Ný kynslóð tekur við - sterk forysta í stafni

Nýr formaður Bjarni Benediktsson hlaut sigur úr býtum í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðismanna í gær. Ný kynslóð hefur þá tekið við forystunni. Bjarni er ferskur og sterkur formaður sem er vel í stakk búinn að taka á þeim málum sem framundan eru. Ég óska Bjarna Benediktssyni innilega til hamingju með formannskjörið og tel að hann muni leiða flokkinn vel í gegnum þær hremmingar sem þjóðin glímir við.

Kristján Þór Júlíusson sem einnig bauð sig fram kemur sterkur út úr baráttunni, hann hafi um 40% fylgi sem ekki er hægt að segja annað um en að styrki stöðu hans verulega. Fyrir utan það að landsfundurinn hefði ekki verið nærri eins spennandi og góður ef hann hefði ekki kosið að taka þennan slag.

Þorgerður Katrín fékk afgerandi stuðning í varaformannssætið eða 80% sem sýnir að fólk sér þann leiðtoga sem í henni býr, sér að það er ósanngjarnt að hafna henni í forystu vegna tengsla við Kaupþing enda rakti hún málin skýrt og hreinskilningslega á landsfundinum og ekki nokkur fótur fyrir þeim sögum.

Þá var kosið í miðstjórn flokksins, þar voru kjörnar 6 konur og 5 karlar eða mjög jöfn og góð niðurstaða sem sýni að flokksmenn eru jafnréttissinnaðir án þess að beita þurfi sérstökum stýritækjum eins og kynjakvóta. 

Þá fannst mér afgerandi skýrt hvernig öll forystan talar af miklum skilningi um jafnréttismál og telja þau afar mikilvæg og það hefur ekki verið eins afdráttarlaus skoðun forystunnar fyrr. Við konur fögnum þessu að sjálfsögðu sérstaklega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband