Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
20.1.2010 | 11:58
Menning, ferðaþjónusta og verðmætasköpun
Prófkjör okkar sjáflstæðismanna í Reykjavík er á laugardaginn. Ég sækist þar eftir 4. sæti.
Ég hef lagt áherslu á menningarmálin og talið að í þeim felist mikil tækifæri tengd ferðaþjónustunni. Hægt er að byggja hér upp sterka og kraftmikla viðburði allt árið um kring sem laða að sér ferðamenn og aðilar í ferðaþjónustunni geta gert út á. Verslun og þjónusta nýtur einnig góðs af.
Ferðaþjónustan er grein sem í getur falist mikill vaxtabroddur, þrátt fyrir kreppuna má ferðaþjónustan vel við una og aðeins lítill samdráttur hefur háð henni en það er mun betra en gengur og gerist í nágrannaríkjunum.
Verðmætasköpun er mikilvægasta mál allra íslendinga og í borginni þarf að alls staðar að horfa til þess hvernig auka má virkni fólks fá nýjar leiðir til að afla fjár án þess að borgin nýti skattstofna og hækkun útsvars.
Eg hef sett upp vefsíðuna www.aslaug.is þar sem nánari upplýsingar um mig og mín mál er að finn bæði í rituðu máli og í myndskeiðum.
Að gamni set ég hér fram stutt myndskeið sem stuðningsmenn mínir settu saman, XD
Bloggar | Breytt 21.1.2010 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)