Samfylking og Vinstri græn enda á að fara leið Sjálfstæðisflokksins

Það er ótrúlegt að ríkisstjórnarflokkarnir geti ekki gefið kjósendum skýrari svör. Meira að segja gekk Jóhanna svo langt að tala um vinstri flokkana en ekki bara sinn eiginn flokk í lokaorðum sínum á RÚV í kvöld eins og hún væri farin að leiða báða flokkana!

Vinstri græn vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um, ef Samfylking nær að hafa sitt í gegn væri það hrein svik við kjósendur vg. 

Á endanum verður leið Sjálfstæðisflokks farin - þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn og svo aftur um samninginn sjálfan. 

Það er með ólíkindum hvað Samfylkingin hefur getað falið sig á bak við Evrópumálin í þessari kosningabaráttu og nánast komið sér hjá því að leggja fram aðgerðir til uppbyggingar. Kaupin með Evrópusamningnum skila okkur engu á meðan heimsbyggðin er undirlögð af kreppunni.


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Á meðan hlutdrægir óábyrgir "fréttamenn" koma í veg fyrir málefnaleg umræðu eru þeir að þjóna dósaberjarastjórninni - stjórn sem var mynduð með svikum og ofbeldi.

Eini flokkurinn sem hefur lagt fram leiðir til farsælla lausna er Sjálfstæðisflokkurinn. Þær leiðir hafa ekki fengist ræddar enda fjölmiðlar uppteknir við sitt eigið andlega haughús.

Það er eðlilegt að minnihlutastjórnin taki upp markmið Sjálfstæðisflokksins - í þeirra eigin röðum er ekki til óbrjáluð hugsun og kanski engin hugsun.

Þegar þessir flokkar hafa síðan klúðrað málunum tekur Sjálfstæðisflokkurinn við - eins og fyrir 18 árum þegar skútan var sokkin - og hreinsar upp óhroðann.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.4.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

jú kannast einmitt við einn nátengdan mér sem tók við ríkisfjármálunum í sama ástandi og nú er eftir vinstristjórnarárin

Áslaug Friðriksdóttir, 25.4.2009 kl. 00:52

3 identicon

Nú!  Ég hélt að hrunið hefði verið Sjálfstæðisflokknum að kenna, en þetta voru þá bölvaðir kommarnir eftir allt.  Þeir eru lúmskir...

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:19

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæl Áslaug

Það er margt snúið í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn er með draug fortíðarinnar í eftirdragi og mun tapa miklu fylgi vegna þess. Hvaða skoðun sem menn kunna svo að hafa á því.

Það sem veldur mér meiri áhyggjum er að Samfylkingin leiði ríkisstjórn á þessum tímum án þess að hafa nokkra burði til þess. Það þurfti að þvinga Jóhönnu til að taka að sér formennsku, sem hún gegnir nú gegn vilja sínum. Hún ætlaði að hætta í pólitík og það má sjá að hún er þreytt og vantar allan neista. Henni stekkur ekki bros.

Þegar svo illa árar eins og raun ber vitni, þarf leiðtogi þjóðarinnar að búa yfir trausti, kunna að tala við fólk, útskýra erfiða hluti og um leið að efla trú meðal þjóðarinnar á framtíðina. Benda á leiðina út. Ekki með velferðarbrú til Brussel og skilyrðislausri uppgjöf, heldur að raunhæfa leið út. Leið sem kallar á kraft, vinnu, sköpun og ábyrgð. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki það sem þarf til að stýra ríkisstjórn Íslands í svona erfiðleikum. Ekki lengur. Hennar tími kom aldrei, ef að er gáð.

Haraldur Hansson, 25.4.2009 kl. 12:42

5 identicon

Þið Sjálfstæðisfólk eruð ótrúlega ótrúverðug í málfluttningi ykkar. Mig langar að spyrja þig einnrar samviskuspurningar, hvernig getur þú heiðarleika þíns vegna starfað eða stutt flokk sem er jafn ógeðfeldur og spilltur og Sjálfstæðisflokkurinn er?

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 19:34

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú ættir að koma fram undir nafni Valsól með þessar ósmekklegu ásakanir. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB er mikilvæg og undarlegt að Samfylkingin og VG geti ekki komið sér þar saman.

X-D

Hilmar Gunnlaugsson, 25.4.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband