Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Eru ljón á veginum? Reynslusögur frumkvöðla

Hlutur kvenna í nýsköpun og frumkvöðlastarfi er mun minni en karla, þetta er merkilegt og ekki get ég ímyndað mér að hugmyndir eða sköpunarkraftur kvenna sé nokkuð lakari en gengur og gerist meðal karla. En hvaða ljón eru á veginum? Athyglisvert er að fá innsýn inn í sögu þeirra kvenna sem fetað hafa braut einkaframtaksins og fylgt sýnum hugmyndum og sýn. Hvaðan kom krafturinn til að fylgja sýninni, hverjir eru kostir þess að starfa í þessum fyrirtækjum miðað við það að starfa t.d. hjá ríki eða bæ að sambærilegum störfum.  Endilega komið og heyrið þessar sögur. 

Hádegisverðarfundur Hvatar, laugardaginn, 24. maí kl. 12:00 – 14:00 í Víkingasal Hótel Loftleiða – allir velkomnir. Aðgangseyrir 2000,- hádegisverður innifalinn. Skráning í síma 5151700 eða í netföngin aslaug@sja.is eða xd@xd.is - Allir velkomnir.


Dagskrá
12:15 Setning – Áslaug Friðriksdóttir, formaður Hvatar
12:20 Ávarp – Guðfinna S. Bjarnadóttir
12:30 Reynslusaga - Valgerður Hjartardóttir - Karitas
12:45 Reynslusaga – Unnur Stefánsdóttir, leikskólar heilsustefnunnar
13:00 Reynslusaga – Halla Margrét Jóhannesdóttir og 
                              Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkonur
13:15 Reynslusaga – Rúna Magnúsdóttir – Tengjumst
13:30 Látum verkin tala, Þóranna Jónsdóttir, Auði Capital 
13:45 Umræður
14:00 Fundi slitið


Fundarstjóri verður Hafdís Jónsdóttir í World Class.

Á meðan á fundi stendur verður borinn fram hádegisverður:  Sítrusmarineruð kjúklinga- og grænmetisspjót með kryddsalati, ítölsk ostakaka og kaffi. Aðgangseyrir er kr. 2.000,- og er maturinn innifalinn í verðinu.

Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið komu í síma 515 1700  eða sendið tilkynningu um þátttöku á netfangið aslaug@sja.is eða á xd@xd.is.


Árangur í áföngum - ný tækifæri í rafrænni stjórnsýslu

Langar að vekja athygli þessum fundi. Miðvikudaginn 14. maí nk standa sprotafyrirtækin Sjá og Marimo fyrir hádegisverðarfundi um tækifæri í rafrænni stjórnsýslu á Grand Hótel, fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 14:00.

Ljóst er að hið opinbera þarf að bæta vefþjónustu og vefsamskipti við íbúa
landsins verulega ef ná skal markmiðum ríkisstjórnarinnar um Netríkið
Ísland, sem nýlega voru kynnt. Einnig er Ísland að koma illa út úr
alþjóðlegum samanburði. Á fundinum verður farið yfir vefútfærslur sem falla
undir hugtökin rafræn stjórnsýsla, rafræn þjónusta og rafrænt lýðræði.

Fjallað verður um aðgengi að opinberum upplýsingum og hvaða tækifæri eru
falin í að auðvelda og opna aðkomu einkaaðila að þeim. Farið verður yfir
hvernig má nota opinn hugbúnað eða vera hluti af slíkri þróun og hvort til
eru hagkvæmar leiðir til að ná miklum árangri á skömmum tíma. 
 
Verð: 7.900.- kr - Skráning hefst kl. 11:45

 Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:    
 
Ávarp - Guðfinna S. Bjarnadóttir, alþingismaður

 Hvað gera þeir bestu í rafrænni stjórnsýslu?  
- Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri  Sjá ehf.
 
Opið flæði upplýsinga með þjónustumiðaðri högun 
- Ari V. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Marimo ehf.
 
Gögn og gaman: Opinn aðgangur að opinberum gögnum 
- Hjálmar Gíslason,  tæknistjóri Já
 
Útfærsla á vef Veðurstofunnar, hvernig býr maður til verðlaunavef? 
- Helgi Borg, verkefnastjóri hjá Veðurstofu Íslands   
 
 Raunnotkun ríkisgagna
- Hugi Þórðarson, verkefnastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Umferðarstofu

Fundarstjóri er Helgi Pétursson, 
vef- og útgáfumál - almannatengsl OR 
 
Fundi slitið kl. 14:00.


Skráning fer fram á vef Sjá - www.sja.is
<http://www.sja.is/rafraen_stjornsysla> /rafraen_stjornsysla  eða í gegnum netfangið sja@sja.is 

 
 


Fjöldi heimsókna á vef - hvað er það?

Ég lendi oft í samtölum um hvernig eigi að meta gæði vefja. Langflestir myndu hér nefna að best væri að horfa til þess hversu margir komi inn á vefinn sem er í fæstum tilfellum rétt.

Auðvitað vilja flestir auglýsendur koma auglýsingunum sínum fyrir á fjölförnum stöðum. Fjöldi heimsókna segir hins vegar lítið um hverjir það eru í raun og veru sem heimsækja vefina, mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að stór hluti heimsókna er oft leitarvélaheimsóknir. En leitarvélarnar fara í gegnum vefina reglulega og nóg er til af þeim.

Þá taka vænan skerf þeir sem álpast inn á síðuna án þess að hafa nokkurn áhuga á að skoða það sem þar er og velja að fara beinustu leið út aftur (mælt með hugtakinu bounce rate). Þetta er oftast ekki sá hópur sem eigendur vefjanna eru í raun og veru að reyna að ná í og því er óskiljanlegt að svo margir vilji koma heimsóknartölum sínum upp úr öllu valdi án þess að kafa aðeins dýpra í hegðun notendanna eða í markmið eigin vefja.

Það sem skiptir öllu máli er að vefurinn sé að skila eigendum sínum því sem þeir vilja fá, markmiðin þurfa að liggja fyrir. Markmið með vef geta verið mjög misjöfn, gæði vefjarins felast í því hversu vel hann uppfyllir markmiðin.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband