OR - Súrar einhliða hækkanir á íbúa

Orkuveitan er skuldsett, langmest stafar sú skuldsetning af því að fyrirtækið skuldar erlend lán en hefur ekki erlendar tekjur á móti. En einnig vegna þess að á sínum tíma tóku stjórnendur fyrirtækisins þá stefnu að fara út fyrir kjarnastarfsemi sína og taka upp mun víðtækari fjárfestingarstefnu sem leiddi til þess að farið var út í ýmsar misvitrar fjárfestingar sem ekki hafa skilað nægu tilbaka. Sú stefna hefur nú verið leiðrétt og sátt  er um að Orkuveitan haldi sig við þá kjarnastarfsemi að veita vatni og rafmagni til notenda. Enn blasir þó við að stjórnendur Orkuveitunnar þurfa að hagræða gríðarlega til að koma fyrirtækinu í gegnum þetta erfiða tímabil. En hvernig er réttlátt og sanngjarnt að gera það? Minnka umsvif og skera niður í starfseminni eða senda reikninginn til íbúa?

Einhliða hækkanir á íbúa - súr lausn

Hanna Birna skrifar góða grein í Morgunblaðið í morgun sem ég hvet fólk að lesa. Eins og hún segir þar var afstaða til þessara mála algjörlega skýr. Hvað Orkuveituna varðaði þurfti að skoða hvernig draga mætti úr umsvifum fyrirtækisins og hagræða í rekstrinum og samhliða því að hækka verðskrár hóflega. Þar sem öllum hækkunum var frestað á tímabilinu 2008 - 2010 er ljóst að það þurfti að minnsta kosti að taka tillit til verðlagshækkana en það yrði aldrei gert eitt og sér heldur yrðu hagræðingaraðgerðir í rekstrinum skoðaðar samhliða. Það er engin sanngirni í því að íbúar fái ekki að heyra hvaða aðrar hagræðingartillögur eru til umræðu ef þeir eiga að greiða reikninginn.

Aðgerðaráætlun í pólitískri sátt skilaði hallalausum borgarsjóði

Frá því 2008 var aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar sáttaplagg um það hvernig borgaryrirvöld sáu fyrir sér að vinna sig út úr bankahruninu. Þar var ákveðið í pólitískri sátt að leysa ekki fjárhagsvandræði borgarinnar eða fyrirtækja hennar með því að seilast í vasa íbúa heldur leita annarra leiða. Þessi vinna gekk vonum framar eins og þjóð veit og borgarsjóður rekin hallalaus síðan þá.

Aðgerðaráætlunin - Hver er afstaða Samfylkingar og Besta flokks? 

Þrátt fyrir samvinnuvilja liggur ekkert fyrir um hver afstaða meirihlutans er til aðgerðaráætlunarinnar sem allir flokkar stóðu að baki fyrir kosningar. Sú sátt sem þar náðist er því í uppnámi. Borgarbúar eiga heimtingu á að fá skýr svör. Væri ekki ágætt að fara að taka á þessu - það er september í næstu viku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband