Skuldasöfnun ótrúleg á kjörtímabilinu

Það er ótrúlegt að ímynda sér skuldasöfnun borgarinnar. Skuldir borgarinnar hafa aukist um 625 þúsund á klukkustund allt kjörtímabilið! Um leið hafa tekjur aukist en borgarbúar fá ekki að njóta þeirra. Meirihlutinn hefur verið að keyra á sama "módeli" öll árin og lítið verið gefinn fyrir að hugsa um þær breytingar sem verður að fara að sinna. Í framtíðinni mun þetta módel ekki ganga til að sinna öllum þeim fjölda sem þurfa á þjónustu að halda. Ekki er fjárfest í neinum breytingum og lítið hlustað á þjónustuþega.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Því hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflpkksins þagað þunnu hljóði?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2014 kl. 16:32

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Hér eru tenglar á einhver af mínum skrifum um málið, svo hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á kjörtímabilinu send ut ótal fréttatilkynningar og skrifað greinar og mætt í alla þá fjölmiðla sem hafa viljað um málið fjalla. Ekki er hægt að taka undir að þeir hafi þagað þunnu hljóði.

Hins vegar er það svo að sífellt verður erfiðara að koma skilaboðum áleiðis.

http://aslaugfridriks.blog.is/blog/aslaugfridriks/month/2013/12/

http://aslaugfridriks.blog.is/blog/aslaugfridriks/month/2013/5/

http://aslaugfridriks.blog.is/blog/aslaugfridriks/entry/1323532/

http://aslaugfridriks.blog.is/blog/aslaugfridriks/entry/1237259/

Áslaug Friðriksdóttir, 13.5.2014 kl. 17:30

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Núverandi borgarstjóri skrifaði grein í Frettablað fyrir stuttu og sagði borgina vel stæða með digra sjóði.

   Það hljómar hálf ílla miðað við að búið er að sprengja upp götur allt árið- og er Harpan komin á Rikisframfæri ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.5.2014 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband