forystunni. Bjarni er ferskur og sterkur formaður sem er vel í stakk búinn að taka á þeim málum sem framundan eru. Ég óska Bjarna Benediktssyni innilega til hamingju með formannskjörið og tel að hann muni leiða flokkinn vel í gegnum þær hremmingar sem þjóðin glímir við.
Kristján Þór Júlíusson sem einnig bauð sig fram kemur sterkur út úr baráttunni, hann hafi um 40% fylgi sem ekki er hægt að segja annað um en að styrki stöðu hans verulega. Fyrir utan það að landsfundurinn hefði ekki verið nærri eins spennandi og góður ef hann hefði ekki kosið að taka þennan slag.
Þorgerður Katrín fékk afgerandi stuðning í varaformannssætið eða 80% sem sýnir að fólk sér þann leiðtoga sem í henni býr, sér að það er ósanngjarnt að hafna henni í forystu vegna tengsla við Kaupþing enda rakti hún málin skýrt og hreinskilningslega á landsfundinum og ekki nokkur fótur fyrir þeim sögum.
Þá var kosið í miðstjórn flokksins, þar voru kjörnar 6 konur og 5 karlar eða mjög jöfn og góð niðurstaða sem sýni að flokksmenn eru jafnréttissinnaðir án þess að beita þurfi sérstökum stýritækjum eins og kynjakvóta.
Þá fannst mér afgerandi skýrt hvernig öll forystan talar af miklum skilningi um jafnréttismál og telja þau afar mikilvæg og það hefur ekki verið eins afdráttarlaus skoðun forystunnar fyrr. Við konur fögnum þessu að sjálfsögðu sérstaklega!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 17:10
Fráleitt hjá forsætisráðherra
Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.3.2009 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
23.2.2009 | 11:47
Verktakar og ríkið - hvað er málið?
Sumir stjórnmálamenn eru fastir í þeirri gömlu lummu að telja verktaka til hins illa. Verktaka séu hluti af spillingunni sem felst í því að velja vini sína til verka. Verktakar eru einfaldlega einkaaðilar sem taka að sér verkefni. Þessu fylgir sveigjanleiki fyrir hið opinbera og gerir markaðinn fjölbreyttari og faglegri. Við sem þjóð fáum mun meira út úr því að stuðla að fagþekkingu hjá ákveðnum hópum og ráða slíka hópa til verka frekar en að hið opinbera ráði starfsmenn í hlutina. Nú er lag að koma verkefnum hins opinbera í auknum mæli fyrir hjá verktökum en stækka ekki umfang ríkisins. Í slíkum vinnubrögðum getur falist mikill hvati fyrir raunverulega nýsköpun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)