23.2.2009 | 11:47
Verktakar og ríkið - hvað er málið?
Sumir stjórnmálamenn eru fastir í þeirri gömlu lummu að telja verktaka til hins illa. Verktaka séu hluti af spillingunni sem felst í því að velja vini sína til verka. Verktakar eru einfaldlega einkaaðilar sem taka að sér verkefni. Þessu fylgir sveigjanleiki fyrir hið opinbera og gerir markaðinn fjölbreyttari og faglegri. Við sem þjóð fáum mun meira út úr því að stuðla að fagþekkingu hjá ákveðnum hópum og ráða slíka hópa til verka frekar en að hið opinbera ráði starfsmenn í hlutina. Nú er lag að koma verkefnum hins opinbera í auknum mæli fyrir hjá verktökum en stækka ekki umfang ríkisins. Í slíkum vinnubrögðum getur falist mikill hvati fyrir raunverulega nýsköpun.
Athugasemdir
Hefur þetta ekki verið að gerast hjá okkur
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 14:27
jú við hefðum þurft að draga úr ríkisvæðingunni miklu meira en gert var.
Áslaug Friðriksdóttir, 23.2.2009 kl. 14:51
kanski þessvegna sem ríkisútgjöld hafi aukist um ca 40% síðastliðin 9 ár
Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 19:57
Hver er fyrsta hugsun verktaka þegar hann byður í verk? Að hafa af því gróða. Hvað gerir verktaki þegar hann sér að hann hefur boðið of lágt í verk?Leitar leiða til að finna að útboði verksins, eða nota ódýrustu efni til verksins.Allt eru þetta margsannaðar staðreyndir úr verktakabransanum. Fagleg þekking einstaklings er hin sama hvort sem hann vinnur hjá einstakling eða hinu obinbera.Mismunurinn á milli kostnaðar við verk sama hóps unnin fyrir sveitarfélög eða ríki annarsvegar og verktaka hinsvegar er aðeins einn MILLILIÐAGRÓÐI VERKTAKANS.
Lára Ágústsdóttir, 23.2.2009 kl. 20:54
Rangt.... akúrat þetta er að setja allt á hausin og þá sérstaklega sveitarfélögin. Sumt er í fínu lagi að bjóða út, en svo er annað sem slíkt fyrirbæri á ekki að koma nálægt. Oft er þetta óþarfa milliliður sem gerir verkið bara dýrara fyrir svo utan allan þann kostnað sem fer í það útbúa helv.... útboðsgögnin.
Dæmi verk sem kostaði 130.000 í að gera útboðsg. tilboð hljóðaði uppá kr 980.000, en svo var haft samband við bónda sem vann verið fyrir 380.000. reiknið nú:)
(IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:42
Lára, hvað er svo skelfilegt við gróða ? Það er líka til spilling í framkvæmdum hins opinbera, þess eru mýmörg dæmi. Hver man ekki eftir skandalanum við endurnýjun Þjóðleikshússins ? Það eru ávallt tvær hliðar á peningi, ekki satt ?
Með góðri kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 24.2.2009 kl. 09:01
Held að sjaldnast sé um óþarfa millilið að ræða og útboðin tryggja réttan verðmiða. Mikið betur fer að ríkið styðji við atvinnulífið með því að bjóða út verkefni heldur en að við verðum öll ríkisstarfsmenn. Hugsjónir og sýn á hvernig má gera hlutina öðruvísi en þeir gerast venjulega knýr nýsköpun og slíkt blómstar betur úti í bæ án afskipta ríkisins.
Áslaug Friðriksdóttir, 24.2.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.