Gegnsæið í vinnslu hjá nefnd

Í fjögur ár hefur tillaga Sjálfstæðismanna í Reykjavík um að vinna að auknu gegnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar verið í "vinnslu" hjá meirihlutanum í borginni. Það er því ekki skrítið að við undrumst um hvernig hlutunum er stýrt á bak við tjöldin í borgarstjórn.

Eitt helsta áhugamál meirihlutans þegar kemur að gagnsæis- og lýðræðismálum hefur verið að vísa málunum í "nefnd" eða í  Pírataráðið svokallaða. Lýðræðis- og gegnsæisráð...nei Stjórnkerfis og lýðræðisráð heitir það víst,  hefur sem sagt tekið við ýmsum málum og sett í vinnslu þar sem klukkan virðist ganga afturábak og lítið er að frétta eins og sagt er. Aukið gegnsæi er hins vegar eins og alþjóð veit besta leiðin til að veita aðhald og eftirlit. 

Nú þegar fréttist af því að fjármálaráðuneytið hafi unnið að sömu málum á nokkrum vikum og ætli að opna fyrir fyrstu upplýsingarnar á þessu ári er heilmikil ástæða til að spyrja hvert tíminn fór í "nefndinni". Er stjórnun ábótavant eða er helsta ástæðan lítill áhugi meirihlutans á því að auka aðgengi íbúa að tómum sjóðum og "skemmtilegum" reikningum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband