Mér finnst þetta flott

Mér finnst þetta flott, skemmtilegt og nauðsynlegt.

Á vef borgarinnar er eftirfarandi frétt.

"Reykjavíkurborg leitar nú leiða til að nýta fjármuni borgarinnar sem best og draga saman í rekstrinum án þess að skerða grunnþjónustu, hækka gjaldskrár og fækka störfum.

Í fyrra var leitað til starfsfólks og óskað eftir hagræðingarhugmyndum fyrir  fjárhagsáætlun 2009. Starfsfólk lét ekki sitt eftir liggja og fram komu um 1500 tillögur til hagræðingar, af þeim komu strax til framkvæmda um 300 þeirra og enn er verið að vinna úr fjölda hugmynda og verkefna. Reykjavíkurborg hefur nú verið tilnefnd til verðlauna fyrir nýsköpun hjá Samtökum Evrópuborga (Eurocities) fyrir þetta verkefni og verða úrslitin kunngjörð í lok nóvember.

Í ljósi þessa frábæra árangurs leitum við ekki aðeins til starfsfólks heldur borgarbúa allra og óskum eftir tillögum um leiðir til hagræðingar. Allar tillögur stórar sem smáar eru vel þegnar og rétt er að minna á að margt smátt gerir eitt stórt."

Smelltu svo hér til að senda inn hugmynd.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Greinilegt að stjórn borgarinnar er í góðum höndum,en það verður ekki sagt um stjórn landsins sem virðist ráðvilt eins og höfuðsóttar kind.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.10.2009 kl. 10:50

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Áslaug, núverandi borgarstjórn er greinlega að gera frábæra hluti og ná árangri í samræmi við stjórn og stefnu.

Annað en kolómöguleg vinstri ríkisstjórn sem í einu og öllu knýr fram mál í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar !!

Sigurður Sigurðsson, 27.10.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er huggun harmi gegn að verða vitni að góðum stjórnarháttum í Reykjavíkurborg að nýju eftir langt hlé.

Reykjavíkurborg er eins og vin í eyðimörkinni sem sýnir að samstöðustjórnmál, sem ég vill kalla svo, eru vel möguleg ef raunverulegur vilji er fyrir hendi hjá meirihlutanum. Hanna Birna, borgarstjóri, er vaxandi stjórnmálamaður sem kann þá list að fá fólk úr öllum flokkum til að starfa saman í þágu borgarbúa. Hún hefur líka greinilega í kringum sig í Sjálfstæðisflokknum einvala lið.

Jón Baldur Lorange, 27.10.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband