4.1.2011 | 18:31
Tilmæli til ríkisstjórnarinnar...
Sveitarfélögin beina þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að byrja að vinna að því að atvinnurekendur og fjárfestar geti farið að taka ákvarðanir um næstu framtíð og kannski skapað nokkur störf.
Vill að sveitarfélög hækki fjárhagsaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2010 | 16:46
7000 á mánuði - 84 þúsund á ári - 150 þúsund að viðbættum gjaldskrárhækkunum
7000 á mánuði - 84 þúsund á ári - 150 þúsund að viðbættum gjaldskrárhækkunum
Meginstefið í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 er að íbúar borga brúsan en kerfinu er hlíft!
7000 krónur á fjögurra manna fjölskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2010 | 15:43
Aukin útgjöld barnafjölskyldna um 100 til 150 þúsund
Ekki hægt að finna neitt skapandi eða öðruvísi í fjárhagsáætlun Besta flokks og Samfylkingar - stenst engar væntingar, íbúar gjalda og kerfinu er hlíft!
Fréttatilkynning fór til fjölmiðla frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík dag hér eru glefsur úr henni:
Hækkanir á öllum sköttum og gjöldum í Reykjavík
Barnafjölskyldur þurfa að taka á sig 100 til 150 þúsund á ári í útgjaldaaukningu
Besti flokkurinn og Samfylkingin lögðu fram sína fyrstu fjárhagsáætlun á borgarstjórnarfundi í dag.
Því miður fer meirihlutinn þá leið að senda reikninginn á borgarbúa í stað þess að fara nýjar leiðir eins og Besti flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni.
Allir skattar sem hægt er að hækka eru hækkaðir, öll gjöld sem hægt er að hækka eru hækkuð og engar nýjar leiðir eru farnar. Stuðst er við gamaldags aðferðir kerfisins á kostnað fólksins. Augljóst er að meirihlutann skortir yfirsýn yfir verkefnið, meginlínur eru óskýrar og framtíðarsýn og forgangsröðun er ábótavant.
Tilviljanakenndar gjaldskrárhækkanir og vannýtt tækifæri til samráðs við hagræðingu bera þessu glöggt merki. Er það þá besta leiðin að auka álögur, leita ekki samráðs við starfsmenn og borgarbúa og að skera lítið sem ekkert niður í miðlægri stjórnsýslu?
Skattahækkanirnar eru sögulega háar og sú lækkun sem fasteignaeigendur í borginni hefðu átt að njóta vegna lækkunar fasteignamats er þurrkuð út með hækkunum á fasteigna- og lóðasköttum.
Skattahækkanir eru eftirfarandi: · Útsvarsprósentan úr 13,03% í 13,20%, · Fasteignaskattar úr 0,214% í 0,240% · Lóðarleigaúr 0,08% í 0,2% Auk þess eru gjaldskrárhækkanir að jafnaði 5-40% á meðan hagræðing í miðlægri stjórnsýslu er eingöngu 4,5 %.
Kerfinu er því hlíft en borgarbúar látnir gjalda fyrir það.
Ekki má gleyma hækkunum Orkuveitunnar í haust þar sem reikningur meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkaði um 30.000 kr. á ári.
Systkinaafsláttur á leikskólum er lækkaður úr 100% í 75% sem hefur veruleg áhrif á barnafjölskyldur og frístundagjöld eru hækkuð um 20% svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir barnafjölskyldu í Reykjavík geta því aukin útgjöld 2011 numið allt frá 100 til 150 þúsund kr. á ári * Svo miklar hækkanir munu leiða til þess að enn meira þrengir að hjá fjölskyldufólki og einkaneysla og atvinnulíf í borginni dregst saman.
Leiðin sem farin er - er afleit og sú leið sem flest lönd í kringum okkur vilja ekki fara sökum þess að hún hægir enn frekar á umsvifum í samfélaginu og lengir kreppuna. Þau lönd sem eru að ná árangri hafa einbeitt sér að því að auka tekjur og minnka álögur á íbúa til þess að koma hagkerfinu af stað.
Ákvörðun hefur verið tekin í Reykjavík um að fara leið ríkisstjórnarinnar og reyna að skattleggja sig út úr kreppunni. Það er margsannað að við aukna skattheimtu breytir fólk neyslumynstri og lifnaðarháttum til þess að laga sig að breyttu umhverfi. Sú fjárhæð, sem áætlað er að ná með því að fara þá leið, næst því aldrei.
Borgarsjóður skilaði afgangi síðastliðin tvö ár og lausafjárstaða er gríðarlega sterkTölurnar tala sínu máli um góðan árangur fyrrverandi meirihluta síðastliðin tvö ár, borgarsjóður stendur betur en nokkru sinni fyrr og skilaði afgangi síðastliðin tvö ár og rekstur samstæðunnar mun skila um 20 milljörðum í hagnað 2010.
Lausafjárstaða er í sögulegu hámarki eða 17,1 milljarður sem er 145.000 kr. á hvern íbúa í Reykjavík á meðan hún er 75.000 kr. á íbúa í Garðabæ og 49.000 kr. í Kópavogi. Reykvíkingar hljóta að spyrja hvers vegna skattar á þá hækki á sama tíma. Það hefði verið hægt að hagræða töluvert meira í borgarkerfinu með því að halda áfram að nota þær nýstárlegu aðferðir sem innleiddar voru eftir hrun og fengu alþjóðlega viðurkenningu.
Hagræðingarkrafan nú er 5 milljarðar og einungis þriðjungur þess er vegna samdráttar í tekjum. Í stað þess að skera niður í kerfinu er farið í töluvert af nýjum verkefnum en 2/3 af hagræðingunni og niðurskurðinum er vegna kostnaðarauka.
Betra hefði verið að halda áfram með skýra forgangsröðun í þágu borgarbúa, draga enn frekar saman í miðlægri stjórnsýslu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólk og íbúa - tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári umtalsvert meira fé en skattahækkanir meirihlutans nú. Slík forgangsröðun hefði verið fyrir fólkið en ekki kerfið.
*miðað er við 2-3 börn, fasteignamat 2010 íbúðar 24 milljónir kr. á húsnæði og laun á mánuði samtals 700 þúsund kr. Skattar og gjöld eru: Leikskólagjöld, skólamáltíð, sorphirða, fasteignaskattar, lóðagjöld, útsvar, gjödl frá Orkuvietunni, frístund, síðdegishressing, sund, fjölskyldu - og húsdýragarður, menningarkort og sumarnámskeið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 23:23
Hækkun fjárhagsaðstoðar eða virkni
Fréttir af hækkun fjárhagsaðstoðar fara nú um alla fjölmiðla. Við fulltrúar sjálfstæðisflokksins í velferðarráði lögðum fram breytingartillögu um að þessi tillaga yrði endurskoðuð með tilliti til þess að setja fjármagn í virkniúrræði. Sú tillaga var felld.
Athugasemdirnar sem við höfum við hækkanir Samfylkingar og Besta flokksins eru að þær verða til þess að þeir sem koma til með að nýta fjárhagsaðstoð komast að raun um að fjárhagslega er enginn ávinningur um að fara út á vinnumarkaðinn. Því er hætta á því að þeir sem annars myndu sækja út á vinnumarkaðinn geri það ekki og dragi þannig úr getu velferðarráðs við þá sem mesta hjálpina þurfa.
Meginmarkmið fjárhagsaðstoðar er að koma þeim til aðstoðar sem eru í neyð, hafa orðið fyrir áföllum, eiga við félagslega erfiðleika að stríða eða hafa búið við þannig aðstæður að þeim hafa ekki gefist tækifæri til jafns við aðra til sjálfshjálpar. Um 75% þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru yngri en 40 ára og 30% eru yngri en 25 ára sem gefur vísbendingar um að virkni og hvatning eru mikilvæg.
Fréttir af fjárhagsaðstoðinni fóru til fjölmiðla á meðan að á fundi velferðarráðs stóð sem á ekki að gerast, með tilliti til þess birti ég hér með okkar sjónarmið þó að fundi velferðarráðs sé ekki lokið.
Okkar bókun vegna hækkkunar fjárhagsaðstoðar er þessi:
Samanburðartöflur um ráðstöfunartekjur birtast hér á morgun.
Fyrir liggur tillaga Samfylkingar og Besta flokksins um að verja um 350 milljónum króna á næsta ári í hækkun fjárhagsaðstoðar. Það er alltaf gott ef hægt er að hækka ráðstöfunartekjur fólks og sérstaklega þeirra sem minna mega sín en það er umhugsunarvert þegar ráðstöfunartekjur þeirra sem eru á fjárhagsaðstoð eru orðnar hærri en þeirra sem hafa atvinnuleysisbætur, og jafnháar ráðstöfunartekjum þeirra sem vinna fyrir lægstu launum á vinnumarkaðnum því hafa ber í huga að fjárhagsaðstoð er neyðaraðstoð og flokkast sem styrkur en ekki laun.
Fjárhagslegur hvati til að sækja út á vinnumarkaðinn horfinn
Eins og sést á töflum sem bera saman ráðstöfunartekjur þeirra sem eru á fjárhagsaðstoð, atvinnuleysisbótum og á vinnumarkaði er fjárhagslegur hvati til að sækja út á vinnumarkaðinn að þurkast út með tillögum Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Við hækkun fjárhagsaðstoðar um 19% er sá munur sem er á ráðstöfunartekjum launamanns sem þiggur tæpar 200 þúsund krónur í mánaðarlaun og þess sem er á fjárhagsaðstoðinni í raun orðinn lítill sem enginn, sé tekið tillit til þess að hinn vinnandi þarf að greiða kostnað við að koma sér til og frá vinnu auk annars kostnaðar sem fylgir því að vera vinnandi. Hvatinn til að vinna í svokölluðum láglaunastörfum fer því þverrandi þar sem fólk hefur það ekkert betra fjárhagslega en ef það hættir að vinna og fer á fjárhagsaðstoð.
Þegar of viðtekið er að erfitt sé að finna vinnu verður innri virkni fólks minni en venjulega og því þarf meiri hjálp og hvatningu til að komast út á vinnumarkaðinn
Í því ástandi sem nú ríkir, þar sem almennt er talið erfitt að finna sér vinnu og nokkuð vonleysi ríkir almennt, er alls ekki heppilegt að jafna fjárhagsaðstoð við stöðu þeirra sem lægstu launin hafa því það mun valda því að fólki á fjárhagsaðstoð fjölgar og hægjast mun á því að fólk sæki út á vinnumarkaðinn.
Virkniúrræði til að efla sjálfshjálp er raunveruleg aðstoð við að brjótast út úr fátækt
Það er mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að betur væri með féð farið með því að nýta það í svokölluð virkniúrræði og önnur atvinnuskapandi úrræði. Hækkun grunnfjárhæða muni ekki ein og sér bæta úr vandanum. Mun meiri hjálp þarf að koma til að leysa úr raunverulegum vanda fólksins og sporna gegn fátækt til lengri tíma. Leggja ætti áherslu á virkniúrræði sem miða að því að efla og skerpa á getu og kunnáttu þeirra sem nú er á fjárhagsaðstoð og hjálpa þeim að komast út í atvinnulífið. Verði ekkert gert er hætta á því að enn fleiri festist í viðjum fátæktar til lengri tíma og tillaga meirihlutans vinni því í raun ekki að framsettum markmiðum eða að sporna gegn fátækt.
Bloggar | Breytt 18.11.2010 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2010 | 13:14
Húsaleigubætur í hættu
Ég sit í Velferðarráði sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í gær bókaði ráðið eftirfarandi sameiginlega bókun. Tilefnið er sem sagt að ríkisstjórnin vill lækka greiðslu vegna húsaleigubóta og skella þannig reikningnum á sveitarfélögin sem standa þannig að þetta verður þeim afar erfitt.
Þvílík vinnubrögð segi ég nú bara!
Velferðarráð Reykjavíkurborgar hvetur ríkisstjórn Íslands til að tryggja tekjulægstu hópum samfélagsins viðunandi húsaleigubætur og falla frá áformum um niðurskurð fjármagns til húsaleigubótakerfisins. Öll skerðing húsaleigubóta mun bitna á þeim sem hafa lágar tekjur.
Nú þegar hafa lágtekjuhópar orðið að þola raunverulega skerðingu því húsaleigubætur hafa ekki hækkað síðan 1. apríl 2008, á meðan húsaleiga flestra hefur hækkað sem nemur verðlagshækkunum á þessum tíma eða um 25%. Velferðarráð hvetur eindregið til að ríkisstjórnin taki frekar ákvörðun um að auka fjármagn til húsaleigubóta í takt við verðlagshækkun til að bæta stöðu tekjulægstu hópa samfélagsins.
Velferðarráð bendir á að húsaleigubætur fyrir þá sem eru með 180.000 í tekjur á mánuði og greiða 120.000 í húsaleigu eru 16.400 á mánuði sem er skerðing upp á 1.600 kr. vegna of hárra tekna. Einungis fólk sem lifir á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins fengi óskertar húsaleigubætur eða 18.000 á mánuði miðað við 120.000 kr. húsaleigu.
Loks er bent á að einstaklingar með heildartekjur á bilinu 310 320 þús. á mánuði fá alls engar húsaleigubætur vegna ákvæða um tekjutengingu bótanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2010 | 16:39
Borgarstjóri gerir skrifstofustjóra borgarstjóra að æðsta embættismanni
Á borgarráðsfundi í dag var tillaga borgarstjóra samþykkt um að gera skrifstofustjóra borgarstjóra að æðsta embættismenni stjórnkerfis Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum. Undir sviðstjóra heyra nú öll fagsviðin og stoðsviðin.
Eftirfarandi heyra þá ekki lengur beint undir borgarstjóra: sviðsstjórar framkvæmda- og eignasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, leikskólasviðs, menntasviðs, ÍTR, skipulagssviðs, umhverfis- og samgöngusviðs og velferðarsviðs. Ennfremur borgarhagfræðingur, fjármálastjóri, forstöðumaður upplýsingatæknimiðstöðvar, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, mannréttindastjóri og þjónustustjóri.
Sjálfstæðismenn í stjórnkerfisnefnd borgarinnar óskuðu eftir því að leitað yrði eftir umsögnum þeirra embættismanna sem nú heyra beint undir borgarstjóra, um fyrirliggjandi tillögu um umfangsmikla breytingu á ábyrgðarsviði borgarstjóra og samskiptum þeirra við hann en heyrst hefur að þar séu menn ekki sáttir. Þá vildu Sjálfstæðismenn einnig að nýja staða yrði auglýst, enda um æðstu stöðuna í borgarkerfinu að ræða, að undanskildum borgarstjóra.
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins felld með 4 atkvæðum gegn 3.
Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Eitt af helsta kosningaloforði Samfylkingar var að auglýsa allar stöður - en það var auðvitað bara kosningaloforð eða hvað?
Hér fyrir neðan eru fleiri bókanir um þetta mál af fundinum í dag:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óska bókað:
Sú tillaga sem hér liggur fyrir felur í sér miklar breytingar á skipan æðstu embætta borgarinnar, auk þess sem hér er raunverulega um að ræða nýtt starf sem ætlað er að minnka ábyrgðarsvið borgarstjóra.
Það er augljóst að auglýsa þarf umrætt starf, enda segir í tillögunni að viðkomandi embættismaður skuli verða ,,æðsti embættismaður í stjórnkerfinu, að borgarstjóra undanskildum.
Það vekur því mikla furðu að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar skuli hafa fellt tillögu um slíkt og má telja víst að í því felst brot á samþykktum borgarinnar, auk þess sem það er brot á því loforði sem umræddir flokkar gáfu borgarbúum í samstarfsyfirlýsingu sinni, þar sem sagt var að allar stöður yrðu auglýstar.
Á þeim stutta tíma sem þessir flokkar hafa verið við völd hefur hins vegar í þrígang verið ráðið í viðamiklar stjórnunarstöður án auglýsingar og alltaf með þeim sömu skýringum að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða.
Það er einfaldlega ekki viðunandi að við þær aðstæður sem ríkja í íslensku samfélagi, þar sem stór hópur hæfileikaríks fólks gengur um án atvinnu, skuli meirihlutinn í Reykjavík ganga fram með þessum hætti.
Þessi aðgerð, sem felur í sér að mikið af ábyrgðarsviði borgarstjóra er fært yfir á annan embættismann borgarinnar, vekur einnig upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan ákveðnum skyldum og ábyrgð í sínu starfi.
Borgarstjóri hefur hingað til borið ábyrgð og verið yfirmaður rúmlega 20 embættismanna. Sú tenging, sérstaklega hvað varðar rekstur málaflokka og fjármál, hefur verið talin nauðsynleg til að tryggja að borgarstjóri standi vaktina gagnvart þjónustu við íbúa og sé vel upplýstur um allt er því viðkemur.
Nú fer þetta vald til þegar ráðins skrifstofustjóra í Ráðhúsinu, sem hvorki var kosinn af borgarbúum né ber sérstaka ábyrgð gagnvart þeim. Hér er því á ferðinni tillaga sem breytir starfi borgarstjóra umtalsvert og slíkt getur meirihlutinn ekki gert án ýtarlegrar lýðræðislegrar umræðu.
Ekki hefur verið orðið við beiðnum minnihlutans um að leita álits aðila innan sem utan stjórnkerfisins, auk þess sem engar línur eru í tillögunni settar fram varðandi verksvið, valdsvið og umboð viðkomandi aðila né heldur hver ábyrgð hans er gagnvart borgarráði eða hver samskipti hans eiga að vera við ráðið.
Það sem er verst við þessa aðgerð er að hún færir í raun valdið fjær íbúum Reykjavíkur og nær kerfinu sjálfu. Það er ekki góð þróun, hvort sem hún er skilgreind sem tímabundin eða varanleg.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar óska bókað:
Tillaga borgarstjóra um breytingu á skipuriti frá 16. september sl. um að skrifstofustjóri borgarstjóra verði æðsti embættismaður borgarinnar að borgarstjóra undanskildum felur í sér mikilvæga breytingu sem styrkir stjórnun og samhæfingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar.
Með þessari breytingu er skrifstofustjóra tímabundið falið verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór með áður. Miðað er við að ráðningin sé til eins árs.
Reykjavíkurborg þarf að fara í miklar hagræðingaraðgerðir á næsta ári og margar hugmyndir hafa komið fram sem snerta fleiri en eitt svið og því er samhæfing í stjórnkerfinu/embættismannakerfinu nauðsynleg.
Núverandi skrifstofustjóri tekur á sig auknar skyldur, enda afskaplega vel til þess fallinn, hefur til að bera þekkingu, reynslu og áhuga (þornin þrjú) sem nýtist í þessu krefjandi verkefni.
Mýmörg fordæmi eru fyrir slíkum tímabundnum ráðningum og/eða auknum skyldum á stjórnendur. Má þar nefna ráðningu í stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra án auglýsingar haustið 2006 og aftur sumarið 2007 til eins árs. Skipulagsstjóri var ráðinn án auglýsingar og gegndi starfinu í 1 1/2 ár áður en það var auglýst opinberlega. Ráðið var í stöður fjármála- og mannauðsstjóra í eitt ár án auglýsingar árið 2007.
Auk þess má geta þess að fastar stöður borgarlögmanns og sviðsstjóra leikskólasviðs voru ekki auglýstar lausar til umsóknar á sínum tíma, heldur var um tilfærslu í starfi að ræða.
Breyting á starfi skrifstofustjóra er tímabundin og því er ekki talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Með auglýsingu nýs starfs væri verið að fjölga stjórnendum í efsta stjórnunarlagi borgarinnar sem kallar á aukin útgjöld borgarsjóðs. Þá vinnur stjórnkerfisnefnd að heildarendurskoðun á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og því ekki talið æskilegt að binda hendur nefndarinnar á þessu stigi. Rétt er að geta þess að borgarstjóri leitaði ráðgjafar borgarlögmanns og mannauðsstjóra varðandi heimild til tímabundinnar ráðningar, áður en tillagan var lögð fram í borgarráði. Ennfremur hélt borgarstjóri sérstakan fund með sviðsstjórum og skrifstofustjórum til að kynna þeim málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2010 | 10:42
Samtök um bíllausan lífsstíl bera saman ólíka ferðamáta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 12:38
Af fundi OR og afstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag ákvað meirihluti stjórnar að hækka gjaldskrá á íbúa um 28,5 prósent í einu lagi. Á sama fundi var afgreidd tillaga um 25% niðurskurð hjá fyrirtækinu, auk þess sem á fundinum var lagður fram árshlutareikningur fyrirtækisins sem staðfestir batnandi afkomu þess í samræmi við áætlanir.
Eins og komið hefur fram telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að tækifæri til hagræðingar hjá Orkuveitunni séu til staðar, þrátt fyrir að nú þegar hafi tekist að hagræða um 850 milljónir a ársgrundvelli. Vegna þess styðja fulltrúar flokksins tillögur meirihlutans um hagræðingu, en ítreka mikilvægi þess að útfærsla þess liggi fyrir sem fyrst.
Frá september 2008 hafa gjaldskrár OR haldist óbreyttar í samræmi við sameiginlegan vilja borgarstjórnar um að standa vörð um hagsmuni almennings við erfiðar og óvissar aðstæður í íslensku efnahagsumhverfi og láta ekki allan vanda fyrirækisins bitna á íbúum. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir því að þannig yrði það áfram út þetta ár, en að því loknu tæki gildi áætlun um hófsamar og áfangaskiptar gjaldskrárhækkanir til næstu 3-5 ára. Með þvi móti væri hægt að endurskoða árlega hvort þörf væri á gjaldskrárhækkunum. Slík áætlun hefði þjónað íbúum og fyrirtækinu, enda lá fyrir að slík áætlun fullnægði óskum lánveitenda og þeir hefðu skilning á þeirri afstöðu eigenda að íbúar gætu ekki einir og sér tekið að sér að leysa skammtímavanda fyrirtækisins með hækkun um tugi prósentna sem öll tæki gildi á sama tíma.
Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins hefur verið skýr og í samræmi við það greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn tillögu meirihlutans um afar harkalega gjaldskrárhækkun sem öll tekur gildi strax, enda gengur sú aðgerð gegn hagsmunum almennings og mun hækka reikning meðalfjölskyldu um tugi þúsunda á ári.
Úr bókun Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag:
Eftir bankahrun var ákveðið að hækka ekki gjaldskrár í Reykjavík vegna yfirvofandi erfiðleika fjölskyldna heldur að ná niður kostnaði með hagræðingu og gilti sú stefnumótun einnig um Orkuveituna. Umrætt hagræðingarátak hefur skilað um 850 milljónum króna innan OR og á grundvelli þess hefur m.a. verið hægt að standa við samþykktir borgarstjórnar um frystingu gjaldskrár. Það hefur hins vegar ætíð verið ljóst að slík gjaldskrárfrysting gæti aðeins varað tímabundið og að fyrr eða síðar þyrfti að hækka gjaldskrár að nýju. Ekki skal dregið í efa að hækka þarf gjaldskrá Orkuveitu verulega en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja þunga áherslu á að slíkri hækkun sé stillt í hóf eins og kostur er í því skyni að verja hagsmuni heimila Reykjavík ásamt því að nýta batnandi rekstrarárangur OR í þessu skyni, eins og fram kemur í fyrirliggjandi árshlutauppgjöri.
Sýnt hefur verið fram á að hægt sé að hækka gjaldskrána í áföngum, t.d. á 3-5 árum með það að markmiði að tryggja áframhaldandi greiðsluhæfi Orkuveitunnar en tryggja um leið að almenningur taki ekki á sig of mikla hækkun í einu. Meðan á slíku hækkunarferli stæði, ætti um leið að leita allra leiða til að hækka orkuverð til almennings sem minnst með því að halda áfram þeirri hagræðingu sem staðið hefur innan fyrirtækisins og leita leiða til að losa Orkuveituna undan einhverjum af þeim fjárskuldbindingum, sem á henni hvíla, t.d. með verkefnafjármögnun einstakra virkjana og/eða virkjanaáfanga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2010 | 13:45
Ný aðgerðaráætlun kallar á alvöru samvinnu
Jón Gnarr efast um hæfni sína til að vinna með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna telur að það hljóti að vera eðlilegt að fá að tjá afstöðu sína í ýmsum málum án þess að því sé tekið persónulega.
Borgarstjóri er í nýju starfi sem felst í því að vinna með hópi fólks. Hópurinn skiptist í tvennt. Þeir sem telja sig kjörna vegna þeirra pólitísku málefna og leiða sem þeir lofuðu að fylgja næðu þeir kjöri og hinna sem taka ekki jafn alvarlega þau málefni eða loforð sem notuð voru í kosningabaráttunni og voru frekar kjörnir persónukjöri í einhverri mynd. Auðvelt er að sjá að hér geta menn lent í ýmsum árekstum.
Til þess að komast yfir þessa erfiðleika er tímabært að reyna að ná pólitískri/ persónulegri sátt um hvaða stefnu eigi að taka á næstunni. Þetta var gert á síðasta kjörtímabili með frábærum árangri og þar náðist að skila borgarsjóði hallalausum án þess að skerða grunnþjónustu, án þess að hækka verðskrár og án þess að segja upp fólki.
Nú þarf nýja aðgerðaáætlun. Sumir segja að fitan í kerfinu hafi þá verið næg en það sé nú orðið magurt og því gangi ekki að fylgja línunum í fyrri aðgerðaáætlun. Aðrir telja enn af nógu að taka. Nú er verkefnið að ná sátt um þessar stóru línur með alvöru samvinnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2010 | 15:36
OR - Súrar einhliða hækkanir á íbúa
Orkuveitan er skuldsett, langmest stafar sú skuldsetning af því að fyrirtækið skuldar erlend lán en hefur ekki erlendar tekjur á móti. En einnig vegna þess að á sínum tíma tóku stjórnendur fyrirtækisins þá stefnu að fara út fyrir kjarnastarfsemi sína og taka upp mun víðtækari fjárfestingarstefnu sem leiddi til þess að farið var út í ýmsar misvitrar fjárfestingar sem ekki hafa skilað nægu tilbaka. Sú stefna hefur nú verið leiðrétt og sátt er um að Orkuveitan haldi sig við þá kjarnastarfsemi að veita vatni og rafmagni til notenda. Enn blasir þó við að stjórnendur Orkuveitunnar þurfa að hagræða gríðarlega til að koma fyrirtækinu í gegnum þetta erfiða tímabil. En hvernig er réttlátt og sanngjarnt að gera það? Minnka umsvif og skera niður í starfseminni eða senda reikninginn til íbúa?
Einhliða hækkanir á íbúa - súr lausn
Hanna Birna skrifar góða grein í Morgunblaðið í morgun sem ég hvet fólk að lesa. Eins og hún segir þar var afstaða til þessara mála algjörlega skýr. Hvað Orkuveituna varðaði þurfti að skoða hvernig draga mætti úr umsvifum fyrirtækisins og hagræða í rekstrinum og samhliða því að hækka verðskrár hóflega. Þar sem öllum hækkunum var frestað á tímabilinu 2008 - 2010 er ljóst að það þurfti að minnsta kosti að taka tillit til verðlagshækkana en það yrði aldrei gert eitt og sér heldur yrðu hagræðingaraðgerðir í rekstrinum skoðaðar samhliða. Það er engin sanngirni í því að íbúar fái ekki að heyra hvaða aðrar hagræðingartillögur eru til umræðu ef þeir eiga að greiða reikninginn.
Aðgerðaráætlun í pólitískri sátt skilaði hallalausum borgarsjóði
Frá því 2008 var aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar sáttaplagg um það hvernig borgaryrirvöld sáu fyrir sér að vinna sig út úr bankahruninu. Þar var ákveðið í pólitískri sátt að leysa ekki fjárhagsvandræði borgarinnar eða fyrirtækja hennar með því að seilast í vasa íbúa heldur leita annarra leiða. Þessi vinna gekk vonum framar eins og þjóð veit og borgarsjóður rekin hallalaus síðan þá.
Aðgerðaráætlunin - Hver er afstaða Samfylkingar og Besta flokks?
Þrátt fyrir samvinnuvilja liggur ekkert fyrir um hver afstaða meirihlutans er til aðgerðaráætlunarinnar sem allir flokkar stóðu að baki fyrir kosningar. Sú sátt sem þar náðist er því í uppnámi. Borgarbúar eiga heimtingu á að fá skýr svör. Væri ekki ágætt að fara að taka á þessu - það er september í næstu viku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)