4.11.2014 | 17:29
Dýrt spaug
Fréttatilkynning Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var send út áðan í kjölfar fyrri umræðu um frumvarp að fjárhagsáætlun 2015:
Dýrara með hverju árinu að búa í Reykjavík
- Aðalsjóður verður með 5 milljarða kr. halla árið 2015
- 25,5% dýrara en árið 2010 fyrir fimm manna fjölskyldu
- Endurhugsa þarf rekstur borgarsjóðs strax
- Veltufé frá rekstri ekki lægra í langan tíma
- Hindra nýsköpun í stærstu málaflokkunum
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýndi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í dag og hefur áhyggjur af rekstrarstöðu borgarinnar.
Rekstur borgarsjóðs veldur mér verulegum áhyggjum. Þróun á rekstri borgarsjóðs, gefur tilefni til að hafa áhyggjur af framtíðarmöguleikum Reykjavíkurborgar til að veita þá þjónustu sem íbúarnir þurfa í dag og fram í tímann, segir Halldór.
25,5% dýrara en árið 2010
Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar heldur meirihlutinn í Reykjavík áfram að reka sömu stefnu og frá síðasta kjörtímabili. Kostnaður meðalfjölskyldu í Reykjavík með þrjú börn er 2,2 milljónir sem hún greiðir til borgarinnar á ári að meðtöldu útsvari. Núverandi meirihluti ætlar að halda áfram að auka álögur á fjölskyldur borgarinnar líkt og síðasti meirihluti. Þriggja barna fjölskylda þarf nú að greiða 25,5% meira fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar en hún gerði árið 2010.* Fjölskyldan borgar 561.000 kr. meira á næsta ári 2015 en hún gerði árið 2010 eða nálægt 10% meira en hækkun vísitölu.
Veltufé frá rekstri sýnir alvarleika mála
Veltufé frá rekstri lýsir fjármunamyndun á rekstrartíma
bilinu og það segir til um getuna til þess að greiða afborganir lána og fjárfestingar eða hverju reksturinn skilar í peningum. Veltufé fer sífellt lækkandi í A-hluta. Í samanburði má sjá að Reykjavíkurborg er með lægsta veltufé frá rekstri í samanburði við önnur sveitarfélög.**
Hindra nýsköpun í stærstu málaflokkunum
Um 70% af útgjöldum borgarinnar fer í skóla- og velferðarmál. Í fjárhagsáætlunum borgarinnar er engin áhersla á nýsköpun í þessum málaflokkum. Með þessari þróun er meirihlutinn ekki að gera ráð fyrir innleiðingu nauðsynlegra breytinga og stuðla að nýsköpun sem er mikilvæg til þess að bæta þjónustu borgarbúa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2014 | 13:39
Þjónusta og þarfir eldri borgara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2014 | 17:05
Listir og skipulag
Bloggar | Breytt 21.5.2014 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2014 | 11:22
Reykvíkingar, hristum af okkur slenið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2014 | 16:26
Skuldasöfnun ótrúleg á kjörtímabilinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2014 | 14:25
Hjartans mál hægri feminista
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2014 | 21:33
Listi án stefnu?
Framsóknarflokkurinn er loksins kominn með framboðslista í borginni. Því miður virðist engin stefna fylgja eða alla vega eru menn ekki með hana á hreinu. Þetta kom mér mjög á óvart við mín fyrstu kynni af nýja framboðinu þegar ég fylgdist með Sunnudagsmorgninum í dag.
Í þættinum kom fram spurning um hvort stefna Framsóknarflokksins ætti miklu fylgi að fagna hjá borgarbúum. Því þar mætti til dæmis finna að fólk og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eigi að borga hærri tekjuskatt en fólki úti á landi og barnabætur eigi að vera lægri ef þú býrð í borginni o.s.frv. Oddviti framboðsins var spurð út í það hvort hún styddi þessa stefnu og ef svo hvort hún gæti þá staðið vörð um hagsmuni borgarbúa. Hún var ekki búin að mynda sér skoðun á því.
Önnur tjáskipti um stefnumálin virtust frekar skoðanir einnar manneskju en úthugsaðar hugmyndir. Né virtust staðreyndir um aðalmál framboðsins, flugvöllinn liggja fyrir. Eitthvað ekki alveg nógu gott við þetta.
Já og talandi um stefnumálin - þá er Sjálfstæðisflokkurinn með sitt á hreinu hér: http://www.xdreykjavik.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2014 | 13:50
Smelltu á hverfið þitt
Á vef okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík er hægt að smella á hverfi og skoða ýmislegt skemmtilegt, endilega skoðið þetta!
Íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að borgin þeirra sé hrein og fögur. Því miður hefur hreinsun borgarinnar verið í lamasessi alltof lengi en við viljum gera breytingu þar á. Strax í vor munum við sjá til þess að eðlileg þjónusta fari í gang í hverfum borgarinnar. Það er einnig mikilvægt að bæta umferðarflæði borgarinnar sem mun koma í veg fyrir að mengun sé yfir mörkum sem er afar brýnt mál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2014 | 13:40
Ofbeldi í borgarstjórn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftirfarandi fréttatilkynning fór frá borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins í gær eftir umræður um ályktunartillögu meirihlutans um að hvetja til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB. Sjálfstæðismenn lögðu fram aðra eftirfarandi tillögu sem var felld.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna þeim vilja sem fram hefur komið að ná sem breiðastri sátt um næstu skref í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Með því getur Alþingi leitast við að vinna gegn þeirri tortryggni, sem einkennt hefur umræðuna um málið frá því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hóf aðildarviðræður á árinu 2009 án þess að vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Trúverðugleiki borgarfulltrúa Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins er lítill þegar kemur að lýðræðislegum vinnubrögðum í ljósi þess m.a. að mótmæli 70.000 einstaklinga gegn því að Reykjavíkurflugvöllur yrði færður úr Vatnsmýrinni í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur voru höfð að engu fyrir fáeinum mánuðum. Eins var farið með mótmæli foreldra vegna sameiningar skóla í Reykjavík.
Ítrekuð er sú stefna borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins að vinna að niðurstöðum allra mála í góðri sátt við borgarbúa og að vísa ákvörðunum í mikilvægum málum til þeirra og er Alþingi hvatt til að kanna allar leiðir sem færar eru til að vinna í víðtæku samráði.
Tillagan var felld með 10 atkvæðum gegn 5 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)