13.5.2008 | 15:13
Árangur í áföngum - ný tækifæri í rafrænni stjórnsýslu
Langar að vekja athygli þessum fundi. Miðvikudaginn 14. maí nk standa sprotafyrirtækin Sjá og Marimo fyrir hádegisverðarfundi um tækifæri í rafrænni stjórnsýslu á Grand Hótel, fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 14:00.
Ljóst er að hið opinbera þarf að bæta vefþjónustu og vefsamskipti við íbúa
landsins verulega ef ná skal markmiðum ríkisstjórnarinnar um Netríkið
Ísland, sem nýlega voru kynnt. Einnig er Ísland að koma illa út úr
alþjóðlegum samanburði. Á fundinum verður farið yfir vefútfærslur sem falla
undir hugtökin rafræn stjórnsýsla, rafræn þjónusta og rafrænt lýðræði.
Fjallað verður um aðgengi að opinberum upplýsingum og hvaða tækifæri eru
falin í að auðvelda og opna aðkomu einkaaðila að þeim. Farið verður yfir
hvernig má nota opinn hugbúnað eða vera hluti af slíkri þróun og hvort til
eru hagkvæmar leiðir til að ná miklum árangri á skömmum tíma.
Verð: 7.900.- kr - Skráning hefst kl. 11:45
Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:
Ávarp - Guðfinna S. Bjarnadóttir, alþingismaður
Hvað gera þeir bestu í rafrænni stjórnsýslu?
- Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Sjá ehf.
Opið flæði upplýsinga með þjónustumiðaðri högun
- Ari V. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Marimo ehf.
Gögn og gaman: Opinn aðgangur að opinberum gögnum
- Hjálmar Gíslason, tæknistjóri Já
Útfærsla á vef Veðurstofunnar, hvernig býr maður til verðlaunavef?
- Helgi Borg, verkefnastjóri hjá Veðurstofu Íslands
Raunnotkun ríkisgagna
- Hugi Þórðarson, verkefnastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Umferðarstofu
Fundarstjóri er Helgi Pétursson,
vef- og útgáfumál - almannatengsl OR
Fundi slitið kl. 14:00.
Skráning fer fram á vef Sjá - www.sja.is
<http://www.sja.is/rafraen_stjornsysla> /rafraen_stjornsysla eða í gegnum netfangið sja@sja.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.