Miðborgin, miðborgarkortin og félagið Miðborg Reykjavíkur

Í morgun hélt félagið Miðborg Reykjavíkur fund fyrir aðila sem sinna verslun og þjónustu í miðborginni. Gestur fundarins var Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og kynnti starf samtakanna fyrir þeim sem sóttu fundinn. Á eftir spunnust umræður um ýmisar hugmyndir sem lúta að betri miðborg og jóladagskrá miðborgarinnar. Ljóst er að miklilvægt er að skapa gott samstarf milli aðila í miðborginni til að nýta tækifæri sem best, þetta má til dæmis gera með því að ná sátt um ákveðna opnunartíma þar sem allir sem mögulega geta leggjast á eitt um samræmda tíma. Markaðssetning félagsins sem lýtur að því að hvetja til verslunar í miðborginni nýtist þá einnig best. Aðilum í verslun og þjónustu í miðborginni sem vilja taka þátt í að vinna að sameiginlegum hagsmunum er bent á að hafa samband við Miðborg Reykjavíkur, sjá nánar á vefnum www.midborgin.is 

 

Læt hér fylgja færslu sem var áður birt svona til upplýsinga:

Mjög mikilvægt er að við Reykvíkingar hugum að miðborginni. Miðborgin er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og við hljótum öll að eiga það sameiginlegt að vilja halda því afli eins sterku og á verður kosið. Oft heyrast raddir um að nóg sé komið að því að huga að miðborginni og meira þurfi að gera fyrir önnur hverfi í borginni sem á eflaust oft rétt á sér en engu að síður eru það hagsmunir allra sem hér búa að miðborgin sé þannig að sómi sé að því að fá ferðamenn heim.

Í þessum töluðu/skrifuðu orðum vinna aðilar í ferðaþjónustu þar á meðal Reykjavíkurborg að því að auka ferðamannastrauminn. Fyrir liggur að mikill áhugi hefur verið á því að sækja landið heim en margir hafa gefið þá skýringu að of dýrt sé að dvelja hér og því sæki þeir frekar annað í ferðalög. Nú er auðvitað lag að fá þennan hóp til að nýta tækifærið og koma á meðan gengið er þeim hagstætt. 

Flestar miðborgir eru þess eðlis að þar er að finna helstu menningarverðmæti viðkomandi svæðis sem vekur athygli þeirra sem koma til að skoða land og þjóð. Afar brýnt er því að sinna þessum verðmætum, vekja athygli á hvar þau er að finna og auðvelda aðgengi að þeim. Engu að síður er verslun og þjónusta í miðborgum ekki síður nauðsynleg til að viðhalda því mannlífi sem þarf til að auka krafta aðdráttaraflsins. Eins brýnt er því að sinna því verkefni að hlúa að verslun í miðborginni.

Langar svo að vekja athygli á miðborgarkortunum sem hægt er að lesa um á þessum vef www.midborgin.is  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband