Já það væri of óþægilegt

Í dag er kominn febrúar.  Ennþá leggur borgarstjóri fram óútfærðar tillögur inn í fjárhagsáætlunarvinnu þessa árs, sem átti að leggja fram fyrir nokkrum mánuðum síðan. Nú liggja sem sagt fyrir óútfærðar tillögur að óútfærðu tillögunum í fjárhagsáætlun sem voru ekki nema um tæpar tvöþúsund milljónir.

Á meðan verið var að skrifa niður óútfærðu tillögurnar í annað sinn sat meirihlutinn ekki aðgerðarlaus í fjármálastjórninni. Ákveðið að fjárfesta í heyrnartólum fyrir eina og hálfa milljón, eitthvað sem má gera fyrir mun minna fé. Jú reyndar var ákveðið að spara líka, skera niður matarþjónustu aldraðra og ákveðið að sleppa því að fá upplýsingar um þjónustuna í borginni,í árlegri þjónustukönnun sveitarfélaga, sem undanfarin ár hefur fengið falleinkunn hjá íbúum, enda óþægilegt að fá svona óþægilegar upplýsingar þegar álagið er svo mikið við að reyna að átta sig á hvernig á að útfæra óútfærðu tillögurnar áður en árið er á enda. já það væri allt of óþægilegt! Betra að bíða bara eftir að einhverjir fari að hjóla Grensásveginn.

Ómálefnalegt? Uuuuu..nei.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband