Snör og heiðarleg viðbrögð

Mér finnst Bjarni hafa tekið vel á málum. Aðrir flokkar ættu að fylgja í kjölfarið.
mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef ég stel en hef snör og heiðarleg viðbrögð og skila hlutnum þegar upp um mig kemst.... er ég þá alveg saklaus ? 

Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:30

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Samlíking Þrymur..... samlíking.

Að þiggja mútur og skila þeim síðan aftur gerir ekki allt gott sisvona.  Og það kaupir ekki nokkur heilvita maður það að aðeins Geir hafi vitað.  Hvað var Kjartan Gunnarsson að gera í vinnunni sinni í Landsbankanum ?  Nú eða í Sjálfstæðisflokknum ?

Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sammála þér Áslaug.  Hvað átti Bjarni og Sjálfstæðismenn annað að gera?

Helgi Kr. Sigmundsson, 9.4.2009 kl. 02:22

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta er því miður bara toppurinn á ísjakanum. Sjálfstæðisflokkurinn og forysta hans er rotin. Heiðarlegt fólk getur ekki kosið þennan flokk. Af hverju þessi endalausa afneytun Áslaug?

Hlynur Hallsson, 9.4.2009 kl. 02:36

5 Smámynd: Lýður Árnason

Sæl, Áslaug, gaman að sjá þig á blogginu.  Varðandi BB komst hann ágætlega undan þungum höggum og gott að trúa því sem best lætur.   Svo má spyrja:  Voru þessi fjárframlög ekki þegin fyrir lagabreytinguna?  Á hverju er verið að biðjast afsökunar?

Lýður Árnason, 9.4.2009 kl. 04:16

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er afar leiðinlegt og ömurlegt mál fyrir ykkur Sjálfstæðismenn, sérstaklega ykkur sem ég veit að eruð að reyna að byggja upp heiðalegan og málefnalegan stjórnmálaflokk.

En hversu lengi hafa  forystumenn í Sjálfstæðisflokknum vitað af þessu? Getur það verið Geir Haarde hafi einn vitað af þessu máli? 55 milljónir eru engir smáaurar fyrir stjórnmálaflokk. Vissi varaformaður flokksins ekkert af þessu?

Þetta getur líka varðar borgarmálin. Af hverju var Geir Haarde svona linnkulegur þegar margir af ágætum borgarfulltrúum Sjálfstæðismanna gengu á fund hans út af því hvernig Vilhjálmur o.fl. gengu fram í REI málinu? 

Núna er að skýrast fyrir okkur hvers vegna Geir tók ekkert á því máli. 

Gangi ykkur vel að bæta Sjálfstæðisflokkinn. Við höfum dáldið forskot í Framsóknarflokknum, við höfum uppbyggingarstarfið fyrr og það er miklu skemmtilegra að vinna með stjórnmálaflokki þar sem fólk vinnur af hugsjón fyrir opnum tjöldum en með flokki sem dinglar eins og einhverjir auðmenn vilja.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.4.2009 kl. 04:44

7 Smámynd: ThoR-E

Tek undir með Önnu hér fyrir ofan.

Afþví að það komst upp um þá, og þeir þurfa að skila mútunum.

Að þá eru vinnubrögð þeirra heiðarleg.

Hættu nú alveg!

ThoR-E, 9.4.2009 kl. 06:34

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vonandi verður þetta enn einn atburðurinn sem tryggir að FLokkurinn fer niður fyrir 20% fylgi í komandi kosningum.

Leiðari Morgunblaðsins í dag er mjög athyglisverður. Þar er vitnað í ræðu Geirs á þingi þegar hann hafði framsögu um frumvarpið sem m.a. fól í sér að hámarksframlög fyrirtækja skyldu vera kr. 300.000.

Þá sagði Geir: »Ég ítreka það fyrir mína parta að höfuðástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn telur nú brýnt að setja löggjöf af þessu tagi eru þær viðurhlutamiklu breytingar sem orðið hafa á efnahags- og fjármálaumhverfinu á Íslandi sem þó eru í sjálfu sér auðvitað mjög jákvæðar. Við höfum ekki séð nein merki þess í dag að reynt sé með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu af hálfu fjársterkra fyrirtækja eða fjársterkra einstaklinga en við viljum reisa skorður við þeim möguleika áður en slíkt gerði hugsanlega vart við sig [...] Við teljum nauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verði tilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.«

ÞREMUR VIKUM SEINNA TÓK HANN VIÐ STYRKJUNUM FRÁ FL OG LANDSBANKANUM - ALLS 55,000,000 KR!

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 09:43

9 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

áslaug hvað borguðu sægreifarnir mikið

Ólafur Th Skúlason, 9.4.2009 kl. 10:15

10 identicon

Sæl Áslaug

Það er nú einu sinni svo að Lygin er alltaf  DÆMD TIL AÐ DEYJA.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:18

11 identicon

Og þetta með Sægreifana ,

 það væri fróðlegt að getað rannsakað alla Sægreifana og þá í Framsókn í leiðinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:21

12 Smámynd: Brattur

Þessar tvær greiðslur eru örugglega bara brot af því sem illa þolir dagsins ljós hvað varðar greiðslur fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins... eins og Ólafur Th. spyr hér að ofan... hvað ætli t.d. sjávarútvegurinn hafi borgað mikið í gegnum tíðina??? Það væri mjög fróðlegt að sjá þær tölur...

Brattur, 9.4.2009 kl. 11:22

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Dóra litla.

Þú gerir ekki greinarmun á 1000 kr. fermingargjöf og 30.000.000 kr. mútum.  Hvernig væri að vera örlítið málefnaleg ?

Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 19:44

14 Smámynd: Kjartan Rolf Árnason

Ehemm, sem sé á íslensku þýðir þetta, - tölum ekki meira um Sjálfstæðisflokkinn, tölum heldur um hina flokkana.

Dálítið kúnstugt þegar málið er að Sjálfstæðisflokkurinn var gripinn glóðvolgur, og satt best að segja er úrvinnslan eitthvað voðalega fumkennd, mótsagnarkennd og ósannfærandi hjá þeim ágætu mönnum, jahh, svona eins hendir menn sem eru einmitt gripnir glóðvolgir við eitthvað sem er ekki svo gott að útskýra. Hérna vantar nefnilega eina virkilega góða útskýringu á því hvers vegna þessi styrkur var veittur, enda enginn venjulegur styrkur eins t.d. sjálfstæðismenn keppast um að segja. Þess vegna hlýtur eitthvað óvenjulegt að búa að baki. Að minnsta kosti er það spurningin sem kallar á trúverðugt svar, ekki satt. Nú dugir bara ekki að reyna sópa undir teppið eins og hverju öðru leiðindamáli.

Kjartan Rolf Árnason, 9.4.2009 kl. 23:00

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki þessa peninga frá 30.000 manns þannig að það er út úr korti að setja dæmið svona upp.  Flokkurinn fékk peningana frá fyrirtæki og þá er stóra spurningin;  Hvað fékk fyrirtækið í staðinn ?

"Styrkur" af þessari stærðargráðu er tæplega veittur nema eitthvað fáist fyrir.  Það kallast mútur og þær eru ólöglegar.

Anna Einarsdóttir, 10.4.2009 kl. 15:05

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til skoðunar fyrir þig Dóra litla; 

Fram hefur komið að Glitnir banki hafi sent einkavæðingarnefnd bréf þar sem lýst var áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Bréfið var tekið fyrir í einkavæðingarnefnd 20. desember 2006. Níu dögum síðar styrkti FL Group, sem þá var kjölfestufjárfestir í Glitni, Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna.

Anna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband