Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
27.11.2008 | 10:35
Kappræður Guðlaugs og Ögmundar í kvöld
Vek athygli á þessum fundi:
GUÐLAUGUR ÞÓR OG ÖGMUNDUR JÓNASSON TAKA ÞÁTT Í KAPPRÆÐUM
Kappræður verða milli stjórnmálamannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra og Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns VG, í kvöld fimmtudagskvöldið 27. nóvember í Öskju, húsnæði náttúrufræðideildar Háskóla Íslands og hefst fundurinn kl.20
Umræðuefni kvöldsins verður Icesave - IMF - ESB og framtíð íslenskra efnahagsmála.
Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Fundurinn er haldinn á vegum Varðar, fulltrúafélags sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 01:45
Miðborgin, miðborgarkortin og félagið Miðborg Reykjavíkur
Í morgun hélt félagið Miðborg Reykjavíkur fund fyrir aðila sem sinna verslun og þjónustu í miðborginni. Gestur fundarins var Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og kynnti starf samtakanna fyrir þeim sem sóttu fundinn. Á eftir spunnust umræður um ýmisar hugmyndir sem lúta að betri miðborg og jóladagskrá miðborgarinnar. Ljóst er að miklilvægt er að skapa gott samstarf milli aðila í miðborginni til að nýta tækifæri sem best, þetta má til dæmis gera með því að ná sátt um ákveðna opnunartíma þar sem allir sem mögulega geta leggjast á eitt um samræmda tíma. Markaðssetning félagsins sem lýtur að því að hvetja til verslunar í miðborginni nýtist þá einnig best. Aðilum í verslun og þjónustu í miðborginni sem vilja taka þátt í að vinna að sameiginlegum hagsmunum er bent á að hafa samband við Miðborg Reykjavíkur, sjá nánar á vefnum www.midborgin.is
Læt hér fylgja færslu sem var áður birt svona til upplýsinga:
Mjög mikilvægt er að við Reykvíkingar hugum að miðborginni. Miðborgin er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og við hljótum öll að eiga það sameiginlegt að vilja halda því afli eins sterku og á verður kosið. Oft heyrast raddir um að nóg sé komið að því að huga að miðborginni og meira þurfi að gera fyrir önnur hverfi í borginni sem á eflaust oft rétt á sér en engu að síður eru það hagsmunir allra sem hér búa að miðborgin sé þannig að sómi sé að því að fá ferðamenn heim.
Í þessum töluðu/skrifuðu orðum vinna aðilar í ferðaþjónustu þar á meðal Reykjavíkurborg að því að auka ferðamannastrauminn. Fyrir liggur að mikill áhugi hefur verið á því að sækja landið heim en margir hafa gefið þá skýringu að of dýrt sé að dvelja hér og því sæki þeir frekar annað í ferðalög. Nú er auðvitað lag að fá þennan hóp til að nýta tækifærið og koma á meðan gengið er þeim hagstætt.
Flestar miðborgir eru þess eðlis að þar er að finna helstu menningarverðmæti viðkomandi svæðis sem vekur athygli þeirra sem koma til að skoða land og þjóð. Afar brýnt er því að sinna þessum verðmætum, vekja athygli á hvar þau er að finna og auðvelda aðgengi að þeim. Engu að síður er verslun og þjónusta í miðborgum ekki síður nauðsynleg til að viðhalda því mannlífi sem þarf til að auka krafta aðdráttaraflsins. Eins brýnt er því að sinna því verkefni að hlúa að verslun í miðborginni.
Langar svo að vekja athygli á miðborgarkortunum sem hægt er að lesa um á þessum vef www.midborgin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 22:20
Blekkingar?
Sumir halda því fram að augljóst sé að stjórnmálafólk í æðstu stöðum hafi í raun vitað miklu meira en látið var uppi í fyrstu um vanda bankanna og hversu afdrifaríkar afleiðingar hann gæti haft. Þetta er svo aftur notað sem rök fyrir því að þau hafi verið að blekkja fólk og draga það á asnaeyrum. Mig langar aðeins að leggja nokkur orð í belg.
Setjum okkur í spor þessara kjörnu fulltrúa. Á skömmum tíma varð vandi bankana gífurlega mikill vegna lánsfjársskorts, sem átti uppruna sinn í húsnæðislánakerfi Bandaríkjanna. Ljóst er að bankarnir höfðu siðast liðið ár unnið að því að selja eignir og hagræða en lítið dugði. Að sama skapi höfðu aðgerðir til að efla gjaldeyrisforðann ekki verið nærri því eins miklar og þurft hefði til að verja bankanna, sem höfðu stækkað mjög mikið á undanförnum árum. Þegar stjórnmálamenn voru beinlínis kallaðir að borðinu var vandamálið orðið slíkt að ríkisstjórn og Alþingi fengu ekki rönd við reist.
Við slíkar aðstæður skiptir máli að meta umfang vandans og ná tökum á honum í stað þess að bera hann á torg og vekja ótta með ótímabærum yfirlýsingum. Slíkt hefði einungis leitt af sér frekari erfiðleika. Menn trúðu að hægt væri að sigla framhjá ísjakanum og áttu alls ekki von á þeim áföllum sem alþjóðakreppan hefur kallað yfir bankakerfið.
Þegar rýnt er í þessa stöðu af sanngirni er auðveldara að skilja viðbrögð ráðamanna sem löngum héldu því fram að bankarnir stæðu vel. Að undanförnu hafa myndskeið og tilvitnanir ítrekað verið endurspiluð og rifjuð upp í fjölmiðlum að því er virðist beinlínis í þeim eina tilgangi að grafa undan trúverðugleika stjórnamálamanna og annarra og má nefna í því sambandi Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu, Þórð Friðjónsson o.fl. Minna hefur að sjálfsögðu farið fyrir því, að fréttamiðlarnir rifji upp eigin sýn á ágæti bankanna og útrásarinnar, þegar allt lék í lyndi.
Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Það sem við getum lært af atburðarásinni er að ekkert okkar hafði nægilegar upplýsingar til að sjá þessa hluti fyrir. Vandamálið var til skamms tíma ósýnilegt stjórnvöldum, alþingismönnum, fjölmiðlum og hvað þá almenningi. Ekki var hægt að lesa hættumerkin úr uppgjörum eða niðurstöðum neins eins félags eða fyrirtækis og allt leik í lyndi í ríkisfjármálunum. Eftirlitsstofnanir fylgdust með og töldu reksturinn í eðlilegum skorðum. Annað kom svo í ljós þegar á reyndi.
Við þurfum að læra af því sem hefur gerst og bregðast við til að sagan endurtaki sig ekki.
Mikilvægi þess að byggja á góðum upplýsingum er gríðarlegt. Mikilvægt er að stjórnvöld hugi að því hvernig bæta megi úr þessum vanda í framtíðinni. Sífellt þarf að vera að endurskoða upplýsingastreymi til ráðamanna, fjölmiðla og almennings. Upplýsingar þurfa að vera til staðar, aðgengilegar á einum stað á skiljanlegan hátt, ekki bara fyrir fáa útvalda heldur fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér þær. Á upplýsingaöld ætti slíkt að vera gerlegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.11.2008 | 17:40
Miðborgin og miðborgarkortin
Mjög mikilvægt er að við Reykvíkingar hugum að miðborginni. Miðborgin er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og við hljótum öll að eiga það sameiginlegt að vilja halda því afli eins sterku og á verður kosið. Oft heyrast raddir um að nóg sé komið að því að huga að miðborginni og meira þurfi að gera fyrir önnur hverfi í borginni sem á eflaust oft rétt á sér en engu að síður eru það hagsmunir allra sem hér búa að miðborgin sé þannig að sómi sé að því að fá ferðamenn heim.
Í þessum töluðu/skrifuðu orðum vinna aðilar í ferðaþjónustu þar á meðal Reykjavíkurborg að því að auka ferðamannastrauminn. Fyrir liggur að mikill áhugi hefur verið á því að sækja landið heim en margir hafa gefið þá skýringu að of dýrt sé að dvelja hér og því sæki þeir frekar annað í ferðalög. Nú er auðvitað lag að fá þennan hóp til að nýta tækifærið og koma á meðan gengið er þeim hagstætt.
Flestar miðborgir eru þess eðlis að þar er að finna helstu menningarverðmæti viðkomandi svæðis sem vekur athygli þeirra sem koma til að skoða land og þjóð. Afar brýnt er því að sinna þessum verðmætum, vekja athygli á hvar þau er að finna og auðvelda aðgengi að þeim. Engu að síður er verslun og þjónusta í miðborgum ekki síður nauðsynleg til að viðhalda því mannlífi sem þarf til að auka krafta aðdráttaraflsins. Eins brýnt er því að sinna því verkefni að hlúa að verslun í miðborginni.
Langar svo að vekja athygli á miðborgarkortunum sem hægt er að lesa um á þessum vef www.midborgin.is
Aðilum verslunar- og þjónustu í miðborginni sem vilja taka þátt í að vinna að sameiginlegum hagsmunum er bent á að hafa samband við Miðborg Reykjavíkur, sjá nánar á vef.
Bloggar | Breytt 19.11.2008 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 23:26
Smugan - Samfélag Sprotafyrirtækja fær samkeppni ;-)
Í blöðunum í dag las ég um að nýtt vefrit "Smugan" væri á leiðinni í útgáfu, varð smá hugsi því Smugan er heitið á félagsskap sprotafyrirtækja sem hafa deilt saman húsnæði við Klapparstíg og verið þar sl. eina og hálfa árið. Við vorum einmitt að fara að hanna merkið okkar (logo-ið) en höfðum ekki verið með sérstakt logo hingað til og hugmyndakassinn verður opnaður á morgun. Gaman verður að sjá hvort merkin verða eitthvað svipuð, það er að segja okkar og vefritsins.
Svona til upplýsinga þá eru eftirfarandi aðilar í Smugunni að Klapparstíg:
Sjá - vefráðgjöf og prófanir, Marimo forritun og lausnir, OS-Studio Arkitektar, Gjörningaklúbburinn, Tónlistarmenn, Enna ehf, Sprettur - þjálfarar í Agile og Scrum aðferðinni (bara nerdar vita hvað þetta er :-), Design group Italia - hönnuðir, Nordic, Nyt - o.fl. aðilar.
En við í Smugunni óskum vefritinu Smugunni til hamingju með framtakið og nafnið!
Bloggar | Breytt 7.11.2008 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 23:00
Nútímaleg vinnubrögð
Hanna Birna, borgarstjóri, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík eru að gera góða hluti í borginni. Í haust var settur á fót aðgerðahópur sem hafði það að markmiði að skoða hvernig nýta mætti fjármagn í borginni betur og í því skyni var mikil áhersla lögð á samráð. Samráðið fólst í því að við borðið sátu fulltrúar minnihluta og meirihluta, og einnig var lögð áhersla á samráð og hugmyndavinnu með sviðstjórum og helstu stjórnendum í borginni. Þegar góð vinnubrögð fá að njóta sín láta niðurstöðurnar oft ekki á sér standa. Þegar kreppan reið yfir stóð borgin eins tilbúin og hægt var, búið var að skoða hvern krók og kima í fjármálunum og fyrir lágu tillögur í svokallaðra aðgerðaáætlun sem kynnt hefur verið í fjölmiðlum undanfarið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)