16.4.2013 | 12:55
Vondu og góðu krónurnar!
Fólk verður að átta sig á þessu. Það stenst ekki skoðun að munurinn á tillögunum milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gangi út á það að Framsókn vilji láta vogunarsjóði borga en Sjálfstæðismenn vilji láta fólk sjálft borga. Það eru ekki til neinar vondar krónur og góðar krónur, þetta kemur alltaf úr sama sjóði eða einfaldlega ríkissjóði.
Bjarni Benediktsson gerir góða grein fyrir þessu í útvarpi í gær sjá hér hvet ykkur til að hlusta á viðtalið sem er stutt og laggott.
Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta skuldastöðu í gegnum afslátt af skatti og það vill hann hefja strax að loknum kosningum ekki bíða eftir því að koma hugsanlegum eignum úr þrotabúum í verð og sjá hver staðan verður þá. Þetta getur tekið mörg ár. Augljóst er að koma þarf til móts við heimilin og það án þess að skilyrða þær endurgreiðslur við önnur viðskipti.
Báðir flokkar vilja taka hart á samningum við kröfuhafa og vonandi verður sú eignamyndun sem þar fæðist til að koma til móts við heimilin og ekki síður til að rétta ríkissjóð af.
Athugasemdir
Í framsetningunni sjáðu til. Í framsetningu framsóknar er látið eins og einhverjir vondir útlendingar eigi að koma með böns af pening og borga húsnæðislán fólks og ef þeir gera það ekki undireins - þá koma framsóknarmenn keð kylfur og haglabyssu. það er framsetningin sem er trixið.
Í báðum tilfellum, Sjallaflokks og framsóknar þýðir skuldaniðurfelling náttúrulega í praxis að ríkissjóður, amenningur borgar. Framlög ríki hvort sem er með skattafslætti eða öðru kemur auðvitað einhversstaðar niður. :ap myndast gat í afkomu ríkissjóðs. Því verður svo að mæta með auknum álögum eða niðurskurði.
Þetta er einfalt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2013 kl. 14:27
Hvort snúast tillögur Sjálfstæðisflokksins um það sem þú ert að segja Áslaug eða það sem Ómar Bjarki er að tala um.Ég get ekki verið sammála þeim málflutningi að ALLT endi með því að almenningur sé látinn borga eins og Þú Ómar ert að halda fram.En ef þetta er svo eins og heldur fram Áslaug og Bjarni Benediktsson talar um líka get ég alveg verið sammála svo framarlega sé staðið við það að HLUTIRNIR SÉU GERÐIR UPP SEINNA.En hingað til hafa það einungis verið peningamennirnir sem hafa fengið sitt-ekki almenningur.En það mikilvægasta sem á að gera er að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist aftur með því að afnema verðtrygginguna.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.4.2013 kl. 14:36
Það þarf líka að vera til peningar í ríkissjóði til að hægt sé að nota skattkerfið til þessara hluta.Athugaðu að til viðbótar boðuðum skattalækkunum er þessi aðgerð ekkert annað en skattalækkun.Þá fer í raun skattprósentan úr ca.40% niður í 20-25%.Hefur ríkisjóður efni á því.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.4.2013 kl. 14:41
Við Áslaug erum í raun að segja það sama - en ég undirstrika bara eðli kosningaloforða umrædda flokka. það er þar sem munurinn er. Framsetninginn. Framsóknarflokkur talar eins og einhverji 400 milljarðar detti ofan úr himninum frá vondum útlendingum. Þetta segja þeir án þess að færa nokkur raunveruleg rök eða gögn til stuðnings uppleggi sínu. þangað til verður að líta svo á að þessir peningar komi bara úr ríkissjóði með einum eða öðrum hætti.
Sjallaflokkur leggur fram plan, og styður rökum, um hvernig þeir ætla að borga skuldir húsnæðislána. þetta er mikil framför frá Framsóknarflokki. Stór munur á. Sjallaflokkur viðurkennir þó að almenningur mun borga. Almenningur borgar náttúrulega ef hluti skatta einstaklinga verður tekinn frá til að borga skuldir. það þýðir = það vantar á tekjur ríkis til annarra hluta td. heilbrigðiskerfis o.s.frv. það þarf einhvernveginn að brúa það bil. Annaðhvort með niðurskurði eða auknum álögum. Er ekkert flókið neitt. Mjög einfalt.
Samt sem áður eru báðar tillögur óskynaamlegar og óraunhæfar. Og í rauninni óréttlátar. Þar kemur tvennt til.
1. Það er óskynsamlegt og ósanngjarnt að ríkið borgi flataniðurfellingu skulda. Borgi fyrir ríka og vel stæða sem enga aðstoð þurfa. (Því Bjarni talar eins og Sjallar ætli að fara í flata niðurfellingu.)
2. Þetta hagnast fyrst og fremst íbúum á SV horninu og er því beisiklí Landsbyggðarskattur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2013 kl. 14:47
Ps. þ.e.a.s. að Bjarni talar eins og um flata niðurfellingu að vissu leiti sé að ræða. En jafnframt virkar þetta á mann eins g þeir ríku og sem hafa mestar tekjurnar hagnist mest. þ.e. ef þeir ætla að taka visst hlutfall af skatti í þetta. Sjallar þurfa að skýra þetta betur í smáatriðum - en eg ítreka, að það er mikil framför og Sjallar eiga heiður skilið að koma með rökrænt samhengi á því hvernig þeir ætla að borga af höfuðstóli húsnæðislána með skattfé. Ættu að fá verðlaun fyrir það. Upplegg framsóknar er náttúrulega ótækt og hreinn skandall í vestrænu lýðræðisríki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2013 kl. 14:56
Ég er nú ekki sammála þér að þið hafið verið að tala sama tungumálið Ómar.En ég er sammála því að báðar þessar tillögur eru óraunhæfar.Ég hef reyndar ákveðið að láta tillögur framsóknar í salt þangað til eftir kosningar því þeir koma til með að standa við þær.Þær eru mjög góðar ef svo ólíklega vildi til að þær gengu upp(sem ég efa)þar sem réttu sökudólgarnir eru látnir borga.Tillögur Sjálfstæðisflokks er algjörlega hægt að slá út af borðinu.Hjá báðum flokkum er auk þess óréttanlegt að hafa flata niðurfellingu.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.4.2013 kl. 15:53
Fáið hannFrosta Sigurjóns til að útskiýradþetta fyrir ykkur. Honum tokst að skýra þetta fullkomlega fyrir morgunvaktinni á Bylgjunni og því ætti honum að vera í lófa lagið að skiýra þetta fyrir ykkur.
Fyrst samt ad henda útúrsnúningunum
Hlustið bara áBylgjuviðtalið.
K.H.S., 16.4.2013 kl. 21:32
Sælir bloggarar, já framsetningin blekkir það sýnist manni á öllu.
Munurinn er líka að við viljum fara almenna leið - öllum þeim sem borga af íbúðaláni sama hvernig láni fá skattaafslátt. Þak er á þeirri upphæð sem í boði er þegar um skattaafslátt ræðir. Til viðbótar ef fólk vill frekar greiða niður höfuðstól en að safna í lífeyrissjóð og njóta skattaafslátts þá er það hægt. Enda má svo sem líta á að eign sé lífeyrir. Þar er að sjálfsögðu alltaf um ákveðna upphæð að ræða. Hér er því ekkert til í því að þeir ríku séu að fá meira en aðrir.
Framsókn talar um sértæka leið (mér skilst að nú séu þeir loks búnir að segja að þeir séu einungis að horfa til verðtryggðra lána), þeir eru að horfa á sérstakt tímabil - sem þeir hafa ekki skilgreint.
Báðir flokkar (og fleiri) eru algjörlega á því að semja verði hart við vogunarsjóði og verja ríkissjóð - vonum að það skili sem mestu. Hins vegar er það mál allt saman ekki ieins einfalt og í ævintýri Framsóknarmanna.
Áslaug Friðriksdóttir, 17.4.2013 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.