Trúverðugleiki meirihlutans lítill þegar kemur að lýðræðislegum vinnubrögðum

Eftirfarandi fréttatilkynning fór frá borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins í gær eftir umræður um ályktunartillögu meirihlutans um að hvetja til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB. Sjálfstæðismenn lögðu fram aðra eftirfarandi tillögu sem var felld.

 

„Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna þeim vilja sem fram hefur komið að ná sem breiðastri sátt um næstu skref í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Með því getur Alþingi leitast við að vinna gegn þeirri tortryggni, sem einkennt hefur umræðuna um málið frá því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hóf aðildarviðræður á árinu 2009 án þess að vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Trúverðugleiki borgarfulltrúa Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins er lítill þegar kemur að lýðræðislegum vinnubrögðum í ljósi þess m.a. að mótmæli 70.000 einstaklinga gegn því að Reykjavíkurflugvöllur yrði færður úr Vatnsmýrinni í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur voru höfð að engu fyrir fáeinum mánuðum. Eins var farið með mótmæli foreldra vegna sameiningar skóla í Reykjavík.

 

Ítrekuð er sú stefna borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins að vinna að niðurstöðum allra mála í góðri sátt við borgarbúa og að vísa ákvörðunum í mikilvægum málum til þeirra og er Alþingi hvatt til að kanna allar leiðir sem færar eru til að vinna í víðtæku samráði.“

 

Tillagan var felld með 10 atkvæðum gegn 5 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver leikstýrir þessum hóp þ.e. hver er framkvæmdastjóri ESB probaganda hópsins.

Valdimar Samúelsson, 19.3.2014 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband