Hvernig nýttu Vinstri græn frestinn? Og hvar stendur Samfylkingin?

Orkuveitunni var fyrir löngu gert samkvæmt samkeppnislögum að selja hlut sinn í HS Orku.  Í sex mánuði hefur verið auglýst eftir tilboðum og þegar frestinum lýkur liggur eitt tilboð á borðinu - tilboð Magma Energy.

Fyrir 10 dögum tóku loks Vinstri græn við sér og vilja reyna að freista þess að finna innlenda kaupendur! Hvar voru þau í sex mánuði! Þetta tókst ekki enda lítill stuðningur eða geta til slíks fyrir hendi hjá innlendum fjárfestum og reyndar skil ég ekki viðbragðsleysi fjármálaráðherra ef þetta er honum svona mikið hjartans mál.

Samfylkingin, samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn getur varla verið á móti því að fá erlent fjármagn inn í landið enda haldið því framítrekað aðein meginástæða þess að ganga í Evrópubandalagið sé til vinna traust erlendra fjárfesta. Þá finnst mér skrítið að lesa það að rökin fyrir því að halda því fram að tilboðið sé óhagstætt fyrir Orkuveituna taki ekki mið af því sem hér hefur átt sér stað, hlutabréfamarkaðurinn hrundi en samt á að miða við stöðuna eins og hún var fyrir hrun.

Ég get ekki séð annað en tilboð Magma sé hið besta mál og til hagsbóta fyrir Reykvíkinga.

Þeir sem ekki eru sáttir, ættu að leita skýringa hjá ríkisstjórninni á viðbragðsleysi hennar - af því mætti jafnvel halda fram að þau vonuðu að enginn hefði áhuga á að fjárfesta á Íslandi.


mbl.is Tilboðið óhagstætt fyrir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Þetta er einstaklega óhagstætt tilboð og ekkert annað en nýtt REI-mál í hnotskurn. Við höfum sömu leikendur, sama fólkið, sömu öflin og sama markmiðið: að koma auðlindum þjóðarinnar í hendur samviskulausra braskara.

Skoðum svo þetta tilboð aðeins: 30% greit tút, kúlulán til 7 ára með 1,5% vöxtum. Ekki einu sinni Bandaríkjunum býðst svona góðir vextir á lánum sínum. Þarna mun almenningur tapa gríðarlegu á þessu kúluláni sem tekur ekki mið af verðbólgu og er þar að auki miðað að hluta til við álverð. Þar sem lánið er í dollurum þá munum við fá minna út úr því ef krónan hækkar, nokkuð sem við höfum ekki efni á miðað við þetta gjafverð sem REI-flokarnir eru að færa einhverjum erlendum aðilum.

Þegar við bætist að veðin eru í hlutabréfunum(og já, síðan hvenær varð OR lánastofnun?) en ekki í raunverulegum eignum, þá getur Magma einfaldlega hent hlutabréfunum í hausinn á borginni og sagt:"Hey, takk fyirr lánið, við erum búnir að mjólka þetta til bana, hirðið bara skuldirnar".

Samkvæmt Fjármálastjórn Reykjavíkur mun svo borgin, almenningur, útsvargreiðendur, FÓLKIÐ SEM ÞARF AÐ BORGA REIKNINGINN, tapa r5-6 milljörðum á þessu. Frábær díll, er það eekki en ykkur er skítsama, almennigur getur alveg átt sig að mati Hrun-flokkana tveggja sem í borginni er kenndur við REI.

Og svo já, Magma, hver á Magma og svo maður spyrji nokkura spurninga um þetta ársgamla fyrirtæki sem enginn veit hver á en sterkir orðrómar tala um Rio Tinto, Halldór J. Kristjáns og í skugganum má sjá glytta í S-hópinn sem eigendur, þá eru þetta spurningar sem þurfa svör:

"

"• Ef hluturinn verður samt sem áður seldur, hvaða tryggingu höfum við fyrir því að reksturinn verði til hagsbóta fyrir landsmenn og arðurinn renni ekki úr landi?
• Afhverju tekur félagið ekki lán hjá lánastofnunum í Kanada eða Bandaríkjunum á þeim lágu vöxtum sem allir tala um að séu í boði og borgar greindan hlut upp í topp þ.e. skuldar hinum erlendum bönkum eftirstöðvar kaupverðsins frekar en að Orkuveita Reykjavíkur taki að sér að fjármagna þessi kaup?
• Ef kjörin eru ekki nógu hagstæð í þessum löndum, fyrir fyrirtæki sem er jafn vel rekið og vel stætt og eigandi þess segir, er þá eðlilegt að Orkuveita Reykjavíkur taki þessa áhættu og veiti lánið? Það er eins og það eigi bara að selja sama hversu lélegt tilboðið er."

Þetta eru nefnilega umhugsunarverðar spurningar og eiginlega vekur fleiri upp.

  • Hversvegna á OR að lána Magma fyrir hlutnum?
  • Af hverju á OR að fara að selja með gríðarlegu tapi fyrir okkur útsvarseigendur í Reykjavík sem eigum þennan hlut?
  • Hvaða skynsemi felst í því að selja hlut og lána með 7 ára kúluláni á svo lágum vöxtum að lánið brennur upp í verðbólgu?
  • Eru borgarfulltrúar Reykjavíkur og stjórn OR nokkuð að hugsa um hagsmuni Reykvíkinga?
  • Hvað býr að baki þessari asa við að koma hlut OR í HS Orku í hendur aðilum sem ekkert er vitað um?
  • Hversvegna þarf Magma að fá lán hér?
  •  Hversvegna geta Magma ekki fjármagnað kaupin erlendis(svo maður hamri á þessu aftur)?
  • Hvað er vitað um fjárhag Magma og eigendur þeirra?"

Það nægði svo ekki Sjálfstæðisflokknum og Framsókn að setja þjóðnia á hauisinn með vinum sínum heldur ætlar þeir nú að framselja auðlnidirnar í hendur samviskulausum og siðlausum bröskurum hvort sem það er vegna heimsku hugmyndafræðinnar eða hvort eitthvað hafi verið greitt undir borðið líkt og þegar FL Group greiddi 25 milljónir til að liðka fyrir einkavæðingu hlutar ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.

Þetta er nokkuð sem þarf að stöðva hvað sem það kostar og með öllum aðferðum sem til eru. Þetta er of langt gengið.

AK-72, 1.9.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Enn stendur eftir að Orkuveitan var ekki heimilt að eiga sinn hlut, Magma var eina tilboðið á borðinu - Vinstri græn virtust ekki hafa lagt sig í líma við að leita eftir íslenskum fjárfestum síðustu 6 mánuð. Sjáum svo hvaða þungi býr í yfirlýsingum Steingríms.

 Hvað hefur þú annars fyrir þér í aðdróttunum þínum gagnvart Magma? Mér finnst þetta ansi langt gengið hjá þér nema að þú vitir eitthvað sem ég ekki veit. Ef þetta er hins vegar bara ein loftsprengjan enn þá er varla þess virði að lesa það sem þú heldur fram.

Áslaug Friðriksdóttir, 1.9.2009 kl. 08:52

3 Smámynd: AK-72

Samkvæmt því sem mér var bent á, þá hefði verið hægt að segja einfaldlega nei við þessu tilboði því fresturinn sé ekki runnin út heldur á víst að renna út um áramótin. Það hefði örugglega veirð hægt að sækja þá um lengri frest enda efnahagsástandið þannig.

En það er algjörlea óafsakanlegt í öllum skilningi að láta skattgreiðendur borga með þessu 5-6 mllljarða og það með einstaklega lélegum samningi og þú sem varaborgarfulltrúi átt ekki að vera að taka þátt í því að verja slíkar gjafir til ómengaðra braskara. Hvað varðar Magma, þá er S-hópurinn einn af eigendum Geysi Green í gegnum VGK-invest og Magma á nú í dag hlut í Geysi Green, þökk sé Sjálfstæðisflokkknum í Reykjanesbæ sem virðist vilja selja allt steini léttara með tilheyrandi skaða fyrir bæjarbúa. Hér og þar hafa birst ábendingar um það að Rio Tinto tengist e.t.v. þessu fyrirtæki nánu böndum og svo má benda á það að Halldór J. Kristjánsson sé tengdur þessu, farinn til Kanada í orkubransann og það hefur komið fram á nokkrum vefsíðum að hann tengist þessu.

Ég krefst þess sem útsvargreiðandi og skattgreiðandi að það verði hætt við þessa sölu strax, því skaðinn fyrir Reykvíkinga er einstaklega mikill og þeir borgarfulltrúar meirihlutans sem eru eingöngu að hugsa um hag fárra í þessu máli, eiga að fara að vinna fyrir borgarbúa í staðnn fyrir að taka þátt í nýrri REI-svikamyllu. Hafa þeir ekkert lært? Er þetta það sem koma skal, að Sjálfstæðisflokkurinn sem keyrði landið í þrot sér og vinum sínum til gróða, ætli að klára verkið og koma auðlindum okkar í hendur samviskulasura braskara sem eru e.t.v. að fronta fyrir versta fyrirtæi heims og/eða útrásarvíkinga?

AK-72, 1.9.2009 kl. 09:17

4 identicon

Tek undir hvert orð AK - 72

Björg F (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég tek einnig undir hvert orð AK-72. 

Þar að auki þætti mér fróðlegt að fá útskýringar á því hvernig á því stendur að auðlindir sem ættu að teljast í almannaeigu séu háðar samkeppnislögum?

Kolbrún Hilmars, 1.9.2009 kl. 17:31

6 Smámynd: Einar Þór Strand

AK 72 málið er að Samfylkingin og VG vildu að þetta færi svona til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn, sem er þeirra eina markmið í augnablikinu. Ekki það að Sjálfstæðisflokkurinn ekki ekki skilið spark en er það ekki of dýru verði keypt.

Þannig að ég legg til að hafin verði rannsókn á því hvort að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki landráðamenn upp til hópa og þar verði ekki horft á flokka.

Einar Þór Strand, 1.9.2009 kl. 19:29

7 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Í fyrsta lagi minni ég á að Orkuveitunni bar að selja bréfin. Borgarstjórnarflokkurinn er að hugsa um hag borgarbúa og Íslendinga og engra annarra með þessari ákvörðun. Það er ekkert að samningnum vextirnir eru hærri en þeir sem gengur og gerist í USA svo Magma er að teygja sig til okkar frekar en hitt.

Vinstri græn hefðu fyrir löngu getað verið búin að finna lausn á þessu ef þau vildu. Samfylkingin er aðeins að fela sitt rétta andlit í málinu - þora ekki að vera með þó að þó styðji erlenda fjárfestingu og fela sig bak við tæknileg atriði sem erfitt er fyrir almenning að henda reiður á.Algjörir tækifærissinnar.

Við megum ekki vera getulaus vegna hræðslu, okkur vatnar innspýtingu inn í efnahagslífið og fleiri störf. 

Áslaug Friðriksdóttir, 1.9.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband