Dýrt spaug

Fréttatilkynning Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var send út áðan í kjölfar fyrri umræðu um frumvarp að fjárhagsáætlun 2015:

1veltufe_frarekstri_reykjavik

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dýrara með hverju árinu að búa í Reykjavík

- Aðalsjóður verður með 5 milljarða kr. halla árið 2015

- 25,5% dýrara en árið 2010 fyrir fimm manna fjölskyldu

- Endurhugsa þarf rekstur borgarsjóðs strax

- Veltufé frá rekstri ekki lægra í langan tíma

- Hindra nýsköpun í stærstu málaflokkunum

 

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýndi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í dag og hefur áhyggjur af rekstrarstöðu borgarinnar.

„Rekstur borgarsjóðs veldur mér verulegum áhyggjum. Þróun á rekstri borgarsjóðs, gefur tilefni til að hafa áhyggjur af framtíðarmöguleikum Reykjavíkurborgar til að veita þá þjónustu sem íbúarnir þurfa í dag og fram í tímann“, segir Halldór.

25,5% dýrara en árið 2010
Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar heldur meirihlutinn í Reykjavík áfram að reka sömu stefnu og frá síðasta kjörtímabili. Kostnaður meðalfjölskyldu í Reykjavík með þrjú börn er 2,2 milljónir sem hún greiðir til borgarinnar á ári að meðtöldu útsvari. Núverandi meirihluti ætlar að halda áfram að auka álögur á fjölskyldur borgarinnar líkt og síðasti meirihluti. Þriggja barna fjölskylda þarf nú að greiða 25,5% meira fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar en hún gerði árið 2010.* Fjölskyldan borgar 561.000 kr. meira á næsta ári 2015 en hún gerði árið 2010 eða nálægt 10% meira en hækkun vísitölu.

Veltufé frá rekstri sýnir alvarleika mála
Veltufé frá rekstri lýsir fjármunamyndun á rekstrartíma
bilinu og það segir til um getuna til þess að greiða afborganir lána og fjárfestingar eða hverju reksturinn skilar í peningum. Veltufé fer sífellt lækkandi í A-hluta. Í samanburði má sjá að Reykjavíkurborg er með lægsta veltufé frá rekstri í samanburði við önnur sveitarfélög.**

Hindra nýsköpun í stærstu málaflokkunum
Um 70% af útgjöldum borgarinnar fer í skóla- og velferðarmál. Í fjárhagsáætlunum borgarinnar er engin áhersla á nýsköpun í þessum málaflokkum. Með þessari þróun er meirihlutinn ekki að gera ráð fyrir innleiðingu nauðsynlegra breytinga og stuðla að nýsköpun sem er mikilvæg til þess að bæta þjónustu borgarbúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Allt þetta er þó smámál fyrir Reykvíkinga, miðað við að loka Reykjavíkurflugvelli, eins og þú samþykktir á sínum tíma. Fargjöld allra íslendinga til útlanda hækka um tugi prósenta, vinnustaði hundraða verður lokað og enginn veit hvað verður um ýmsa starfssemi sem fer þarna fram. Dæmi: Landhelgisgæsla og allrir flugskólarnir og allt einkaflug. Þarna verða svo til dýrustu lóðir á Íslandi, með meiri drulludýpt en annars staðar er hægt að fá, allt í boði Reykjavíkurborgar, dettur einhverjum í hug að ungt fólk byggi þarna? Svarið er nei, þetta verður fyrir ráðuneytisstjóra og alþingismenn sem komnir eru á eftirlaun.  Og það sem verst er: það mun taka áratugi að byggja þetta 1,4% byggingarlands borgarinnar upp. Það var mikil óheillastefna Sjálfstæðisflokksins að samþykkja þetta skipulag og njóta svo stuðings Hönnu Birnu á eftir.

Örn Johnson, 4.11.2014 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband