Borgarlínan og kostnaðarskipting

Í gær sá ég að gert er ráð fyrir að kostnaður vegna hönnunar- og greiningarvinnu Borgarlínu verði tvöfalt meiri á þessu ári en áætlað hafði verið. Í stað áætlaðra 20 milljóna yrði kostnaður líklega um 40 milljónir. Í framhaldi fékk ég upplýsingar um að ástæðan væri sú að gert hefði verið ráð fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna í meira mæli hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins en vitað var hjá Reykjavíkurborg.  

Ok, auðvitað geta áætlanir alltaf breyst. En hér er samt ástæða til að staldra við og anda djúpt.

Í júní óskuðum við Sjálfstæðismenn eftir upplýsingum um hvernig viðræðum um kostnaðarskiptingu vegna borgarlínu væri háttað og hver samningsmarkmið væru. Við höfum ekki enn fengið svar við þeirri fyrirspurn og engin umræða hefur átt sér stað á pólitískum vettvangi hvað það varðar. 

Eftir þessu óskuðum við vegna þess að það er alls ekki sjálfgefið hvernig eigi að skipta kostnaðinum. Á að fara eftir höfðatölu, kílómetrum, fjölda stoppistöðva, hvar fólk stígur inn og hversu langt notendur ferðast milli áfangastaða svo dæmi séu nefnd? Þessa umræðu þarf að taka áður en kostnaðurinn verður meiri. Og áður en aðilar geta farið að gefa sér að ákveðin hefð hafi skapast eða gert hafi verið ráð fyrir ákveðnum leiðum á fyrri stigum. 

 

borgarlinan

 

 

 

 

 

 

 Hvort er þetta strætó eða borgarlína?

 

Fyrirspurn okkar sjálfstæðismanna í borgarráði í morgun: 

"Í júní síðastliðinn lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í umhverfis- og skipulagsráði þar sem meðal annars var óskað eftir því hvenær áætlað væri að viðræður hefjist um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga annars vegar og viðræður um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga hins vegar. Spurt var um samningsmarkmið borgarinnar og hvernig umhverfis- og skipulagssvið teldi að skipta ætti kostnaði. Fyrirspurninni hefur ekki verið svarað.

Í ljósi þess að nú liggur fyrir að kostnaður Reykjavíkurborgar vegna hönnunar- og greiningarfasa borgarlínu sem fram fer á árinu 2017 er líklegur til að tvöfaldast úr 20 milljónum króna í 40 milljónir króna miðað við uppfærðar áætlanir óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum þann viðbótarkostnað, hvernig hann skiptist á milli sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu, eða ríkisins ef við á, og á hvaða vettvangi kostnaðarskiptingin var ákveðin."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Mér þætti nú rétt af sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu að leyfa kosningum að fara fram á næsta ári áður en lengra er haldið, svo að kjörnir fulltrúar hafi snefil af pólitísku umboði til að hella fé skattborgaranna í þetta óþarfa verkefni, sem borgararnir hafa engan áhuga á.

Bjarni Jónsson, 14.9.2017 kl. 17:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Áslaug

Nú spyr ég eins og bjáni; er ekki sjálfstæðisflokkur að taka afstöðu MEÐ borgarlínu, með því að kalla eftir slíkum upplýsingum? Væri ekki hreinlegra og eðlilegra að mótmæla þessu verkefni og standa hart gegn því?

Allir vita, sem hafa lágmarks þekkingu, að þetta ævintýri er gjörsamlega glórulaust. Hver kostnaðarskipting milli sveitarfélaga verður, hvort heldur er vegna undirbúnings eða rekstrar, breytir í sjálfu sér litlu þar um, nema auðvitað að menn vilji reyna gera sér í hugarlund hver skaðinn verður, fyrir hvert sveitarfélag.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2017 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband