Auðlindir eru í eigu opinberra aðila. Enginn er að selja þær.

Bendi á góða grein Árna Sigfússonar og Böðvars Jónssonar í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni kemur meðal annars fram:

Að auðlindirnar sjálfar eru í opinberri eigu skv. lögum og ekki er verið að selja þær þó að hlutir í félaginu HS Orku færist á milli aðila.

Að öll sú framtíðarorka sem HS orka aflar á umræddu landi á Suðurnesjum fer í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.

Að engu breytir hvort útlendingar eða Íslendingar eiga fyrirtækið, samningar um nýtingu orkunnar standi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Áslaug, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér en sporin hræða sbr. kenningar HHG um dautt og lifandi fé:

  http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Það er svona öfgastefna sem er búin að koma Íslandi á vonarvöl og veðsetja framtíð komandi kynslóða. 

Sigurður Þórðarson, 2.9.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjá hverjum er nýtingarrétturinn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.9.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það er ekki nóg að auðlindirnar séu í eigu opinberra aðila.  Það sem gerir flesta áhyggjufulla er að HS orka sem nýtir auðlindirnar er að stórum hluta í eigu erlendra aðila þannig að hluti virðisaukans af framleiðslunni fer til erlendra aðila en ekki innlendra og nýtist því ekki í atvinnuuppbyggingu.

Lúðvík Júlíusson, 2.9.2009 kl. 23:35

4 identicon

Árni talar vel og er sannfærandi og alltaf vel klæddur. 

En 'af ávöxtunum skulið þér þekkja þá', erum við ekki búin að kanna dásemdir einkaframtaksins í rekstri fákeppni eða einokunarfyrirtækja nægilega vel?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 09:57

5 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Það er ekkert annað en sala eigna þegar yfirráðarétturinn er leigður til 65 ára. Þegar sá tími er útrunnin þá mun ég verða 102 ára. En væntanlega búinn að liggja undir grænni torfu í þó nokkur ár. Leiga sem nær yfir tímabil heillar kynslóðar er það ekkert annað en sala.
Íslendingar virðast enn halda að við lifum í einhverri draumaveröld. En raunveruleikinn er sá að þegar við hættum að þóknast auvaldskypulaginu þá verður ekkert tekið á okkur með einhverjum silkihönskum. Einnig er reynsla þeirra þjóða sem láta frá sér auðlyndir sýnar eftir forskrift hinna alþjóðlegu stofnana eins og AGS  að þær verða arðrændar. Heldur einhver virkilega að fyrirtæki eins og Magma energy sé að hlutast til um orkufyrirtæki á Íslandi af einhverri góðmennsku. Nei það á að reyna að fá eins mikið út úr auðlyndunum og hægt er.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 3.9.2009 kl. 10:55

6 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Tökum bara smærra dæmi. Þegar þú gerir samning um að leigja íbúð, leggur til ýmsan kostnað s.s. að flytja inn, fá síma, net, mála og fleira, viltu þá ekki tryggja að þú eigir allavega rétt á að fá að vera í íbúðinni í 6 mánuði eða lengur?

Þetta dæmi má alveg uppreikna miðað við það fé sem Magma sér fyrir sér að setja í uppbygginguna - hér 75 milljarðar.

Hvað mynduð þið telja réttlátt?

Áslaug Friðriksdóttir, 3.9.2009 kl. 14:19

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skilst að þetta sé 65 ára leiga - mikið ?

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2009 kl. 17:18

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Nýting jarðhitakerfa er ekki einfaldur rekstur og séu þau ofnýtt þá endast þau einfaldlega ekki eins lengi. Erlend fyrirtæki sem fjárfesta í fyrirtækjum sem afla orku munu hafa tilhneigingu til að hámarka arð sinn á sem skemmstum tíma. Því er að mínu viti nauðsynlegt að hafa mikið aðhald með einkavæðingu fyrirtækja sem nýta auðlindir, sama hvort þær eru á sjó eða landi. Erlendu aðilarnir mega ekki eignas ráðandi hlut, og kannski má segja að sá öryggisventill þurfi að vera til staðar að meirihluti þessara fyrirtækja þurfi að vera í innlendri opinberri eigu.

Og svo er náttúrulega alveg forkastanlegt að afhenda einkaaðilum þessi fyrirtæki á silfurfati líkt og bankarnir voru afhentir einkavinun ákveðinna stjórnmálaafla til arðráns. Stjórnvöld sem fara þannig með aðrar auðlindir þjóðarinnar skulu taka pokann sinn hið fyrsta. Slíkt verður tæpast liðið lengur.

Ómar Bjarki Smárason, 3.9.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband