Smugan - Samfélag Sprotafyrirtækja fær samkeppni ;-)

Í blöðunum í dag las ég um að nýtt vefrit "Smugan" væri á leiðinni í útgáfu, varð smá hugsi því Smugan er heitið á félagsskap sprotafyrirtækja sem hafa deilt saman húsnæði við Klapparstíg og verið þar sl. eina og hálfa árið. Við vorum einmitt að fara að hanna merkið okkar (logo-ið) en höfðum ekki verið með sérstakt logo hingað til og hugmyndakassinn verður opnaður á morgun. Gaman verður að sjá hvort merkin verða eitthvað svipuð, það er að segja okkar og vefritsins.

Svona til upplýsinga þá eru eftirfarandi aðilar í Smugunni að Klapparstíg:

Sjá - vefráðgjöf og prófanir, Marimo forritun og lausnir, OS-Studio Arkitektar, Gjörningaklúbburinn, Tónlistarmenn, Enna ehf, Sprettur - þjálfarar í Agile og Scrum aðferðinni (bara nerdar vita hvað þetta er :-), Design group Italia - hönnuðir, Nordic, Nyt - o.fl.   aðilar.

 En við í Smugunni óskum vefritinu Smugunni til hamingju með framtakið og nafnið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband