Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
29.11.2009 | 23:04
Mikilvægt skref í rafrænu lýðræði!
Nú hefur borgarstjóri Hanna Birna Kristjánsdóttir boðað íbúakosningu um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar - þetta er ákaflega mikilvægt skref og gott og telst til aðgerða sem falla undir rafrænt lýðræði.
Segja má að borgarahreyfingin hafi í vor verið fyrsta stjórnmálaflokkurinn sem lagði beinlínis áherslu á nýjar leiðir til að styrkja lýðræðið, og þrátt fyrir að ýmislegt væri gott í þeirra hugmyndafræði var kannski ekki trúverðugt að þau gætu komið þessum hugmyndum í framkvæmd. Það hefur meirihlutinn í borgarstjórn hins vegar gert og nú gefst íbúum Reykjavíkur tækifæri á að kjósa beint um það hvað verja skuli fjármunum í hverfinu til. Hér eru nánari upplýsingar:
Íbúakosning:
Þann 2. - 5. desember nk. mun Reykvíkingum á 16. aldursári og eldri gefast kostur á að organgsraða fjármunum til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfunum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Verður það gert með kosningu á vefnum undir slóðinni www.reykjavik.is/kjostu og verður niðurstaða kosningarinnar bindandi fyrir borgaryfirvöld. Um nýmæli er að ræða við fjárhagsáætlunargerð sem gerir íbúum kleift að hafa bein áhrif á nýtingu fjármuna í sínu nærumhverfi.
Kosið er á milli þriggja verkefnaflokka. Sá verkefnaflokkur sem flest atkvæði hlýtur í hverju hverfi verður settur á fjárhagsáætlun og framkvæmdur á árinu 2010.
Verkefnaflokkarnir eru: a) Leikur og afþreying b) Samgöngur c) Umhverfi og útivist.
Undir hvern verkefnaflokk heyra eitt til sex verkefni og fer fjöldi og umfang verkefnanna eftir kostnaði við þau og íbúafjölda hverfanna. Haft var náið samráð við hverfisráð í öllum verfum borgarinnar og íbúasamtök til að tryggja að verkefnin sem kosið er um séu í em bestu samræmi við væntingar íbúa.
Ef íbúar geta ekki kosið að heiman þá stendur þeim til boða að kjósa og fá aðstoð við að jósa á bókasöfnum eða þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkefnið er tilraunaverkefni og ef vel tekst til þá er vilji til að gera kosningu um
forgangsröðun verkefna í nærumhverfi að árlegum lið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
Kosningin og allar upplýsingar um verkefnið má finna á slóðinni www.reykjavik.is/kjostu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2009 | 14:32
Konur í prófkjör Sjálfstæðisflokksins
Opinn fundur Hvatar í Valhöll á fimmtudaginn nk. kl. 18:00
Opin fundur fyrir konur sem hafa hug á að fara í prófkjörsbaráttu eða vinna við slíka. Reynsluboltar munu miðla af þekkingu sinni, farið verður yfir öll helstu mál er snúa að prófkjörsbaráttunni og ýmis góð ráð gefin.
Dagskrá:
A-Ö um prófkjör: Sigríður Hallgrímsdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir vanir kosningarstjórar
Reynslusaga frambjóðandans: Erla Ósk Ásgeirsdóttir, markaðssérfræðingur og varaþingmaður í Reykjavík.
Herfræði og tölfræði í prófkjörum: Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
Fundarstjóri verður Áslaug Friðriksdóttir formaður Hvatar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2009 | 23:27
Menning og mælingar
Við deilum því flest að menningin er okkur mikilvæg, jafnvel þó að við útskýrum það með ólíkum hætti. Hugtakið menning er líka afar opið og breitt og getur innihaldið flest sem okkur dettur í hug. Menning tengist umhverfi okkar, sögu og hegðun fyrr og nú. Menning er þar af leiðandi einhvers konar sameiginleg meðvitund okkar um að við séum af sama uppruna eða í sama mengi og verður ákveðinn samnefnari milli fólks. Menningin er því forsenda samstöðunnar. Á erfiðum tímum eins og nú ganga í garð er samstaðan afar mikilvæg.
Menning hefur ekki verið hagfræðingum hugleikin. Leitun er að upplýsingum og tölum um áhrif menningarstarfsemi á samfélagið. Menningargeirinn hefur varla verið álitinn hluti af atvinnulífinu. Erfitt getur verið að skilja hvaða áhrif menningarviðburðir eða starfsemi leiðir af sér. Flestir skilja að þegar viðburðir draga að erlenda ferðamenn hljóta þeir að skila einhverju fjármagni inn í samfélagið með gjaldeyri í verslun og gistinóttum. Hvergi er þó slíkum viðburðum gerð nægilega góð skil hvað hagræn áhrif og tölulegar upplýsingar varðar.
Í upplýsingasamfélagi eins og okkar er allt mögulegt mælt. Alls kyns lykiltölur og mælingar. Allt frá því að vera hlutbundnar talningar í huglægar spár. Helsta viðfangsefnið er auðvitað að sjá í hverju skal fjárfesta. Oft hefur sýnin á það verið of þröng, aðeins er horft í bókhald þess sem fjárfestir í ákveðnu verkefni og skili fjárfestingin sér ekki aftur inn í bókhald sama fjárfestis þykir verkefnið ekki verðugt. Menningarverkefni hafa oft verið talin til góðgerðarstarfsemi sem gott er að fjárfesta í til að halda uppi jákvæðri ímynd og orðspori. Í minni mæli hefur verið horft til menningarverkefna sem lausna eða aðgerða sem gætu haft veruleg áhrif á efnahags- eða atvinnulífið.
Menningar- og ferðamálaráð hefur nú ákveðið að stíga upphafsskrefið til að reyna að bæta úr ofangreindu. Stofnaður hefur verið starfshópur sem hefur það hlutverk að koma með tillögur að úrbótum svo borgin fái betri yfirsýn yfir þau hagrænu áhrif sem menningarstarfsemi í Reykjavík leiðir af sér. Starfshópurinn mun kalla til sín ýmsa aðila á meðan á vinnunni stendur. Þeim sem telja sig hafa góðar hugmyndir er hér með bent á að hafa samband við undirritaða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 13:47
Ályktun frá Landssambandi sjálfstæðiskvenna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)