Vefmál yfir kaffisopa (e. open coffee)

Þessi skemmtilega hugmynd er víða annars staðar notuð og nú kominn tími til að prófa hana hér á skerinu. Open Coffee events  eru reglulegir óformlegir kaffisopar fyrir frumkvöðla, framkvæmdaglaða, pælara, fjárfesta og alla sem hafa áhuga á að hitta aðra sem hafa áhuga á sömu málum og ræða eða deila hugmyndum. Bæði til skemmtunar og fróðleiks, http://www.sja.is/opencoffee

Nú ætla starfsmenn Sjá og vinir þeirra að hefja slíkan hóp um vefmál. Allir velkomnir næstu fimmtudagsmorgna kl. 8 á Kaffitár í Bankastræti, byrjum á morgun.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Gott mál, en er þetta ekki sama hugmynd og "First Thuesday", sem gékk hér um skamma hríð?

Júlíus Valsson, 16.4.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Sæll, þekki first thuesday ekki. Af þeirri vefsíðu sem þú vísar á virðist ekki mikið sameiginlegt með þeirri hugmynd og þessari - nema þá sú hugmynd að fólk með áhuga á ákveðnum hlutum hafi tækifæri á að hittast. Gaman væri samt að vita hvort og hversu vel þetta gekk þó hríðin hafi verið skömm. 

Áslaug Friðriksdóttir, 16.4.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta gekk ágætlega á sínum tíma og voru fundir haldnir á Hótel Borg og víðar þar sem leiddir voru saman frumkvöðlar og fjárfestar. Þetta voru svona "Think "Tank" fundir. Ég veit ekki af hverju þetta lagði upp laupana. E.t.v. náðu menn ekki saman (þrátt fyrir ókeypis bjór). Þessi samtök virðast enn vera talsvert virk t.d. í London.

Júlíus Valsson, 16.4.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér, þá held ég að vandinn felist í því að hinir raunverulegu fjárfestar þ.e. þeir sem halda utan um fjármagnið mæta ekki á svona fundi. Í besta lagi senda þeir sinn "gatekeeper", sem virðast hafa mikinn áhuga hver á öðrum en engan á frumkvöðlum eða hugvitsmönnum.

Júlíus Valsson, 16.4.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband