5.12.2016 | 15:20
Er ekki komið gott?
Meirihlutinn í Reykjavík setti miklar hagræðingaraðgerðir á dagskrá fyrir ári síðan til að bjarga A-hluta borgarsjóðs en þá stóð til að hagræða um 1.780 milljónir króna á þessu ári, og fyrir árið 2017 átti hagræðingin að vera 1.155 milljónir.
Nú þegar árið er í þann mund að líða og litið er yfir farinn veg þá má sjá þessa klausu í 9 mánaða uppgjöri þessa árs "Rekstrargjöld voru án afskrifta 69.014 mkr eða um 181 mkr undir fjárhagsáætlun.". Nú eru auðvitað ekki öll kurl komin til grafar því enn á eftir að taka allt árið saman en ekki er hægt að segja að þetta líti sérstaklega vel út. Á fyrstu 9 mánuðunum er hagræðingin brot af áætlun.
Á morgun er til umfjöllunar fjárhagsáætlun næsta árs. Þar er búið að draga verulega niður í hagræðingunni eða frá 1.155 milljónir og niður í 870 milljónir þannig að ljóst er að lítið mark má taka af þessari ótrúverðugu áætlunargerð meirihlutans í Reykjavík.
Verklagið er með ólíkindum í herbúðum borgarstjóra sem er orðin sérfræðingur að rúlla boltanum inn í framtíðina en takast ekki á við þau mál sem brýnust eru. Stofnaðar eru nefndir sem hægt er að vísa á að séu að störfum í stað þess að að þurfa að svara þessum "óþægilegu" málum sjálfur.
Andvaraleysið gagnvart því hvernig þjónusta við íbúa þarf að þróast á næstu árum til að mæta þörfum íbúa er alvarlegt og óþolandi. Ráðast þarf í gagngerar breytingar á velferðar og skólakerfi en borgarstjóri virðist engar skoðanir hafa á þeim, né öðru því sem óþægilegt er að svara fyrir.
Athugasemdir
Hefur þetta ekki alltaf verið rekið svona. Ég man ekki betur en að þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni, þá hafi þetta verið alveg eins.
Steindór Sigurðsson, 6.12.2016 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.