14.10.2009 | 14:21
Glæsilegt að fá Þórey
Óska Þórey til hamingju með nýja starfið. Hún mun eflaust sinna því vel eins og öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. Veit að hennar er sárt saknað úr hönnunargeiranum þar sem hún hefur látið kveða að sér síðastliðið ár. Það er fengur fyrir sjálfstæðisflokkinn að fá hana til starfa.
Ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nf. Þórey
þf. Þóreyju
þgf. Þóreyju
ef. Þóreyjar
með góðri kveðju.
Eiður Svanberg Guðnason, 14.10.2009 kl. 14:54
Skrýtið að framkvæmdastjóri kunni hvorki málfræði né stafsetningu.
Skarfurinn, 14.10.2009 kl. 17:50
Það er ekkert skrýtið að menn ruglist og séu kannski ekki með málfræðireglur á hreinu. Áslaug er mun betur máli farin en 80% bloggara. Óþarfi að vera með svona komment, Eiður benti á það sem benda þurfti á varðandi það. En hvað með það sem að bloggið fjallaði um? Eitthvað um það?
Heimir Tómasson, 16.10.2009 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.