Væntingar og vonleysi

Munurinn á tillögum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkurinn vill taka tillögurnar upp strax - ekki bíða eftir því að samið verði við vogunarsjóði sem enginn veit hversu langan tíma tekur.

Sjálfstæðisflokkurinn er með tillögur sem vitað er hvernig má framkvæma - Framsóknarflokkurinn fjallar um skuldir þeirra sem tóku lán á einhverju árabili án þess að nefna skýrt við hvað átt er. 

Sjálfstæðisflokkurinn notar hugtakið skattaafslátt sem að sjálfsögðu þýðir að minna verður til í ríkissjóði en er með sterka efnahagsstefnu sem mun koma atvinnulífinu af stað sem skilar tekjum til ríkissjóðs eða minnkar útgjöld ríkissjóðs að sama skapi. Framsóknarflokkurinn talar um að afsláttur af greiðslum til vogunarsjoða verði notaður til að leiðrétta stökkbreytt lán. Áður en að hægt er að nota þetta fé verður það að sjálfsögðu komið í ríkisssjóð. Þannig að um greiðslur úr ríkissjóði er alltaf að ræða.

Framsóknarflokkurinn skrúfar væntingavísitöluna upp úr öllu valdi og líklegt er að vonbrigðin verði á pari við væntingar og vonleysi það sem Skjaldborgarstjórnin skilaði. Vonandi er fólk að átta sig á þessu. 

 

Raunhæfar tillögur Sjálfstæðisflokksins eru hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þarna er stór misskilningur á ferðinni Stefán Örn. 30-50 þúsund króna skattaafsláttur á mánuði er margfalt meira en 300 þúsund króna hækkun höfuðstóls á hinni hliðinni.

Þarna gerir þú ekki greinarmun á skuldastöðu og greiðslubyrði. Höfuðstólshækkunin kemur einu sinni og hefur ekki stór áhrif á greiðslubyrði hvers mánaðar (fer eftir lánstíma og vaxtastigi), hækkar afborgunina kannski á bilinu 2-5 þúsund krónur.

Auðvitað vega 50 þúsund krónur í aukið ráðstöfunarfé í hverjum mánuði mikið á móti því. Margfalt!

Þórhallur Birgir Jósepsson, 15.4.2013 kl. 13:55

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Stóri munurinn á loforðunum er að Framsóknarflokkurinn ætlar að láta vonda útlendinga borga eftir að þeira hafa barið á þeim með kylfum og haglabyssu en Sjallaflokkur ætlar að gera þetta gegnum skattkerfið. (en segir ekki hvar eigi að skera niður á móti eða hækka álögur.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2013 kl. 17:31

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. þ.a.l. eru tillögur Sjalla raunhæfari þannig séð eða þeir geta stutt það að vissu leiti gögnum hvernig og hvað þeir ætla að gera. (Þó þeir sleppi að minnast á hina hliðina, að þetta kemur einhversstaðar niður hjá ríkinu.)

Upplegg framsóknar um að þeir ætli að taka þetta af vondum útlendingum með kylfum og haglabyssu er eitthvert frægasta kosningaloforð ever á Íslandi og eg efast um að svona loforð hafi verið sett fram í Vesturlöndum. Allavega á seinni árum. Loforð Berlúskónís um endurgreiðslur skatta er hjóm eitt miðað við loforð framsóknarflokksinns.

Það er bara að krossa fingur og vona að tal framsóknar fréttist ekki útfyrir landsteinana.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2013 kl. 17:38

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tillögur Sjálfstæðisflokks ganga út á skattaafslátt og séreignasparnað. Samtals mun þetta gefa meðallánþeganum eitthvað á milli 60 og 70 þúsund krónur í niðurgreiðslu höfuðstóls við hver mánaðarmót.

Meðan verðtryggingin er við lýði og verðbólgan er á því róli sem hún hefur verið undnfarið, hækkar hinsvegar höfuðstóll láns sem er upp á 20 milljónir um á annað hundrað þúsund króna, við hver mánaðarmót. 

Jafnvel þó verðbólgumarkmið Seðlabankans náist, vantar enn upp á að tillögur Sjálfstæðisflokks dugi til að lækka höfuðstól lána.

Þetta er ekki flókinn reikningur, en einhvernveginn virðast Sjálfstæðismenn geta ruglast í honum.

Tillögur Sjálfstæðisflokks ganga einfaldlega ekki upp, svo einfallt er það nú. Því miður.

Þá vill Sjálfstæðisflokkur ekki afnema verðtrygginguna, ekki strax a.m.k. Það er þó forsenda alls annars.

Gunnar Heiðarsson, 15.4.2013 kl. 17:43

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég hef á tilfinningunni að þú sért að sjá ljósið Áslaug María, en enn er nokkuð í land.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að Sjálfstæðisflokkurinn stilli sér upp með stjórnarflokkunum. Það var óráð í Icesave III og sama á við um skuldamál heimilanna. Ómar Bjarki sem túlkar hér skoðun Samfylkingarinnar ætti að vera besti vitnisburður um það að málstaður stjórnarflokkanna er rangur í þessum málum, sem öðrum.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eiga að leiðrétta kúrsinn og nota þá áttavitann sem landsfundurinn gaf, en ekki að sigla eftir áttavita vinstri flokkanna út í vonleysið. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast þegar ég vissi í stjórnarandstöðu eins og Framsóknarflokkurinn. En ef marka má málflutning sumra frambjóðenda samflokksmanna okkar þá mætti halda annað. Ef það er vilji, þá er von.

Jón Baldur Lorange, 15.4.2013 kl. 23:14

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er hlutlaus í ísl. flokkapólitíkþ Eg í mínum eigin flokki og hef þá aðferðafræði að nálgast hvert mál útfrá skynsemi og raunsæi. Allt og sumt.

Að mínu mati, ganga tillögur þeirra Sjalla alveg röklega upp - að vissum forsendum uppfylltum. Hinsvegar sleppa þeir alveg því að snúa peningnum við og skoða bakhliðina eins og eg hef áður rakið. Eg stórefa að tillögur Sjalla séu skynsamlegar og/eða raunsæjar miðað við stöðu þjóðarbússinns.

Tillögur sjalla hafa þó þann kost - að þeir skýra út bakgrunn þeirra og þannig ganga þær röklega upp.

Eg segi að tillögur þeirra framsóknarmanna sem ganga útá það að það eigi að taka 400 milljarða frá vondum útlendingum með kylfum og haglabyssu ef þeir verða með eitthvað múður - eg segi hiklaust að þetta er eitthvað það einkennilegasta kosningaloforð sem gefið hefur verið á Íslandi og jafnvel í hinum vestræna heimi á seinni tímum allavega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2013 kl. 23:49

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. eða er einhver með dæmi um annað eins kosningaloforð? Nei, hélt ekki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2013 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband