Mikilvægt skref í rafrænu lýðræði!

Nú hefur borgarstjóri Hanna Birna Kristjánsdóttir boðað íbúakosningu um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar - þetta er ákaflega mikilvægt skref og gott og telst til aðgerða sem falla undir rafrænt lýðræði. 

Segja má að borgarahreyfingin hafi í vor verið fyrsta stjórnmálaflokkurinn sem lagði beinlínis áherslu á nýjar leiðir til að styrkja lýðræðið, og þrátt fyrir að ýmislegt væri gott í þeirra hugmyndafræði var kannski ekki trúverðugt að þau gætu komið þessum hugmyndum í framkvæmd.  Það hefur meirihlutinn í borgarstjórn hins vegar gert og nú gefst íbúum Reykjavíkur tækifæri á að kjósa beint um það hvað verja skuli fjármunum í hverfinu til. Hér eru nánari upplýsingar:

Íbúakosning:

Þann 2. - 5. desember nk. mun Reykvíkingum á 16. aldursári og eldri gefast kostur á að organgsraða fjármunum til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfunum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Verður það gert með kosningu á vefnum undir slóðinni www.reykjavik.is/kjostu og verður niðurstaða kosningarinnar bindandi fyrir borgaryfirvöld. Um nýmæli er að ræða við fjárhagsáætlunargerð sem gerir íbúum kleift að hafa bein áhrif á nýtingu fjármuna í sínu nærumhverfi.


Kosið er á milli þriggja verkefnaflokka. Sá verkefnaflokkur sem flest atkvæði hlýtur í hverju   hverfi  verður    settur á   fjárhagsáætlun   og  framkvæmdur á árinu   2010.

Verkefnaflokkarnir eru:   a) Leikur og afþreying   b) Samgöngur c) Umhverfi og útivist.

Undir hvern verkefnaflokk heyra eitt til sex verkefni og fer fjöldi og umfang verkefnanna eftir kostnaði við þau og íbúafjölda hverfanna. Haft var náið samráð við hverfisráð í öllum verfum borgarinnar og íbúasamtök til að tryggja að verkefnin sem kosið er um séu í em bestu samræmi við væntingar íbúa.

Ef íbúar geta ekki kosið að heiman þá stendur þeim til boða að kjósa og fá aðstoð við að jósa á bókasöfnum eða þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkefnið er tilraunaverkefni og ef vel tekst til þá er vilji til að gera kosningu um
forgangsröðun verkefna í nærumhverfi að árlegum lið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
Kosningin     og     allar   upplýsingar     um    verkefnið    má     finna  á     slóðinni www.reykjavik.is/kjostu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband