Rafræn þjónusta - Ísland í fallsæti

Í gær var haldinn fundur á vegum Ský sem bar heitið "Ísland í fallsæti?". Þarna var verið að vísa til samanburðar á rafrænni þjónustu hins opinbera milli ríkja. Skemmst er frá því að segja að niðurstöðurnar sem Eggert Ólafsson, MPA, kynnti eru engan veginn ásættanlegar og opinberar stofnanir á Íslandi verða að taka sig á til að standa þann samanburð. Í sögulegu samhengi hafi Norðurlönd og þar á meðal Ísland dregist aftur úr öðrum ríkjum á tímabili en þau hafi hins vegar tekið sig á og verma nú sæti ofar á listunum en Ísland sem situr með ríkjum sem ekki eru þekkt fyrir sömu lífsgæði og hér má finna. 

Fundurinn var afar fróðlegur og fyrirlesarar með góðar kynningar. Fram kom hjá fulltrúa Reykjavíkurborgar, Álfheiði Eymarsdóttur að þrátt fyrir að samanburðurinn við önnur ríki gæfi ekki betri niðurstöður væri ýmislegt unnið. Erfiðara væri að koma rafrænni þjónustu upp þar sem um geysimikla samhæfingu milli innri kerfanna er að ræða. Áður en hægt væri að koma upp rafrænu þjónustuferli þurfi að aðlaga kerfin og um mismikið flækjustig getur verið að ræða. Þá mætti einnig segja að fámennið hefði nokkuð að segja um hægfara þróun rafrænnar þjónustu og í okkar "físíska" heimi væri svo mikil nálægð við þjónustu að ekki væri sami þörf á að bæta úr þessu og annars staðar. 

Þá kynnti Guðfinna S. Bjarnadóttir, alþingismönnum, vinnu við stefnumótun ríkisstjórnarinnar sem nú er í vinnslu. 

Ég hef unnið lengi í "rafræna geiranum" og oft velt því fyrir mér af hverju þetta taki svona langan tíma að koma upp rafrænni þjónustu og/eða að bæta þá þjónustu sem komin er upp. Að mínu mati hefur þar mikið að segja fyrirbærið "dauði tíminn". "Dauði tíminn" lýsir sér þannig að þeir sem eiga að vera að gera eitthvað eru að bíða. Í þessu samhengi lýsir þetta sér svona ríkisstofnanir bíða eftir ráðuneytunum, ráðuneytin eftir því hvað hin ráðuneytin ætla að gera, hin ráðuneytin eftir því hvað erlend ráðuneyti ætla að gera, litlu sveitarfélögin eftir þeim stóru, stóru eftir hver öðru eða eru of upptekin af annarri vinnu sem hinir þurfa ekkert að vera að bíða eftir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband