Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Áfram lægstu leikskólagjöld á landinu í Reykjavík

Fjölmiðlar hafa fjallað um leikskólagjöldin í Reykjavík í gær og í dag.

Eins og ég hef bloggað um áður höfum við í Reykjavík verið í mikilli og góðri vinnu til að finna leiðir til að mæta auknum kostnaði vegna efnahagsástandsins og gæta þess að við getum tryggt grunnþjónustu við borgara og draga frekar úr viðbótarþjónustu. 

Leikskólabörn í Reykjavík dvelja langflest innan við 8 klukkustundir á dag. Margir leikskólar hafa þó boðið upp á að foreldrar geti haft börnin einni eða einni og hálfri klukkustund lengur til viðbótar. Nú hefur leikskólaráð ákveðið að halda áfram að veita viðbótarþjónustuna en nú gegn raunkostnaði við gæslu barnsins. Þessari ákvörðun er slegið upp sem æsifregn í fjölmiðlum um að borgaryfirvöld séu að brjóta loforð sín. Það er hreinlega ekki rétt og ég bið fólk að kynna sér málið betur. Einhvers staðar þarf að mæta aukinni þörf sem skapast vegna erfiðleika hjá fjölskyldum s.s. fjárhagsaðstoð og annað slíkt og í því samhengi er þetta að mínu mati skynsamleg og réttlát leið.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband