Nýjar leiðir Hönnu Birnu í gerð fjárhagsáætlunar

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lagði fram endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 í dag.  Það sem einkennir endurskoðunina er að farnar eru alveg nýjar leiðir í hagræðinugnni. Ljóst er að Hanna Birna og Óskar Bergsson hafa leitt þetta starf afar farsællega og náð víðfeðmu samráði, samstarfi og einhug meðal borgarfulltrúa og starfsmanna en á þriðja þúsund starfsmenn tóku þátt í þessari vinnu.

Fram kemur að síðan í janúar þegar fyrir lá að mæta mikilli hagræðingu ákvað fólk að vinna saman. Starfsfólk Reykjavíkurborgar ásamt borgarfulltrúum fóru á hugmyndafundi þvert á svið og deildir og fjöldi manns eða allt að 1500 hugmyndir komu frá starfsfólki um hagræðingu í rekstri borgarinnar. Út úr þessu skila sér 300 umbótaverkefni sem miðað að því að loka fjárhagsáætlun hallalausri.

Einmitt í þessu er Dagur B. Eggertsson í ræðustóli að í fyrsta lagi að reyna að gera hugmyndina að sinni (margur telur mig sig), í öðru lagi að allt sé ómögulegt þar sem svo mikil óvissa ríki að líklegt sé að tekjur séu ofmetnar og útgjöld vanmetin, og í þriðja lagi að mjög líklegt sé að tillögurnar séu alls ekki tillögur starfsmanna fyrst hann veit ekki nákvæmlega hvaða tillaga er hvað. Mér finnst að Dagur eigi frekar að fagna þessu heldur en að vera að rífa niður svo gott starf með ekki betri röksemdarfærslum. Svo er alveg með ólíkindum hvað hann getur verið lengi að tala um örfá atriði, held að hann rugli hlustendur bara í ríminu með þessum seinagangi.

Þeir sem hafa áhuga á borgarmálum geta hlustað á fundina í gegnum vef Reykjavíkurborgar og þar er hlekkur sem smellt er á til að hlusta á útsendingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ekki gleyma hlut Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins :)

Veit þú gerir það ekki!

Hallur Magnússon, 31.3.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

leiðrétti það

Áslaug Friðriksdóttir, 31.3.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mjög ánægjulegt hvað Hanna Birna hefur náð góðum árangri í stjórn borgarinnar,hún virðist vera góður verkstjórnandi og vinnur með fólki.

Ragnar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér, ég hef frá fyrstu tíð haft mikið álit á Hönnu Birnu og hlakka mikið til þegar hún stígur fram og tekur sæti í forystu flokksins.

Ekki spillir heldur fyrir hvað hún er fjallmyndarleg konan !!

Sigurður Sigurðsson, 1.4.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband