Hið norræna velferðarkerfi er farið að þvælast fyrir velferðarráðherra

Í Fréttablaðinu í dag eru birtir útreikningar Benedikts Jóhannessonar um hvaða ráðstöfunartekjur skila sér í vasa launamannsins eftir að hann hefur greitt skatta og launatengd gjöld.

Niðurstaðan sýnir að þriðjungur þess sem launamenn með 350 þúsund og 450 þúsund fara í þeirra vasa en annað taka ríki, sveitarfélög og lífeyrissjóðir.

Sá sem hefur í mánaðarlaun 350.000,- kr. fær útborgaðar 147.627,- kr.
Sá sem hefur í mánaðarlaun 450.000,- kr. fær útborgaðar 178.997,- kr.

Til viðbótar við útreikningar Benedikts eru eftirfarandi tölur:

Fjárhagsaðstoð einstaklings (eftir skatta) sem býr sjálfstætt er 138.000,- á mánuði í Reykjavík
Atvinnuleysisbætur (eftir skatta)  eru um 138.000,- á mánuði
Fullar greiðslur almannatrygginga til einstaklinga eru 176.000,- á mánuði

Merkilegt er að skoða þetta í samhengi við það sem velferðarráðherra hefur verið að boða síðustu vikur en hann hefur beint þeim tilmælum til sveitarfélaganna að  þau eigi að hækka fjárhagsaðstoð og að bæta þurfi kjör þeirra sem minna mega sín.

Þeir sem hafa lægstu launin á vinnumarkaði fá minna í vasann en þeir sem eru á bótum - þannig er hið norræna velferðarkerfi orðið, þeir eiga ekki rétt á jafn mikilli viðbótar aðstoð og þeir sem eru á bótum. 

Ég held að hann ætti að beina þeim tilmælum til sjálfs sín að reyna að bæta kjör fólks á vinnumarkaði, viðhalda fjárhagslegum hvata svo fleiri haldi áfram að komast út í atvinnulífið. Gera þarf fyrirtækjum kleift að ráða fleira fólk í vinnu, draga úr sköttum væri leið til þess. Þannig stöndum við vörð um velferðarkerfið og getum áfram hjálpað þeim sem minnst mega sín.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Flott grein hjá þér Áslaug, gallinn er bara sá, að stjórnvöld samanstand því miður af fólki, sem seint munu mannvitsbrekkur teljast.

En við sjálfstæðismenn höldum áfram að berjast fyrir okkar hugsjónum, jafnt í sveitarstjórnar og landsmálunum.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 18:58

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góð grein hjá þér Áslaug. Það þarf svo sannarlega að hækka launin hjá lægstlaunuðu. Þetta kerfi okkar er niðurdrepandi. Því miður eru sveitarfélögin ekki til fyrirmyndar í launastefnu sinni. Við vitum að fólk lifir ekki á þessum launum.  Allir vita það.Tvær fyrirvinnur eru nauðsynlegar hverju heimili,jafnvel þó ekkert barn sé eða bara eitt.  Núverandi stjórn er ekki að standa sig nógu vel, Leggur ekki í það.  Það gerði íhaldið ekki heldur þrátt fyrir langan langan tíma við stjórnvölin. Við eigum langt í land því miður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.1.2011 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband