31.12.2009 | 09:38
Icesave - Vinnubrögð og pólitík
Ég hef áður fjallað um hversu vel hefur tekist til hjá borgarstjórn að taka upp ný vinnubrögð, vinna í mun meiri nánd en áður hefur verið með frábærum árangri. Þrátt fyrir að forsvarsmenn minnihlutans detti stundum í þann gamla farveg að telja sig ekki vera í neinu samráði þá er staðreyndin hins vegar sú að vinnubrögðin hafa breyst stórlega til batnaðar. Allir í borgarstjórn eru betur upplýstir og hafa betra aðgengi að málum en áður hefur nokkru sinni verið.
Ég var eins og mörg okkar frekar niðurdregin að horfa á hvernig tekið var á Icesave málinu. Mér finnst að ríkisstjórninni hafi mistekist að gera að sem til þurfti - að afgreiða málið í sátt og er þannig sammála Roberti Marshall nema að því leytinu til að mér finnst málið meira vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar heldur en allra alþingismanna. Til þess þurfti að hafa samráð, gefa öðrum færi á að velta upp fleiri steinum og hliðum mála á frjálsan og lýðræðislegan hátt. Ekki skilja aðra aðila málsins eftir sem verður til þess að þeir upplifa það að vera aðeins með hluta af gögnunum eða að einhver feluleikur sé í spilunum. Þetta tókst ekki og vandinn er stjórnandinn eða ríkisstjórnin í þessu tilfelli.
Þá er alveg stórmerkilegt að sjá hvernig Samfylkingin, hinn sérkennilegi trúarsöfnuður eins og Sigmundur Davíð kom að í gær, nær að fljóta áfram á því að öll okkar vandræði leysist með Evrópusambandsaðild. Ekkert annað hafa þau sagt í bráðum heilt ár. Til þess að kaupa sér nú aðgang að paradís eru þau tilbúin til að taka við skuldum sem við hin fáum aldrei að vita hvort sér réttmætt eða ekki og hjá þeim snýst málið um að borga fyrir mannorðið án þess að kanna það betur. Stjórnarandstaðan veit að við þurfum að borga, en telur ekki að alþjóðlegt mannorð okkar sé í hættu þó að við förum í samningaviðræður til að fá úr því skorið hvað er réttlátt að við borgum. Er eðlilegt og hollt að nokkrir einstaklingar ákveði að Icesave samningarnir setji svo mikla skömm á þjóðina að henni sé best borgið að greiða það sem aðrir setja upp refjalaust? Það finnst mér ekki.
Vinstri græn hafa nú opinberað að þau eru eins og þeir sem þau hafa mest gagnrýnt, svíkja loforð sín og þrátt fyrir mörg fróm orð um þjóðaratkvæðagreiðslur þá samþykkja þau ekki að málið fari til þjóðarinnar en spila undir á meðan Samfylkingin lætur sig dreyma um fyrirheitna landið Evrópubandalagið. Í gær samþykku Vinstri græn að almenningur á Íslandi tæki við skuldum þeirra sem þau hafa sjálf kallað ýmsum illum nöfnum s.s. "óreiðumenn", "fjárglæframenn" án þess að þjóðinn fengi nokkuð við því sagt. Hversu rotið getur þetta orðið?
Það er algjörlega ljóst að almenningur hefur fengið sig fullsaddan af svona vinnubrögðum. Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Borgarahreyfing hafa barist hetjulega með því að koma með ýmsar hugmyndir og tillögur til ríkisstjórnarinnar sem hins vegar lokar sig inni og neitar að taka þátt í opnum og frjálsum skoðanaskiptum þrátt fyrir að telja sig vera talsmenn þeirra vinnubragða.
En annars kæru bloggarar og blogglesendur þakka ég fyrir árið sem er að líða og óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs.
Athugasemdir
Stærstu svik VG við sinn málstað var að fara í ríkisstjórn því þá reynir á ALLA að standa við stóru orðin. Ekki viss um að margir aðrir flokkar hefðu gert það betur.
Gísli Ingvarsson, 31.12.2009 kl. 22:29
KOmdu sæl Áslaug María ég stið þig heilshugar í baráttunni sem verður sjálfsagt hörð og skemmtileg. Gangi þér vel sæta stelpa. Kv. Ía.
Ía Jóhannsdóttir, 8.1.2010 kl. 18:37
Heilræði til frambjóðenda:
Staðfesta, heiðarleiki og vilji til að berjast fyrir velferð fólksins, er allt sem til þarf.
Réttsýni, virðing og drengskapur eru aldrei of notuð verkfæri!
Stjórnmál er það sem stjórnmálamenn skapa og sköpunin þarf að vera réttlát og heiðarleg!
Gangi þér vel í baráttu þinni.
Kær kveðja Jón verðandi blogvinur.
Jón Svavarsson, 9.1.2010 kl. 04:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.