Smelltu á hverfið þitt

Á vef okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík er hægt að smella á hverfi og skoða ýmislegt skemmtilegt, endilega skoðið þetta!

www.xdreykjavik.is 

Íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að borgin þeirra sé hrein og fögur. Því miður hefur hreinsun borgarinnar verið í lamasessi alltof lengi en við viljum gera breytingu þar á. Strax í vor munum við sjá til þess að eðlileg þjónusta fari í gang í hverfum borgarinnar. Það er einnig mikilvægt að bæta umferðarflæði borgarinnar sem mun koma í veg fyrir að mengun sé yfir mörkum sem er afar brýnt mál. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er og hvar er stefna flokksins í flugvallarmálinu?

Jón Þórhallsson, 2.5.2014 kl. 16:06

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Beint úr stefnunni um Umhverfi og samgöngur / Flugvöllurinn:

Flugvöllurinn er í Vatnsmýri og verður þar um fyrirsjáanlega framtíð. Nefnd um staðarval er að störfum og mun skila af sér á þessu ári.  Við stöndum föst á því að innanlandsflug fari ekki til Keflavíkur.  Við teljum að virkja beri íbúalýðræðið miklu meira í stórum málum og munum berjast fyrir því að borgarbúar komi að endanlegri ákvarðanatöku um flugvöllinn í íbúakosningum.

Áslaug Friðriksdóttir, 2.5.2014 kl. 18:23

3 Smámynd: K.H.S.

étting byggdar.
Hvað með fráveitukerfin. Svona þétting er einmitt það sem er að valda hækkun grunnvatns í hverfum vegna fráveituvandræða. Eldri hús eru með retour kerfi upphitunar í kjallaragólfum og hækkun grunnvatns rústar kerfinu. Þetta er ekkert inní mindini hjá snillingum Dags og Narrs. Hér hjá mér eftir þéttingu og gerð grillsameignar hvefisins riðguðu öll retourrör í sundur og kjallarinn flæddi. Þetta hefur svo verið gegnumgangandi í götunni. Flóð og skemmdir af völdum vanhugsaðra framkvæmda borgarinnar. Horfum til Bretlands, þar sem byggðaþétting hefur valdið því að mörgþúsundir heimila flæða árlega vegna frárennslisvandræða

K.H.S., 3.5.2014 kl. 03:18

4 Smámynd: Örn Johnson

Sæl Áslaug. Spurning: Ert þú önnur þessarra Sjálfstæðiskvenna sem ásamt Gísla Marteini samþykkti skipulagstillögur meirihlutans um að flugvöllurinn víki sem fyrst og hann eyðilagður sem flugvöllur strax á næsta ári með lokun NA-SV brautar? Bara já eða nei. Hver er svo hin konan?

Örn Johnson, 3.5.2014 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband