Stjórnarskráin - málþóf eða lýðræði?

 Tek undir með Emil Erni Kristjánssyni sem dregur fram nokkur orð sem voru látin falla síðast þegar ræddar vou breytingar á stjórnarskránni, vorið 2007:

Össur Skarphéðinsson: „Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og það er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál.“

Kolbrún Halldórsdóttir: „Eins og ég sagði finnst mér þetta vera óðagot og mér þykir það mjög miður því að hér er verið að fjalla um afar víðtækt og mikilvægt mál sem ég held að þjóðin verðskuldi að fái betri umfjöllun um en hér virðist eiga að fást.“

Ögmundur Jónasson: „Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa.“

 

Nú vilja þessir hinir sömu afgreiða áhyggjur sjálfstæðismanna sem málþóf!!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

segðu mér, hvað hefur þú á móti því að fá aðeins meira um stór mál að segja í framtíðinni? Hvað hefur þú á móti því að aulindir okkar verði settar undir vernd stjórnarskrárinnar svo ekki verði hægt að víla og díla með þær? Eða ertu bara á móti þessu bara af því forysta Sjálfstæðisflokksins er á móti? Ert þú ein af þeim sem er alltaf sammála öllu sem forystan segir og gerir?

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki treystir þjóð sinni.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki vill að völd færist frá þinginu til þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem ekki vill að auðlindirnar verði gerðar að þjóðareign, ástæðan er sú að flokkurinn vill víla og díla með eigur okkar frekar en að láta þjóðina njóta ávagstanna.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem vill að kvótakerfið verði óbreytt. Sem gæti orðið til þess í framtíðinni að viðlíka uppákoma og nú er í þjóðfélaginu geti endurtekið sig.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á þingi sem er trúflokkur, þetta er trúflokkur í þeirri merkingu að allir flokksmenn eru alltaf sammála forystunni, alveg sama jvaða skít þeir koma með og spillingu, þá eru flokksmenn alltaf sammála. Jafnvel þó sonu fyrrverandi formanns, frændi og spilafélagi séu ráðnir í feit embætti. Allir sammála um að það sé gott.

Ætlar þú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ert þú undirlægja?

Valsól (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn treystir þjóð sinni, hann hefur verið leiðandi flokkur í lýðræðislegum vinnubrögðum og vill t.d. að stór mál verði leyst með þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhersla hefur verið lögð á gegnsæ vinnubrögð og miklu komið til leiðar í þeim efnum.

Stjórnarskráin er það heilög og á að vera það varinn að henni verði ekki breytt nema með víðtæku samráði. Þar tek ég undir með Össuri, Kolbrúnu og fleirum sem hafa nú úttalað sig um þau mál áður. Að öðru leyti er sjálfsagt að færa völd til þjóðar þegar við höfum réttu tæknina til þess að gera það þannig að sátt náist um. Það er svo sannarlega eitthvað sem ég vildi sjá gerast. Um leið og rafrænar kosningar eru fær leið væri ekkert því til fyrirstöðu að leggja meira af málum undir þjóðina án þess að kostnaður verði fjötur um fót. Jafnvel fækka þingmönnum verulega takist þetta vel upp. Það styð ég heilshugar.

Sjálfstæðisflokkurinn telur að nýting auðlinda eigi að vera í þágu almennings. Engu að síður telur flokkur inn að þjóðin eigi að eiga fullveldisrétt á auðlindum. Nýting og afnot auðlinda er betur borgið í höndum einkaaðila þrátt fyrir að eignarhaldið sé opinbert þetta er nú bara trú margra sem þekkja muninn á einkarekstri og opinberum rekstri þar sem ekki er hægt að ganga í opinbera sjóði sýknt og heilagt. Þú skilur væntanlega að auðlindirnar eru margar hverjar í einkaeigu til sjávar og sveita og í því fælist eignaupptaka að gera  þær að almannaeign. Sjálfstæðisflokkurinn telur líka að með öflugu atvinnulífi séu okkur flestir vegir færir og stefnan hefur lengi einkennst mikið af því.

Sjálfstæðisflokkurinn vill minnst allra flokka víla og díla með eigur annarra það er andstætt stefnu hans þannig að ég skil nú ekki hvert þú ert að fara með þessum orðum.

Kvótakerfið hefur sína kosti og galla einhvern veginn held ég að annað kerfi hefði jafnmörg vandamál í för með sér. Mjög mikilvægt er að leita betri leið til að tryggja betra umhverfi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og það er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.

Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum það er enginn spurning - ég treysti engum flokki betur til að taka þær erfiðu ákvarðanir sem fyrir okkur liggja.

Hina flokkana get ég ekki kosið því þar eru skattahækkanir helsta lausn allra vandamála sem er engin lausn - ég trúi á að hugsjónir og framkvæmdagleði fólksins í landinu, fólksins í grasrótinni fái best að njóta sín undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað og þessu trúi ég, jafnheitt og þú trúir engu. 


Held að ég verði að vísa spurningunni til þín og spyrja hvers - og hvurslags undirlægja þú sért?

Áslaug Friðriksdóttir, 7.4.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband