6.3.2008 | 10:34
Greiðslur til foreldra
Af því að málið hefur verið svo mikið í fréttum langar mig aðeins að bæta við í umræðuna. Rétt er að taka það fram að endanleg útfærsla á þjónustugreiðslum til þeirra foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi fyrir börn sín liggur ekki fyrir og verið er að skoða málið.
Hugmyndir eru uppi um að greiðslan verði svipuð og niðurgreiðsla til dagforeldra, eða rúm 30 þúsund á mánuði fyrir 8 tíma vistun og greitt verði til foreldra barna 18 mánaða og eldri sem komast ekki inn á leikskóla. Þetta eru hugmyndir sem leikskólaráð á eftir að fjalla um og samþykkja. Fleiri hugmyndir að þjónustu verða einnig skoðaðar t.d. einhvers konar tilbrigði við dagforeldraþjónustu og hvernig fjölga má leikskólaplássum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.