4.5.2014 | 21:33
Listi án stefnu?
Framsóknarflokkurinn er loksins kominn með framboðslista í borginni. Því miður virðist engin stefna fylgja eða alla vega eru menn ekki með hana á hreinu. Þetta kom mér mjög á óvart við mín fyrstu kynni af nýja framboðinu þegar ég fylgdist með Sunnudagsmorgninum í dag.
Í þættinum kom fram spurning um hvort stefna Framsóknarflokksins ætti miklu fylgi að fagna hjá borgarbúum. Því þar mætti til dæmis finna að fólk og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eigi að borga hærri tekjuskatt en fólki úti á landi og barnabætur eigi að vera lægri ef þú býrð í borginni o.s.frv. Oddviti framboðsins var spurð út í það hvort hún styddi þessa stefnu og ef svo hvort hún gæti þá staðið vörð um hagsmuni borgarbúa. Hún var ekki búin að mynda sér skoðun á því.
Önnur tjáskipti um stefnumálin virtust frekar skoðanir einnar manneskju en úthugsaðar hugmyndir. Né virtust staðreyndir um aðalmál framboðsins, flugvöllinn liggja fyrir. Eitthvað ekki alveg nógu gott við þetta.
Já og talandi um stefnumálin - þá er Sjálfstæðisflokkurinn með sitt á hreinu hér: http://www.xdreykjavik.is
Athugasemdir
Þetta er ekki nógu gott hjá þér.Ekki er annað sjáanlegt en að stefnumál Framsóknarflokksins séu á hreinu til að mynda að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði ekki slegin af,né dregið úr þeirri starfsemi sem þar er.Þú verður að venja þig af Gísla Marteins stefnunni.Hún hefur skaðað flokkinn nóg.Vonandi er Sjálfstæðisflokkurinn laus við hann.Þá mun birta til.
Sigurgeir Jónsson, 5.5.2014 kl. 18:24
Flugvöllurinn er ekki aðalmál neinna og það vita þeir. Hann er bara notaður til að gera blest um flokkana. Væri nær að spurja um peningana til Landspítalans!! það vantar ekki peninga þegar þeir eru sendir til stríðsaðila í útlöndum!!fjandinn hafi það.
Eyjólfur Jónsson, 5.5.2014 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.