11.4.2008 | 11:55
Borgarbörn í góðum höndum
Á miðvikudaginn var kynnt aðgerðaráætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Frálslyndra í Reykjavíkurborg til næstu fjögurra ára. Áætlunin lýsir því hvernig meirihlutinn sér fyrir sér að byggja upp þjónustu við yngstu börnin í Reykjavík frá því að fæðingarorlofi lýkur.
Í meginatriðum má lýsa áherslunum svona:
- Áframhaldandi uppbygging borgarrekinna skóla með fjölgun deilda og nýjum skólum
- Fleiri nýir sjálfstætt starfandi leikskólar
- Greiðslur til sjálfstætt starfandi skóla leiðréttar
- Ungbarnaskólar hefja starfsemi
- Dagforeldraþjónusta aukin og fjölbreyttari
- Dagforeldrum fjölgað
- Þjónustutrygging frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær þjónustu
- Rafræn innritun í leikskóla og upplýsingavefur um dagvistunarmöguleika
Og hvað vinnst svo með þessu? Með þessu móti teljum við okkur geta komið til móts við sem flesta. Á fjórum árum sjáum við að raunhæft er að telja að við getum sinnt öllum börnum í borginni, þangað til er ljóst að ekki verða nógu mörg úrræði í boði. Við viljum hjálpa þeim sem þurfa að hjálpa sér sjálfir, reyna á fjölbreytt og ólík úrræði, fjölga jafnframt úrræðum sem vel eru þekkt og rótgróin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.